blaðið - 25.03.2006, Side 54
541 FÓLK
FÖSTUDAGUR 25. MARS 2006 blaðið
borgarinn
ZOLA-VÆÐING
ÍSLENSKRA
RITHÖFUNDA
Smáborgarinn þjáist af skorti á and legri leið-
sðgn. Gegnum tíðina hefur honum verið
tamt að líta til helstu frelsisblysa íslenskra
hugsunar: rithöfundanna, sem nánastallir
eru á heimsmáelikvarða. Undanfarin ár
hafa þeir lítið skipt sér af hinni svokölluðu
„umræðu" og þar af leiðandi viðhaldið fá-
tækt andans í Smáborgaranum. Það er að
breytast. Þrír rithöfundar hafa látið heyra í
sér i vikunni og fyllt anda Smáborgarans af
slíkri dýpt að hann er nánast af kafna.
I byrjun vikunar afhjúpaði einn fremsti
hugsuður landsins að umfangsmikil
hergagnaframleiðsla eigi sér stað á Reyð-
arfirði. Það em vissulega sorgleg tíðindi
að fyrir austuan verki menn ákaflega
braðgóðan harðfisk og framleiði jöfnun
höndum skriðdreka og stýriflaugar fyrir
Bandaríkjaher. Eins og hendi væri veifað
eru austfirskir sjómenn og bændur orðnir
andlega skyldir ráðamönnum í Pentagon:
heimsskautahaukar.
Annar rithöfundur kvað sér hljóðs í
vikunni. Þessi rithöfundur er ekki síður
mikilvægur, enda hefur hann fært óyggj-
andi sannanir fyrir því að hér á íslandi riki
einræði og skoðanakúgun af verstu sort.
Hann hefur miklar áhyggjur af því að fólk
lesi blað sem hann augljóslega er ekki
hrifinn af. Þess vegna skrifar hann einmitt
i þetta blað og furðar sig á því að fólk lesi
blaðið. Einnig furðar hann sig á þvi að fólk
láti þetta blað raska ró sinni. Þessi rithöf-
undur hefur einmitt sýnt íslensku þjóðinni
ákaflega gott fordæmi síðustu árin með
því að láta þetta blað alls ekki raska rósinni.
Það er fólki eins og Smáborgaranum hollt
að geta tekið slíka menn til fyrirmyndar.
Þriðji rithöfundurinn sem tendraði
hug Smáborgarans reit stórkostlega grein
í Morgunblaðið i gær. I þeirri grein bendir
hann á þá augljósu staðreynd að íslenskir
borgarar beri ábyrgð á morði á palestínskri
stúlku vegna þess að íslenskir ráðamenn
hafa hvorki lesið Njálu né aðrar (slendinga-
sögur nægilega vel. Auk þess ítrekar hann
að alþjóðasamfélaginu verði vart bjargað
nema Islendingar hysji upp um sig brækum-
ar og deili hinum einstaka friðarboðskap ís-
lenskrar menningar með umheiminum.
Það er ákaflega gott þegar íslenskir rit-
höfundar koma ofan úr fjöllum, rétt eins
og Zaraþústra forðum eða eins og Giljagaur
og bræður hans gera árlega, og deila visku
sinni með okkur smáborgurunum. Þetta
setur islenska menningu líka í stærra sam-
hengi: Frakkar eru fátæk þjóð, þeir áttu
bara einn Zola, við Fslendingar eigum slíka
menníþúsundatali.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Óskar Bergsson, frambjóðandi Framsóknarflokks
Er einföld Sundabraut ekki
inni í myndinni?
„Þetta kemur okkur alveg í opna skjöldu. Þetta hefur aldrei verið í umræðunni
og kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þetta kemur ekki til greina að okk-
ar mati, það er alveg á hreinu.Við munum kynna okkar hugmyndir í málinu
í næstu viku.“
Dagur B. Eggertsson hefur kastað fram þeirri hugmynd að Sundabraut verði lögð einbreið upp á Kjalarnes.
Lachey sýnir tilíinningar
Söngvarinn sykursæti, Nick Lachey, tók upp lagið What’s Left Of Me sama dag og fyrrverandi
eiginkona hans, Jessica Simpson, sagðist vilja skilnað.
Lagið, sem er fyrsta smáskífulag nýjustu plötu hans, var tekið upp rétt fyrir þakk-
argjörðarhátíðina sem hann áformaði að eyða með sinni heittelskuðu. Símtal frá
Simpson þar sem hún sagði sambandinu lokið batt enda á vonir hans.
Lachey, sem söng áður með strákasveitinni 98 Degrees, sýnir á sér nýja tilfinn-
ingalega hlið á nýju breiðskífunni sinni sem kemur út 23. maí.
„Platan er mjög persónuleg," sagði Lachey í viðtali við Mtv sjónvarpsstöðina.
„Hún er hálfgerð dagbók fyrir síðastliðið ár í lífi mínu.“
Skinner stal tuskutigri
Breski rapparinn Mike Skinner hefur beðið þýsk lögregluyfirvöld afsökunar vegna þjófnað-
W cr T ar a risastóru tuskutígrisdýri.
J i „Ég bið þýsk lögregluyfirvöld afsökunar," sagði Skinner í yfirlýsingu um málið. „Tí-
grinum stal ég af bensínstöð á þjóðveginum milli Hamborgar og Köln um klukkan
þrjú um nótt, eða var það á rnilli Hamborgar og Berlin? Ég man það ekki.“
Skinner segir tígurinn hafa litið einmanalega út á milli klámblaða og vélarolíu.
Starfsmaður bensínstöðvarinnar tók ekki eftir því þegar ég stal honum en ég geri
mér fulla grein fyrir því að hann er yfir 16.000 þúsund króna virði. Ef hann hefur
samband við mig skal ég skila Tony (nafnið sem við gáfum honum) með því skil-
yrði að ég verði ekki kærður.“
Pitt ennþá sœtur
Talsmaður hins bráðhuggulega Brad Pitt harðneitar þrálátum orðrómi um að eitthvað sé að
andliti leikarans en sjónarvottar segja að hann hafi mætt á veitingastað í Frakklandi marinn
og blár.
„Hann var með ljótt mar í andlitinu, sprungna vör og glóðarauga," sagði ónefndur
sjónarvottur. Ýmsar sögur fóru á kreik um ástand leikarans og birti slúðurpressan í
Hollywood frásagnir fólks sem sagðist hafa séð leikarann í slagsmálum. Aðrir sögðu
hann hafa lent í bílslysi á meðan enn aðrir töldu hann hafa lent í ofbeldisfullu rifrildi
við kærustuna sína, Angelinu Jolie.
Talsmaður Pitt neitar öllum sögusögnum og segir Brad ennþá vera með þeim fríð-
ari í Hollywood.
VIÐSKIPTI &
FJÁRMÁL
HEIMILANNA
Mánudaginn 27.mars.
mmmmmmmmmmmmmm
Auglýsendur, upplýsingar veita:
K'olbiúii Ragnansdóttir * Simi 510 3722 • inm 848 0231 • kolla#bladid.net
Ellert Ágúst Pálsson • Sími 510 3746 • Gsm 869 9903 • elli@bladid.net
Bjarm Danielsson • Simi 510 3725 • Gsm 856 4299 • bjarni@bladid.net
eftir Jim Unger
Jim Unger/dist. by Uniled Media, a001
Ég held nú samt að við ættum að grafa göng.
HEYRST HEFUR...
Akveðið hefur verið að hefja
viðræður um framhald
varnarsamstarfs íslands og
Bandaríkjanna í næstu viku. Þá
kemur hingað til lands banda-
rísk sendinefnd sem skipuð
verður fulltrúum úr utanríkis-
og varnarmálaráðuneytinu. Nú
velta margir vöngum yfir því
hver verði formaður íslensku
samninganefndarinnar. Albert
Jónsson sendiherra var formað-
ur íslensku
samninga-
nefndarinn-
ar í síðustu
lotu viðræn-
anna sem
lauk með
því að einn
af aðstoðar-
utanríkisráðherrum Bandaríkj-
anna hringdi í Geir H. Haarde
utanríkisráðherra og sagði hon-
umað málið væri útrætt, Banda-
ríkjamenn
hefðu ákveð-
ið að flytja
orrustuþot-
urnar og þyrl-
urnar á brott.
í utanríkis-
ráðuneytinu
telja menn
líklegra en hitt að Albert Jóns-
son fari áfram fyrir íslensku
samninganefndinni. Snjallt sé
að gera ekki breytingu nú enda
þekki Kanar vel hörku Alberts
og hreina þrjósku. Aðrir við-
mælendur segja að sjónarmið-
um íslenskra stjórnvalda allt frá
upphafi valdatíðar Davíðs Odds-
sonar hafi verið hafnað svo
afdráttarlaust með símtalinu
fræga að ekki komi til greina
að Albert Jóns-
son fari fyrir
nefndinni.Nið-
urstaðan er
því sú að verði
Albert formað-
ur samninga-
nefndarinnar
sýnir það að
ríkisstjórnin ætlar að sýna fulla
hörku í málinu.
Sérfræðingar í diplómasíu
segja eðlilegt að hefja við-
ræðurnar með þessum hætti.
Þær séu nú á upphafsreit og
eðlilegt sé að möppudýr úr ráðu-
neytunum kanni jarðveginn
áður en hákarlarnir tala saman.
Fulltrúar fslands bíða spennt-
ir eftir tillögum Bandaríkja-
manna og munu krefja embætt-
ismennina um skýr svör. Innan
úr kerfinu heyrist aftur á móti
að ekki sé búist við því að þau
verði gefin á fundinum hér á
landi i næstu viku. Á sama tíma
gera Kanar allt hvað þeir geta til
að flýta brottflutningnum með
tilheyrandi uppsögnum í Kefla-
vík. Ef eitthvað er hefur fýlan í
garð Bandaríkjamanna frekar
aukist á síðustu dögum á æðstu
stöðum í stjórnkerfinu.
Vera kann að varnarmálin
komi til tals á NATO-fundi
í Búlgaríu í næsta mánuði fari
svo að Geir H. Haarde eigi þar
viðræður við
Condoleezza
Rice, utanrík-
isráðherra
Bandaríkj-
anna. Kerfisk-
arlar segja að
enginn grund-
völlur sé fyrir formlegum fundi
utanríkisráðherranna um
varnarmálin. Trúnaðarbrestur
hafi orðið með einhliða ákvörð-
un Bandaríkjamanna og búast
megi við því að íslendingar
fylgi kröfum sínum eftir af
fullum þunga.