blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 20
20 I BRÚÐKAUP MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 Maöiö Dekur fyrir brúðhjónin Verið endurnœrð á brúðkaupsdaginn, á rómantískum dekurdegi yfir léttvínsglasi, í Baðstofunni í Laugum. Síðustu dagana fyrir brúðkaup er gjarnan í mörgu að snúast og eru brúðhjónin oftar en ekki uppgefin á líkama og sál þegar kemur að brúðkaupsdeginum. Brúðkaupsund- irbúningur á að vera tími gleði og eftirvæntingar og því skal forðast mikla streitu síðustu dagana svo að þeir spilli ekki fyrir ánægjunni sem fylgir því að ganga í hjónaband. Það er um að gera fyrir verðandi brúðhjón að láta dekra svolítið við sig eftir allan brúðkaupsundirbún- inginn og láta aðra snúast i kringum sig svo að þreyta og áhyggjur yfir- gefi líkama og sál. Hvað er betra en að eiga saman rólega og róman- tíska stund síðustu dagana fyrir brúðkaupið í Laugum er boðið upp á dekur fyrir verðandi brúðhjón sem felst í tyrkneskum böðum, nuddi og léttum málsverði svo eitthvað sé nefnt. Brúðhjónin byrja daginn á því að fara í tyrkneskt bað þar sem þau eru saman í endurnærandi líkamsskrúbbi með E'SPA olíum ásamt orkugefandi ilmkjarnaolíum og mildum sápum, en tyrkneska baðið hefur góð áhrif á blóðrásina, sogæðakerfið og bandvefi líkamans. Meðferðin vinnur meðal annars á vöðvabólgum og er áhrifarík leið til þess að losa um andlega og ljkam- lega spennu og er því tilvalin fyrir brúðhjón sem hafa staðið í ströngu við undirbúning. Að þessu loknu er farið í Baðstof- una þar sem snæddur er léttur máls- verður og brúðhjónin geta spjallað saman í rólegheitum yfir léttvíns- glasi. Eftir huggulegan málsverð fara brúðhjónin í djúpnærandi and- litsbað og hand- eða fótsnyrtingu þar sem neglur og naglabönd eru snyrt. Dekurdagurinn í Laugum er eitthvað sem verðandi brúðir og brúðgumar ættu leyfa sér svo þau verði afslöppuð og full orku á stóra deginum. ðartertuna færðu l\já okkur www.kokubankinn.is Við prentum á marsipan Opnunartíminn er scm hér scgir: Mánudaga - föstudaga 7:30-18:00 Laugardaga 8:00-16:00 Sunnudga 9:00-16:00 ^IKðkubanklnn UUæJ BAKARÍ KOMDITOR Iðnbúö 2 - Garðabæ - sími: 565 8070 eitthvað alveg einstakt GJAFAKORT: Við vitum hvað getur verið erfitt að velja líst fyrir aðra þvf er að sjálfsögðu alltaf auðveld lausn að gefa gjafakort

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.