blaðið

Ulloq

blaðið - 30.03.2006, Qupperneq 24

blaðið - 30.03.2006, Qupperneq 24
24 I FERÐALÖG FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöið Ferðafrömuð- ur íslands Gestir sem leggja leið sína í Fifuna í Kópavogi um helgina geta einnig kynnt sér þá fjölbreyttu ferðamögu- leika og afþreyingu sem í boði eru hér á landi á sýningunni Ferðatorg 2006 sem haldin er í Smáranum við hliðina á Fífunni, frá föstudegi til sunnudags. Öll ferðamálasam- tök landsins - átta talsins - standa að Ferðatorginu sem nú er haldið í fimmta sinn. Sýningin Matur 2006 verður haldin á sama stað en tæplega 400 fyrirtæki bjóða til sælkeraveislu í Fífunni um helgina og kynna spennandi heim íslenskrar matargerðarlistar. FERD.IS Út f heim með Ferð.is ÖRFÁ DÆMl UM I •'LUGVERD HJÁ OKKUR Á FERD.IS Bangkok 52.000 Beijing 52.500 Bali 60.600 Boston 26.000 Cairo 16.000 Chicago 32.000 Christchurch 79.900 Izmir 27.500 Los Angeles 33.300 Lanzarote 23.100 Mexico 45.400 New York 24.800 Örlando 40.000 Shanghai 60.400 Singapore 55.400 Svdney 85.000 Tenerife 29.600 Flugverð frá Danmörku báðar leiðir án skatta www.Ferd.is Nánari upplýsingar í sínia: 846 2510 Eldfjallaeyjan fagra Hin gríska Santoríní er þekktfyrir sitt sérkennilega og dularfulla landslag, magnaða menningu og bragðríkan mat. Áður fyrr var eyjan kölluð Kalliste, sú fagra, vegna sérlegrar fegurðar hennar. Eyjan er hálfmánalöguð og hefur myndast smám saman, frá forsögu- legum tímum. Síðasta stóra gosið þar varð fyrir 3600 árum og hafa menn velt því fyrir sér hvort það kunni að skýra eina söguna um plág- urnar sem dundu yfir Egypta sam- kvæmt Biblíunni. Frá þeim tíma eru lítil gos algeng, nýlegast árið 1950 sem fæddi af sér tvær minni eyjar, Paleu og Neu. Undir metraþykku gjóskulagi liggja fornar rústir sem hafa gjarna blásið glæður í sögur um hina týndu borg Atlantis. Talið er að eyjan hafi verið i byggð allt frá þvi 3000 árum f. kr. en hún hefur verið setin af nokkrum ólíkum þjóðum. Tyrkir réðu þar ríkjum frá 1579-1821 en eyjan hefur alltaf þótt liggja vel enda í stuttri fjarlægð frá helstu höfnum austur-miðjarðar- hafslandanna. Náttúrufegurð, saga og menning hafa fætt af sér margvís- lega afþreyingarkosti eyjarinnar. Bragðmikil matarhefð Matarmenning eyjaskeggja þykir bera með sér forna menningar- strauma og hráefnið sem ræktað er á eynni er auðþekkjanlegt á sérstæði sínu enda ræktað í vikurríkum jarðvegi sem orsakar fyllra bragð. Dvergtómatar eyjunnar eru sérlega ljúffengir, skærrautt þykkt ysta lag og vottar fyrir dásamlegri beiskju í kjötinu. Caper lauf eru annað sér- stæði í framleiðslu eyjaskeggja sem gefa fræbelgjunum ekkert eftir og henta vel í margvíslega pastarétti og salöt. Sérstæðar gular linsubaunir eru uppistaðan í sérlegum rétti eyjar- innar, fava, auk jógúrtköku, hrísbúð- ings og sítrónuböku. Á eynni er milt loftslag, þar er 19 stiga meðalhiti í maí og 27 gráðu meðalhiti í ágúst. Auðvelt er að komast til eyjunnar frá Aþenu sem tekur um fjörutíu mínútur í flugi. Atson seölaveski til fermingagjafa Ókeypis nafngylling fylgir. VííMtf'.h XítvKlaniM Leóuriójan ehf. Brautarholti 4, sími 561 - 0060 Út um helgina British Airways Hið rótgróna flugfélag British Airways hóf flug til Keflavíkur nú í vikunni og eykur það á samkeppni á markaðnum. Hægt er að skrá sig í flugklúbb British Airways til morgun- dagsins og njóta helmingsaf- sláttar af flugmiðum á milli Keflavíkur og Lundúna. Verð á miðum aðra leið er frá 6.073 kr. Einnig býður þessi aðild félögum upp á 20% afslátt af hótelgistingu í borginni. Frekari upplýsingar á www.ba.com SAS Skandinavíska flugfélagið SAS hóf einnig flug nú í vikunni á milli Keflavíkur og Osló. Þaðan má fljúga áfram til margra áfangastaða í Noregi og getur verðið á innanland- smiðum verið ffá um fimm þúsund krónum. Ef farið væri í helgarferð nú á föstudag til mánudags kostar fargjaldið 33.580 - lægsta mögulega fargjald í slíka ferð er almennt 18.180 kr. en þau eru uppseld fyrir þessa helgina. Frekari upp- lýsingar um áfangastaði SAS í Noregi er að finna á www.flysas. is eða í þjónustusíma 588-3600. Icelandair Á vef Icelandair er að finna fjöldamörg tilboð á ferðum viða um heiminn. Berlín frá 23.900 með sköttum Ferðatímabil til loka október. Sölutímabil til og með 2. apríl. London frá 19.900 með sköttum Ferðatímabil 1. maí - 31. ágúst. Sölutímabil til og með 2. aprfl. Manchester frá 19.900 með sköttum Ferðatímabil til 28. mars 2007. Sölutímabil til og með 2. aprfl. Osló frá 22.900 með sköttum Ferðatímabil til loka september. Sölutímabil til og með 2. aprfl. Stokkhólmur frá 22.900 með sköttum Ferðatímabil til loka september. Sölutímabil til og með 2. apríl. San Francisco frá 39.900 með sköttum Ferðatímabil 17. mai -15. júni. Sölutímabil til og með 7. aprfl Tilboðsferð til Parísar Pakkaferð til Parísar 31. mars - 3. aprfl. Verð á mann í tvíbýli f 3 nætur kr. 46.900.- Iceland Express Hjá Iceland Express er boðið upp á ódýr flugsæti i Heita pott- inum og þar gfldir að fylgjast vel með því þau fara hratt út eftir að þau eru sett í pottinn. Sérstök tilboðsverð eru einnig á 600 flugsætum á 6.000 kr. í samstarfi Iceland Express og Spron, e-kortsins.Hægt er að bóka sæti til 3i.mars en nánari upplýsingar um tilboðið er að finna á www.ekort.is. Fótboltaferð í apríl Reading - Stoke, VlP-ferð á 39.900 krónur á mann. Frek- ari upplýsingar er að finna á www.expressferdir.is.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.