blaðið - 30.03.2006, Side 26

blaðið - 30.03.2006, Side 26
FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö Er aldurinn aístœður? Hverjir eru kostir oggallar þess að makinn sé mörgum árum yngri, eða eldri? Stórstjörnur á borð við Cameron Diaz, Catherine Zeta Jones og Demi Moore eru ekki einar um að eiga menn sem eru miklu eldri, eða yngri en þær sjálfar. Að láta sig aldurinn litlu varða virðst hreinlega vera í tísku um þessar mundir en síðan á sjötta áratug síðustu aldar hefur aldursbil umfram fimm ár á milli para, aukist um heil 36% Og öllu áhugaverðari er sú staðreynd að samböndum, þar sem konan er töluvert eldri en maðurinn, hefur fjölgað um meira en helming. Það eru reyndar ekki til neinar tölfræðilegar úttektir á þessu sambandsformi í þeim tilfellum þar sem pör búa saman í óskráðri sambúð, -en það er talið er að áberandi aldursmunur sé algengari í þessum samböndum, þar sem fólk sem ekki setur upp hringana er oft minna undir áhrifum hefða eins og það fólk sem gengur í það heilaga. Um leið og hlutverkaskiptingar karla og kvenna jafnast út innan heimilisins sem utan, hefur sjóndeildarhringur okkar hvað varðar valið á hinum fullkomna maka einnig breikkað. „Hvítlökkuð girðing, jeppi, 9-5 vinna og tvö falleg börn“ er ekki endilega lengur sú hugmynd sem fólk gerir sér fullkomið (fjölskyldu)líf og sambönd okkar eru á allan hátt fjölbreyttari en þau voru hér áður fyrr. í dag skiptir það meira máli að persónuleikar fólks, áhugasvið og lífsskoðanir fari saman, frekar en aldurinn sem er skráður í vegabréfin. Fimmtug og flott Hér áður fyrr var fólk svo gott sem komið í grtjfina eftir þrítugt. Það er kannski fullsterkt til orða tekið, en ekki verður hjá því komist að átta sig á þeirri staðreynd að konur og karlar virðast á flestan hátt vera ung, heilbrigð og virk, töluvert lengur en í gamla daga og þá á ég við fólk á aldrinum 30-50 ára. Ef við sinnum okkur rétt er ekkert sem segir að kona eða karl á fertugsaldri geti ekki líkamlega staðið jafnfætis manneskju sem u.þ.b. tíu árum yngri. Og andlega eru þarfir okkar stöðugt að breytast. Sumir fæðast gamlir, verða svo ungir um fertugt og öfugt. Þetta aukna heilbrigði okkar gæti verið ein ástæða þess að nú á 21. öldinni setjum við það síður fyrir okkur að meira en fimm ára aldursmunur sé fyrir hendi, jafnvel þó að hann sé á bilinu tíu til tuttugu ár. 1 stað þess að lyfta brúnum yfir aldursmuni hafa vinir ogkunningjar nýja parsins yfirleitt meiri áhuga á að heyra hvernig kynnum þeirra var háttað heldur en að fussa yfir aldursmuni og koma með vondar spár um að þetta eigi nú ekki eftir að ganga. Viðmælandi okkar sem hefur átt í tæplega tveggja ára sambandi við mann, rúmlega tíu árum yngri en hún sjálf, segir að það sem heilli hana mest við unga kærastann sé ákafi hans fyrir lífinu -og náttúrlega henni sjálfri. Önnur frjálslynd á fertugsaldri segir að flestir jafnaldrar hennar sem hún hafi hitt til þessa séu of uppteknir af fortíð hennar og fyrri samböndum til að hún treysti sér til að byggja upp eitthvað með þeim, en nýi vinur hennar, sem er sjálfur töluvert eldri en hún, sættir sig við hana eins og elskar hana eins og hún er í fortíð og nútíð. Elskan á inniskónum Og talandi um nútíðina þá eru einmitt mörg pör af þessari tengund Fimmtán ára aldursmunur er á glæsiparinu Ashton Kutcher og Demi Moore en þau láta það sig litlu skipta, enda er aldur afstæður og kemur ekki í veg fyrir að fólk verði ástfangið. semtalaumaðþaulifieinmittmeira við jafnaldra sína. Þó er ekki laust ínúinuenþegarþauvoruísambandi við að annað slagið læðist að þeim bakþankar þegar spurningin um hvernig þetta verði eftir tíu, tuttugu ár bankar uppá. Fólk og þarfir þeirra breytast stöðugt eftir því sem árin færast yfir. Ellilífeyrisþegar eru ekki algengir gestir á skemmtistöðum miðborgarinnar og það eru afskaplega fá ungmenni sem láta sjá sig í föndurhópum eða skipulaðri félagsvist, hvað þá á bingókvöldum í Vinabæ. Það er vitað mál að það eiga alltaf eftir að mæta parinu ákveðnar áskoranir sem þau verða að takast á við og um leið gera upp við sig hversu miklu þau eru tilbúin til að fórna fyrir sambandið, ef það á að endast til frambúðar. Því meiri sem aldursmunurinn er, því meira þarf að íhuga. Eru báðir aðilar til dæmis tilbúnir til að viðurkenna að annað ykkar á eftir að verða gamalt, töluvert á undan hinu? Kannski á hlutverk yngri aðilans eftir að breytast frá ástkonu/manni yfir í umsjónarkonu/mann og það verður sífellt erfiðara fyrir þig að draga elskuna á inniskónum út að dansa við aðra tónlist en tangó og vals. Þetta eru vandamál sem eftir að koma upp og þá þarf að horfast í augu við þau og taka á þeim, en hvað sem því líður þá má hugga sig með þeirri staðreynd að öll sambönd, hjónabönd og sambúðir þurfa á málamiðlunum að halda. Fólk þarf alltaf að sætta sig við hluti í lífi hins aðilans sem ekki samræmast hugmyndum hins um fullkomna framvindu mála. Leiðir ástarinnar eru aldrei auðveldar og hvers vegna ætti þá að láta eitthvað á borð við nokkura ára aldursmun koma á milli þín og hinnar, eða hins eina sanna? margret@bladid.net Vaxtalaus greiðslukjör í allt að 24 mánuði (visa/euro) Engin útborgun Sjóntækjafræöingur meö réttindi til sjónmælinga og linsumælinga GLERAUGNAVERSLUN Gleraugað í bláu húsunum við Faxafen Sími:568 1800 WARNEICSdoaor flllir Uiorner's Brjóstahaldaror 4.400 kr. vcrö óður allt að 7.200 kr. Síðumúlct 3, sími: 553 7355 Opið virko cloga kl: 11 - 18, laugardago kl: 11-15

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.