blaðið - 30.03.2006, Side 38

blaðið - 30.03.2006, Side 38
38IFÓLK FIMMTUDAGUR 30. MARS 2006 blaöiö borgarinn VÖLUSPÁ Smáborgarinn skemmtir sér oft óborgan- lega þegar hann veltir fyrir sér skyldleika oróanna. Svona eins og margir með skyld- leika mannanna. Margar orðsifjar eru slikar að þær setja skilning Smáborgarans á ver- öldinni í allt annað samhengi. Gefa honum svigrúm landnáms handan hins þekkta og kannaða. Smáborgarinn hefur engin sérstök vísindi fyrir sér við þessa iðju sína svo hér reynir allverulega á almenna skynsemi. Ekki ervanþörfá. Smáborgarinn hefur oft og einatt tekið eftir því þegar hann fer í gegnum fræðin íslensku að íhaldssemi gegnsýrir skýringar fræði- manna á hinum fornu fræðum Völuspár. Fyrst þegar Smáþorgarinn lagði það fyrir sig að kanna sögu kvæðisins og merkingu þess þótti honum megnið af útskýringunum sam- hengislausar, fumkenndar og sumar hverjar algerlega óskiljanlegar. Það var ekki fyrr en farið var í náskyld fræði annarra og nátengdra þjóða eins og goð- sagnir Kelta, já og goðsagnir almennt sem Smáborgarinn áttaði sig á því að fræðunum Völvu hafði verið velkt í höndum furðulost- innaguðhræddra mannasem hölluðu sérað einguðnum fremur en öðrum guðum, hvað þá gyðjum. Þannig var ósköp fátt um fína drætti þegar Smáborgarinn gerði leit að fræðimönnum sem kunnu meira fyrir sér en faðirvorið. Auðvitað eru þetta svolitlar ýkjur en ekki fjarri lagi þó. Öldum og áratugum saman hafa miðaldra menn velt fyrir sér Völuspá, þessum innstu rökum íslenska menningar- arfsins, og komiðfram með heldurfurðuleg- ar hugmyndir margir hverjir. Sem sérkenni- lega oft missa algerlega marks og skýra fátt. Kannski skortir þá skilning á þeim farvegi sem spáin ersprottin úr. Einhverju sinni hitti Smáborgarinn vísinda- mann sem sagðiað upphaf vísindanna mætti auðvitað rekja til þess hve forvitin maðurinn væri um konuna. Vísindamenn væru eins og litlir strákar sem vildu kíkja undir pilsin. Smá- borgarinn er auðvitað hrokafullur en finnst eins og það hafi kannski þurft konu til að benda á hið augljósa (goðsagnafræðunum íslensku. Séu orðsifjarnar skoðaðar verða málin svo dásamlega einföld. Völva er sú er segir frá í Völuspá. Völva. Seiðandi orð. Kannski ekki að ástæðulausu. Orðið er borið nákvæmlega eins fram á skyldri tungu. Völva. Vulva, skrif- að á ensku. Smáborgaranum er kannski einum um að þykja þetta augljóst. En segir þetta ekki allt sem segja þarf? Það þarf líklega kvenlegt innsæi til. HVAÐ FINNST ÞÉR? Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður. Ertu truntulegur? „Nei, alls ekki. Allra síst við menntamálaráðherra sem átti erfiðan dag og brást því ókvæða við ágengum spurningum okkar um framtíð Háskóla íslands." Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, var beðin um að gæta orða sinna í umræðum í gær af forseta Alþingis. I umræðum um málefni Háskólans sagðist hún vona„að háttvirtir þingmenn hætti nú að vera svona truntulegir." Mischa Barton hefur skotist griðarhratt upp á stjörnuhimin- Isabella Rosselini fór alla leið til Perú á frumsýningu næstu kvikmynd- inn í Hollywood og lifir nú lífi stórstjörnu. A dögunum var ar sinnar, The Feast of the Goat. Myndin er gerð eftir sögu Mario hún sérstakur gestur aðalhönnuðar Bebe fatalínunnar þegar Vargas Llosa frá Perú og mætti hann líka á sýninguna í Lima. nýjasta tískulínan var kynnt í Los Angeles. Gamli refurinn Tom Jones var kampakátur Destiny's Child stúlknahljómsveitinni, sem reyndar er í „pásu" þessa dagana, var veitt eftir að Ellsabet II Englandsdrottning sló stjarna á Frægðargöngu Hollywood I gær. Þær mættu hressar þrátt fyrir rigningu og hann til riddara í Buckinghamhöll. brostu slnu breiðasta. eftir Jim Unger SERBLAÐ BILAR Mánudaginn 3.apríl = blaöió^ --!■■■■ Auglýsendur, upplýsingar veita: O Pc.;:: : lót .f • .'N ’ |0 371 • !! ^.46 (líO ! • :: ;! Eiten Ágúst Ráasori • Simí 510 37• tísm : idia • e •■;:,-: • . ■ ■•■■: imi@I ■ ■ ■ Nákvæmlega hvað er júmbóborgari? 6-11 © Jim Unger/dist. by Unlted Media, 2001 HEYRST HEFUR... Eins og greint var frá hér í Blaðinu um daginn lét ís- landsóvinurinn og snobbkrydd- ið Victoria Beckham svo um mælt á dögunum að hún vildi fremur skera af sér handlegg- ina og hárlengingarnar en að auglýsa fyrir frystivörukeðjuna Iceland, sem er í eigu Baugs. Núverandi „andlit“ Iceland er hin barmvæna Kerry Katona, sem gerði garðinn frægan með stúlknasveitinni Atomic Kit- ten, og henni var ekki skemmt yfir drambi frú Beckham í garð Iceland. Talsmaður hennar lét enda i sér heyra vegna málsins og sagðist vel vita hvers vegna Iceland fékk fr. Katona til starf- ans fremur en frú Beckham. „Þá vantaði unga móður, ekki miðaldra móður.“ Ái... Ofurbloggar- inn Ossur Skarphéðinsson fer mikinn í málgagni sínu (ossur.hexia.net) og tekur vörn ís- lenskubankanna. Segir hann þá ná að beisla sköpunaþrá hinnar ungu, velmenntuðu kynslóðar, sem geti fundið viðnám krafta sinna hér heima á Fróni. Það sé eitthvað annað en hann hafi mátt kynnast þegar hann stóð á lopapeysu á hafnarbakk- anum nýkominn úr námi á kostnað Margrétar Thatcher. Hins vegar átelur Össur Morg- unblaðið fyrir fréttaflutning sinn af málefnum bankanna að undanförnu og segist sem gam- all ritstjóri þekkja það hvað að baki býr þegar rekið sé upp gól á forsíðu. Þarna vísar Össur til áranna sinna á Þjóðviljanum, en þar á bæ var það kallað gól þegar blaðið sló einhverjum vandlætingum á forsíðu, yfir- leitt til þess að komast hjá því að ræða eitthvað annað óþægi- legra... ■■ Oissur þykist viss um að „Danski Moggi“ muni fjalla um skrif sín á næstöft- ustu síðu inn- an skamms og segja eitt- hvað á þá leið að bankarnir séu líklega líka búnir að kaupa Össur Skarphéðins- son. Má vera. En það er samt gaman að sjá gamla Þjóðvilja-brýnið gerast málsvara auðvaldsins! En það er kannski í stíl við annað; herra Ólafur Ragnar Grímsson hefur lengi lofsungið útrásar- furstana, Svavar Gestsson dró penna sinn úr slíðri fyrir ís- lenska auðmenn i dönsku press- unni á dögunum og svo mætti áfram telja. Er þess varla langt að bíða að Hjörleifur Guttorms- son komi fram í auglýsingu fyr- ir einhvern bankann... Egill Helga- son veltir því fyrir sér á bloggi sínum (www.visir. is/silfur) hvort Pétur Gunnars- son hafi verið ráðinn fréttastjóri á Fréttablað- ið til þess að friða framsóknar- menn, sem munu hafa verið fúlir út í ritstjórnarstefnuna. Minnir Egill á að Pétur hafi ver- ið harður gagnrýnandi Frétta- blaðsins og Baugsmiðlanna og setið í fjölmiðlanefndinni fyrir tveimur árum. Hlakkar Egill til þess að lesa leiðara eftir Pétur...

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.