blaðið - 25.03.2006, Síða 32
321 VIÐTAL
LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaöiö
Trúin gegnir stœrra hlutverki i
stjórnmálum Mið-Austurlanda
Nemendum í meistaranámi í alþjóða-
samskiptum við Háskóla Islands
gefst næsta vetur kostur á að sækja
námskeið hjá Magnúsi Þorkatli
Bernharðssyni lektor í nútímasögu
Mið-Austurlanda við Williams há-
skóla í Bandaríkjunum.
Það er óneitanlega mikill fengur
fyrir háskólann að fá Magnús
Þorkel til að vera með námskeið en
hann er helsti sérfræðingur lands-
ins um málefni þessa heimshluta.
Áður hefur hann kennt einstaka
námskeið við Guðfræðideild skól-
ans og Endurmenntunarstofnun en
að þessu sinni hyggst hann halda
tvö stutt námskeið. Á fyrra nám-
skeiðinu mun hann fjalla um sam-
þættingu trúmála og stjórnmála
með sérstakri hliðsjón af íslam í
Mið-Austurlöndum. Á því seinna
fjallar hann um mismunandi menn-
ingarheima og hvaða þátt menn-
ingin, ekki síst trúarbrögðin, leika í
mismunandi heimshlutum.
Magnús segir að trúin gegni
stærra hlutverki í Miðausturlöndum
nú á dögum en fyrir nokkrum
áratugum.
„Framan af tuttugustu öldinni
voru stærstu og veigamestu ákvarð-
anirnar í flestum ríkjum í Mið-Aust-
urlöndum ekki endilega teknar á
trúarlegum forsendum. Þvert á
móti voru þau að nútímavæðast,
að iðnvæða efnahagskerfið og þar
skipti trúin ekki neinu máli,“ segir
Magnús og bætir við að núna hafi
komið fram mikil gagnrýni á þessa
samfélagsþróun í þessum löndum.
Islamistar draga í efa þá leið sem
farin hefur verið og vilja að þáttur
trúarinnar og ritningarinnar skipti
meiri máli þegar teknar eru stórar
ákvarðanir.
fslamsvæðing íMið-Austurlöndum
,Það hefur að mínu mati orðið mjög
áþreifanleg íslamvæðing í Mið-Aust-
urlöndum og það er ekki ljóst enn
þá hvar hún endar. Ég held að það
sé eðli þessarar væðingar að hún ein-
BlcliS/Frikki
skorðast ekki við Mið-Austurlönd
heldur gæti þetta haft veruleg áhrif
á önnur ríki og önnur svæði bæði
vegna þess að þetta skapar ákveðna
spennu og gæti líka leitt til þess að
fólk á öðrum stöðum sem er ekki
endilega trúað sjálft eða lítur á sig
sem trúað fer að huga meira að sinni
stöðu,“ segir Magnús og bendir á að
hliðstæða þróun megi sjá víðar. „í
Bandaríkjunum hef ég tekið eftir
því að í kjölfar hryðjuverkaárás-
anna n. september 2001 og innrásar-
innar í Irak hefur kristnidómurinn
og umræða um stöðu trúarinnar
blandast í auknum mæli í umræðu
um umdeild þjóðfélagsmál eins og
fóstureyðingar og samkynhneigð,"
segir hann.
Engar einhlítar skýringar
Margar ólíkar ástæður liggja að baki
þeirri íslamsvæðingu sem Magnús
segir að hafi átt sér stað á undan-
förnum árum og ekki sé hægt að
útskýra hana á einfaldan hátt. Hluti
skýringarinnar kann þó að vera
að sú samfélagsþróun sem reynt
hafi verið að koma af stað í þessum
löndum hafi ekki gengið upp. Menn
hafi haft háleitar hugmyndir um
að nútímavæða þau og byggja upp
en reyndin hafi verið önnur og nú
séu mörg þessara samfélaga nánast
að hruni komin stofnanalega og
efnahagslega.
„Þar er mikið atvinnuleysi, engin
bjartsýni eða hugur í fólki. Menn
höfðu mjög háleitar hugmyndir og
markmið en hafa ekki náð því sem
þau ætluðu sér. Þetta voru þriðja
heims ríki sem ætluðu á innan við
20 árum að verða fyrsta heims ríki.
Þau bjuggu yfir olíuiðnaði og það
var margt sem benti til að þau gætu
náð því marki sem þau hafa ekki
gert,“ segir Magnús og bendir á að
margir sjái sökudólginn í Vestur-
löndum. „Margir í þessum ríkjum
skella náttúrlega skuldinni á vestur-
landabúa, vestrænar stofnanir og
heimsvaldastefnuna. Þeir telja að
Or. Magnús Þorkeil Bernharðsson sérfræðingur í nútímasögu Mið-Austurlanda segir að íslamsvæðing hafi átt sér stað i þessum heims-
hluta á síðustu árum sem ekki sjái fyrir endann á.
Alþjóðasamskipti
i víðu samhengi
Meistaranámi í alþjóðasamskiptum
við stjórnmálafræðiskor Háskóla
Islands var hleypt af stokkunum
í fyrrahaust en einnig er í boði dip-
lómanám í þessum fræðum. Um er
að ræða hagnýtt og fræðilegt nám
sem býr fólk undir margvísleg störf
hjá alþjóðastofnunum og -sam-
tökum, fyrirtækjum í útrás og opin-
berum stofnunum. Námið er ætlað
þeim sem lokið hafa BA eða BSc-
gráðu í einhverri grein. Meðal ann-
ars er lögð áhersla á fag- og fræða-
svið sem varða ísland miklu svo sem
Evrópufræði, varnar- og öryggismál,
fjölmenningu og alþjóðavæðingu,
smáríkjafræði og alþjóðaviðskipti.
Þverfaglegar áherslur
Baldur Þórhallsson lektor er aðalum-
sjónarmaður námsins og segir hann
að verið sé að auka fjölbreytni náms-
ins enn frekar. „Það sem við höfum
lagt áherslu á í náminu er þessi fjöl-
menning, Evrópufræðin, smáríkja-
fræðin, opinber stjórnsýsla og al-
þjóðaviðskipti. Það sem bætist núna
nýtt við og verður í fyrsta skipti
kennt á næsta ári er að stúdentar
geta sérhæft sig í alþjóðalögum og
mannréttindum, alþjóðalögum og
vopnuðum átökum, samtímasögu
ogþróunarfræði,“ segir Baldur.
Námið byggist að miklu leyti á
samvinnu ólíkra skora, deilda og
rannsóknarstofnanna Háskólans
og geta því nemendur sótt nám-
skeið sem kennd eru við lagadeild,
viðskipta- og hagfræðideild, mann-
fræðiskor og sagnfræðiskor svo
nokkuð sé nefnt. Baldur telur mjög
mikilvægt að nýta þá fagþekkingu
sem til sé á ýmsum fræðasviðum
innan háskólans. „Við höfum dá-
lítið verið að vinna hvert í sínu horn-
inu en hér erum við að gera tilraun
sem ég held að muni takast, að safna
saman kennurum úr mismunandi
deildum og bjóða nemendum upp
á heildstæðan pakka. Þeir geta því
bæði tekið námskeið almenns eðlis
en um leið gefst þeim kostur á að sér-
hæfa sig,“ segir hann.
Baldur leggur sérstaka áherslu á
þá sérhæfingu sem námið bjóði upp
á fyrir hvern og einn enda hafi verið
lagt upp með það að bjóða upp á fjöl-
breytt og þverfaglegt nám.
Námskeið virtra er-
lendra fræðimanna
Aukþess sem margir afhelstu fræði-
mönnum Háskóla íslands kenna
námskeið munu nokkrir virtir
fræðimenn við erlenda háskóla vera
með stutt námskeið. Má þar nefna
dr. Christopher Coker prófessor ví
alþjóðasamskiptum við London
Scbool of Economic og dr. Michael
Corgan prófessor við Boston háskóla.
Baldur Þórhallsson segir það hafa
verið mjög auðvelt að fá þá til að taka
þátt í þessu. „Það tók kannski tíma
og þeir koma ekki strax. Það getur
tekið eitt til tvö ár að fá þá hingað
enda eru þessir menn þekktir og
virtir og því eftirsóttir en það vilja
flestallir koma,“ segir hann.
Félagsvísindadeild Háskóla
í slands veitir frekari upplýsingar um
meistaranám í alþjóðasamskiptum.
BioSiB/Frikki
Baldur Þórhallson lektor í stjórnmálafræöi og aðalumsjónarmaður meistaranáms í
alþjóðasamskiptum.