blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 14
H blaðið Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. NAUÐSYN OPINBERRA AFSKIPTA Almennt er það afstaða Blaðsins, að lykillinn að heilbrigðu þjóð- lífi felist í því að hið opinbera sé sem minnst að flækjast fyrir þjóðinni. Þannig fái þjóðin best þrifist. Það liggur enda í augum uppi að hver og einn er meiri sérfræðingur í sér og sínum högum en nokkurt stjórnvald, sérfræðinganefnd eða þverfaglegur starfshópur. Umsvif hins opinbera eru veruleg hér á landi. Nærri liggur að önnur hver króna sé hirt af borgurunum til þess að hið opinbera - ríki eða sveitarfélög - geti útdeilt henni af ómetanlegri stjórnvisku sinni. Til þess þarf auðvitað her manns og lætur nærri að þriðji hver vinnandi maður á íslandi fáist við það, að koma í lóg þeim fjármunum, sem hinir tveir afla. Nú skal því ekki haldið fram að þriðjungur vinnufærra Islendinga fá- ist við óþarfa; megnið af þessu fólki sinnir veigamiklum störfum á sviði mennta- og heilbrigðismála, aðrir gæta laga og reglu og þar fram eftir götum. En það er engan veginn sjálfgefið að hið opinbera og aðeins hið opinbera eigi að sinna öllum þeim verkefnum, sem það hefur einhverju sinni tekið sér fyrir hendur. Þróunin hefur hins vegar öll verið á hinn veginn og veldur vafalaust miklu að hér á landi hefur aldrei átt sér stað ærleg umræða um verk- efnaskrá hins opinbera. Stjórnkerfið og hugmyndir um hlutverk þess þágu íslendingar að meira eða minna leyti að utan, eðli skrifræðisins er að þenjast út og mannlegt eðli er á þann veg, að þeir stjórnmálamenn hafa reynst fágætir, sem vilja minnka völd sín, áhrif eða aðgang að fjár- munum almennings. Að því leytinu kemur það í annarra hlut - skattborgara, verkalýðs- hreyfingar, fjölmiðla og atvinnulífs, svo nokkrir séu til nefndir - að halda stjórnvöldum við leistann sinn. Þeim mun meiri furðu vekur athafnaleysi ríkisstjórnarinnar undan- farnar vikur, nú þegar við blasa erfið úrlausnarefni í málum þar sem hlutverk stjórnvalda er öldungis óumdeilt. Því verður ekki trúað að ráða- menn séu svo einangraðir, að þeir finni ekki hina vaxandi spennu í þjóð- félaginu: áhyggjur af efnahagsástandinu, ugg um fjárhag heimilanna og hag atvinnulífsins. Samt láta ráðherrar eins og slík umræða sé frekar hvimleitt suð og taka því fjarri að ræða aðgerðir hvað þá meir. Um réttarfar hafa menn sagt, að ekki sé nóg að réttlætið nái fram að ganga, það þurfi að sjást, að réttlætið nái fram að ganga. Hið sama má segja um framkvæmdavaldið. Áríðandi er að stjórnvöld sýni að þau geti stjórnað þegar þörf er á. Nú er þörf. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aöalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. www.markisur.com Dalbraut 3,105 Reykjavik • Nánari upplýsingar í síma 567-7773 og 893-6337 um kvöld og helgar VILTU SKJÓL Á VERÖNDINA? MARKISUR 14 I ÁLIT MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöiö Vi-p f SJALRSTÆtíiS'FLoKKNUM HÖ-FUM, At> VTLÍHUGUCU MAU, SKVE-t»f> A-f) EPKA EKKi ritEKAR KoSní^öaloFoiu? OKKbR.; n SKUTLUM BÓRMl/NUM YKKAR A MÁMSKftP." Hækjan og heltin Það er ósanngjarnt að kenna hækj- unni um heltina. Því er það varla réttlátt hvernig allir brimskaflar sem yfir ríkisstjórnina ganga brotna á Framsókn. Hækjunni undir íhald- inu er kennt um heltina af þorra kjósenda. Kannski vegna þess eins að það voru bundnar væntingar við Framsókn. Fulltrúa félagslegra sjón- armiða í ríkisstjórn með hægrisinn- uðu íhaldi til sjávar og sveita. Flokkurinn er það ekki lengur. Öllum pólitískum prinsippum rú- inn eftir síðustu ár í samstarfinu. Undanslátturinn við íhaldið gengd- arlaus. Allt falt fyrir völdin að virð- ist ogylinn af hlýjunni sem streymir frá stóra bróður. Eða streymdi öllu heldur áður en Framsókn gerði þau grundvallarmis- tök að sparka stólnum undan Davíð. Síðan andar köldu og íhaldið bíður átekta eftir hefndum. Þær munu koma. Undanslátturinn við íhaldið Síðasti undanslátturinn við Sjálf- stæðisflokkinn er Ríkisútvarpið. Sá er nú aldeilis dæmalaus og í þetta sinn án nokkurra útskýringa. Fyrir ári kom ekki til greina að RÚV yrði hlutafélag. Ekki yfir Framsókn dauða. En nú? Jú, ekkert mál. Sjálf- stæðisflokkur fær sitt fram. Stundum held ég að framsóknar- mönnum sé ekki sjálfrátt eftir að Hrunadansinn hófst. Allt gengur þeim í mót. Stuðningurinn við inn- rásina í írak skiptir þar miklu. Þar munaði litlu að baídandið brysti endanlega. Smánarblettur á Fram- sóknarflokknum sem þeir komast aldrei fram hjá. Líklega mestu mistök nokkurs Framsóknarformanns frá stofnun flokksins fyrir 90 árum. Þá lendir óstöðugleikinn í efnhagsmálum í kjöltu Halldórs forsætisráðherra þegar ábyrgðin er íhaldsins í raun. Aftur; hækjunni kennt um heltina. En íhaldið er alltaf stikkfrí. Fram- sókn situr uppi með skítverkin og skömmina af þeim. Flokkurinn sem í raun stendur á bak við óstjórnina og óstöðugleik- ann í samfélaginu er auðvitað Sjálf- stæðisflokkurinn. En hann sleppur mikið til. Enn þá. i í ■ 4 Viðhorf Björgvin G. Sigurðsson Stjórn hinna vinnandi stétta Þetta er nokku dapurleg þróun. Ég sem sá alltaf fyrir mér stjórn hinna vinnandi stétta. Samfylking og Framsókn sem mótvægi við hægri stjórn með Sjálfstæðisflokki eða vinstri stjórn með sósíalistum sem nú eru undir merkjum VG. Nokkuð fráleitur kostur í ljósri flestra hluta. Til að mynda væntanlegrar inn- göngu í ESB og ofstækis VG í stjór- iðjumálum og ríkisrekstri á öllum sviðum. Þar skortir allt frjálslyndi til vitræns samstarfs. Þar sá maður alltaf Framsókn sem sjálfsagðan bandamann í mið/vinstristjórn sem færi fyrir frjálslyndri jafnaðarstefnu í innanlandsmálum sem og utan. Bandalag um frjálslynda ríkisstjórn. Þetta þótti mér fyrir nokkrum misserum að væri nokkurs konar náttúrulegur bandalag við stjórnar- myndun þegar tækist að ryðja íhald- inu út úr stjórnarráðinu. Jafnaðar- menn og fyrrum samvinnumenn. En þetta virðist sjálfkrafa orðið að engu. Framsókn er með með und- anslættinum við íhaldið að þurrka sjálfa sig út. Það er voðalega lítið eftir. Mikið af góðu og vel meinandi félagshyggjufólki sem endar í Sam- fylkingu, enda spannar hún hæglega litrófið frá miðju til vinstri hæglega. Fortakslaus þjónkun við Sjálfstæð- isflokkinn í rúman áratug. Það var einfaldlega orðið of seint að snúa óheillaþróun við þegar Halldór tók við forsætisráðuneytinu. Framsókn er búin að ganga of gróflega fram af kjósendum sínum: Irak, Búnaðar- bankasalan, fjölmiðlalögin, öryrkja- málin, virkjanaæðið og skattlækknir á þá ríku en auknar álögur á þá efna- minni. Nú bætis hlutafélagavæðing RÚV í safn hinna glötuðu tækifæra. Því er nú ver. Hvort að stjórn hinna vinnandi stétta verður að veruleika í annarri mynd getur vel verið. Hver veit nema að Samfylking og restin af Framókn renni saman á næstu árum. Allt getur gerst. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Klippt & skorið klipptogskorid@vbl.is Stefán Óiafsson, hinn hlutlausi fræði- maður Samfylkingarinnar í skatta- málum, skrifar enn grein í Morgunblaðið i gær, þar sem hann reifar kenningar sínar um skattbyrði í landinu frekar. Eins og kunnugt er leiða auknar tekjur til aukinnar skattbyrði og því greiða (slendingar hærra hlutfall launa en áður i skatt, sem varla eru tíð- indi ef menn kunna prósentureikning. Stefán hefur stillt þvi upp sem miklum tiðindum að skattbyrði láglaunafólks hafi hlutfallslega aukist mest á umliðnum árum, sem hún hlýtur þó að gera eins og kerfið er uppbyggt með sínum persónuafslætti og skattleysismörkum. Nú er Stefán hins vegar hættur að fást við að rannsaka tölurnar og byggir greinina á Gallup- könnun um tilfinningu fólks fyrir því hvort skattar hafi hækkað eða lækkað hlutfallslega. En - ótrúlegt en satt - minnist Stefán ekkert á tilfinningu fólks fyrir almennum lífskjörum eða kaupmætti á sama tíma! Rætt hefur verið um það að fresta ýmsum stórframkvæmdum til þess að kynda ekki frekar undir efnahags- lífinu í bili. Fréttablaðið kannaði afstöðu Reyk- víkinga til þessa og sögðust tæp 52% vilja að stórumframkvæmdumverðifrestaðíborginni. Þegarspurt var að því hverju menn vildu helst fresta nefndu flestir tónlistar- og ráðstefnu- húss við Reykjavíkurhöfn. Gárungarnir segja allt stefna í að Egill Ólafsson, formaður Samtaka um tónlistar- hús, verði að gera sér Egilshöll að góðu., en þar hljóti nafnið að vera sárabót Hinn yfirburðafróði Stefán Pálsson bloggaði um það á dögunum (www. kaninka.net/stefan) að fram- sóknarmenn virtust vera á flótta undan eigin nafni og kölluðu sig aðeins exbé þessa dagana. Björn Ingi Hrafns- son andæfði þessu og sagði altítt að framboð einkenndu sig aðeins með listabókstaf. En það borgar sig ekki að egna mann eins og Stefán með leiðréttingu. Hann lagðist umsvifalaust f yfirgripsmikla rannsókn á kosningaáróðri fram- sóknarmanna (síðustu sjálfstæðu kosningabar- áttu þeirra í borginni og upplýsir nú að þar hafi Framsóknarflokkurinn ævinlega auglýst undir eigin nafni... ef fráskilin er ein auglýsing um hátfð eldri borgara.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.