blaðið - 25.03.2006, Side 40

blaðið - 25.03.2006, Side 40
40 I MEWNING LAUGARDAGUR 25. MARS 2006 blaðið Söngvari Buena Vista Social Club fallinn frá Kúbanski söngvarinn Pio Leyva sem hlaut heimsfrægð með hljómsveit sinni Buena Vista Social Club er látinn 88 ára að aldri. Levya lést úr hjartaslagi á miðvikudag en hann hafði átt við heilsubrest að stríða. Samstarf hans við gítarleikarann Compay Segundo náði aftur til sjötta áratugarins en Segundo sem einnig er fallinn frá var sennilega þekktasti meðlimur hljómsveitarinnar. Þeir endurnýjuðu samstarf sitt seint á tíunda áratugnum og stofn- uðu Buena Vista Social Club. Leyva sýndi snemma hæfileika á tónlistarsviðinu og þegar hann var aðeins sex ára að aldri vann hann sigur í samkeppni bongótrommu- leikara. Síðar á ævinni söng hann meðýmsum goðsagnakenndum kúb- verskum tónlistarmönnum á borð við Beny More og Bebo Valdes og tók þátt í gerð meira en 25 hljómplatna. Frægð og frami á gamals aldri Hljómsveitin Buena Vista Social Club öðlaðist frægð og frama um heim allan eftir samstarf hennar við bandaríska gítarleikarann Ry Coo- der. Plata hennar seldist sem heitar lummur víða um veröld og átti sinn þátt í að endurvekja áhuga fólks á hefðbundinni kúbverskri tónlist. Árið 1999 var frumsýnd kvikmynd þýska kvikmyndagerðarmannsins Wim Wenders um hljómsveitina. Kvikmyndin var tilnefnd var til Óskarsverðlauna og jók enn frekar Pio Leyva söngvari hinnar goðsagnakenndu hljómsveitar Buena Vista Social Club púar vindil á blaðamannfundi fyrir nokkrum árum. Leyva féll frá f vikunni, 88 ára að aldri. hróður Buena Vista Social Club. píanóleikari létust árið 2003 en Fjórir félagar sveitarinnar hafa söngvarinn Ibrahim Ferrer lést á fallið í valinn á síðustu þremur sjúkrahúsi í Havana í ágústmánuði árum. Segundo og Ruben Gonzalez 2005. Buena Vista Social Club kom til íslands árið 2001 og hélt tónleika í Laugardalshöll. Reykjavíkurborg - Einn vinnustaður Velferðarsvið wmm ■ ■ C°py/paste í Gallerí Fold Lilja Kristjánsdóttir opnar málverka- sýningu í Baksalnum í Galleríi Fold við Rauðarárstíg í dag kl. 15. Sýning- una nefnir hstamaðurinn Copy/Paste. Sýningin er hluti af sýningaröð ungra myndlistarmanna í Gall- eríi Fold og stendur til 9. apríl. Lilja Kristjánsdóttir er fædd 1971 og stundaði nám á listabraut Fjölbrauta- skólans í Breiðholti 1988-92, Mynd- hsta- og handíðaskóla íslands 1993-96 og sem Nordplusnemi við Konung- lega Listaháskólann í Stokkhólmi 1996. Eftir að Lilja útskrifaðist frá Myndhsta- og handíðaskóla ís- lands 1996 hélt hún áffam að mála drungalegar myndir af fólki. Helstu áhrifavaldar hennar voru forfeður hennar, ættmenni og ljósmyndir Þorsteins Símonarsonar. 1 dag eru forfeðraminnin að mestu horfin en drungalegar persónur og munstur gamalla muna komin í stað þeirra. Þetta er fjórða einkasýning Lilju. Listamanna- spjall Olgu Bergmann Á morgun kl. 15 ræðir Olga Bergmann um sýningu sína Innan garðs og utan í Listasafni ASÍ við Freyjugötu. Olga hefiir í samvinnu við hliðarsjálf hennar doktor B. um nokkurt skeið krukkað í möguleika erfðavísindanna og hugsanleg áhrif þeirra á þróun- arsöguna er til langs tíma er litið. Á sýningunni eru m.a. vett- vangsathuganir Olgu á atferh dýra, postulínsstyttur og leynisafn. Verkin á sýningunni fjalla um villta náttúru og tamda, dýrahf og hugmyndir um fr amtíðina sem meðal annars tengjast ævin- týrum og óljósum minningum. Aðgangur er ókeypis. Frumsamin messa Gunnars Þórðarsonar Búsetuþjónusta fyrir geðfatlaða Laust er til umsóknar starf hjá Búsetuþjónustu geðfatlaðra. Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að geta unnið vaktavinnu; morgunvaktir, kvöldvaktir og vaktir aðra hverja helgi. Starfið felur að mestu leiti í sér að styðja íbúa til sjálfshjálpar m.a. með því að styrkja þá til félagslegrar þátttöku þannig að þeir geti tekið sem mestan þátt í samfélaginu á sínum forsendum og þurfi sem minnst á stofnanadvöl að halda. Menntun og hæfni: Æskilegt er að umsækjandi hafi lokið félagsliðanámi eða hafi nám sem nýtist ístarfi. Ennfremur er æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af því að vinna með fötluðum. Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags. Skriflegar umsóknir berist Velferðarsviði Reykjavíkurborgar,Tryggvagötu 17, merktar"Búsetuþjónusta fyrir geðfatlaða"fyrir 15. apríl nk.. Nánari upplýsingar veitir Jóna Rut Guðmundsdóttir,forstöðumaður í síma 822-3078 eða á netfangið jona.rut.gudmundsdottir@reykjavik.is Velferðarsvið fer með ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t. barnavernd og félagsþjónustu. Það ber ábyrgð á að framfylgt sé stefnumótun og áætlanagerð í velferðarmálum,eftirliti og mati á árangri,samhæfingu og samþættingu í málaflokknun. Þróun á mati á gæðum velferðarþjónustu, tengslum rannsókna og þjónustu, nýsköpun og þróun nýrra úrræða í velferðarþjónustu. Að auki annast Velferðarsvið rekstur ýmissa úrræða. Vakin er athygli á stefnu Reykjavikurborgar um jafnan hlut kynja ístörfum hjá borginni.Atvinnu- auglýsingarmá einnig skoða á heimasiðu Reykjavikurborgar: www.reykjavik.is/storf. Hjá simaveri Reykjavíkurborgar,4 II 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Á morgun kl. 20 verður flutt frum- samin messa, Brynjólfsmessa, eftir Gunnar Þórðarson í Skálholtskirkju. Gunnar fékk meðal annars styrk úr Kristnihátíðarsjóði til að semja messuna og tileinkar hana 400 ára minningu Brynjólfs biskups. Fyrr um daginn eða kl. 16 verða flutt þrjú erindi um kveðskap Brynjólfs og tengsl hans við Maríu guðsmóður. Fyrirlesarar verða Sigurður Péturs- son, lektor í klassískum málum við H.Í., Einar Sigurbjörnsson, pró- fessor í guðfræði við sama skóla og Kári Bjarnason, handritafræðingur. Gunnar Þórðarson mun jafnframt segja frá tilurð messunnar sem flutt verður um kvöldið. Aðgangur er ókeypis á alla dagskrána. Viðburðirnir eru liðir í sérstakri dagskrá sem Hugvísindastofnun, Biblíufélgið og fleiri standa að í til- efni 400 ára fæðingarafmælis Brynj- ólfs Sveinssonar biskups. Dagskráin hófst í september síðastliðnum og lýkur í september á þessu ári. Leikritið„Emma og Ófeigur" sem Stoppleikhópurinn frumsýnir í dag er byggt á leikrit- inu Hamlet eftir William Shakespeare. Nýtt leikrit á gömlum grunni Stoppleikhópurinn frumsýnir í dag kl. 15 leikritið „Emma og Ófeigur" í Iðnó. Höfundur verks- ins er Árni Ibsen og vann hann það í samstarfi við leikhópinn og Völu Þórsdóttur. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir en leik- arar eru Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Sigurþór Albert Heimisson. Stoppleikhópurinn fagnar tíu ára leikafmæli sínu um þessar mundir en hann hefur sérhæft sig í sýningum fyrir börn og unglinga. Líkt og fyrri verk Stoppleikhópsins er „Emma og Ófeigur" ætlað yngsta aldurshópnum og fjallar um tvö ung- menni og raunir þeirra Leikritið er byggt á einu frægasta verki leikbókmenntanna „Hamlet" eftir William Shakespeare og í sýn- ingunni er blandað saman tónlist, leik, dans og trúðstækni.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.