blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 36
36 I DAGSKRÁ
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöið
HVAÐSEGJA
STJÖRHURNAR?
í'v ;..V v" .
ú'i/». s:*8S? 5& - - rn ‘ •c‘
OHrútur
(21. mars-19. apnl)
Einhver reynir að nálgast þig í dag. Ekki loka þig
af heldur fagnaðu þeim áhuga sem þér er sýndur.
Það tekur tíma að kynnast fólki meir en rétt á yfir-
borðinu. Sönn vinátta verður að vera djúp.
o
Naut
(20. apríi-2ð. maO
Þú hefur áhyggjur af líðan ástvina þinna en verður
að passa þig á að áfellast ekki sjálfa þig. Þú gerir
allt sem þú getur og ekki er hægt að fara fram á
meira. Hugsaðu frekar um leiðir til úrvinnslu.
©Tvíburar
(21. maf-21. júní)
Þú fmnur innra með þér að þú þarft að fá að vera
einn um nokkurt skeið. Láttu það eftir þér. Ástvinir
þínir skilja að það sé þér fyrir bestu og vinnan get-
ur beðið í nokkra daga.
©Krabbi
(22. júní-22. jútí)
Það er erfitt að feta þá slóð að biðja um hjálp en af-
hjúpa aldrei veikleika sína. Þér tekst að feta þetta
einstigi af miklum móð. Þetta mun hjálpa þér að
verða ekki fyrirsjáanlegur til lengri tíma litið.
®Ljón
(23. júlí- 22. ágúst)
Vertu þolinmóður og leyfðu hlutunum að gerast á
eðlilegum hraða. Ef þú laerir ekki að slaka á er alls
óvist að ástvinir þinir höndli að vera nálægt þér til
lengdar. Gott er að fara í jóga tii að slaka á.
©
Meyja
(23. ágúst-22. september)
Að eiga góðan félaga minnkar álagið um helming.
Þú skalt passa þig á að hlúa vel að þessu sambandi.
Fátt er verra í samstarfi en það að sitja einn uppi
með alla vinnuna. Ekki láta það gerast.
©Vog
(23. september-23. október)
I dag er góður dagur til að hrinda ýmsum hug-
myndum í framkvæmd. Þú finnur eitthvað vaxa
innra með þér og það veitir þér hlýju í amstri dags-
ins. Það verður að hlúa að likama og sál.
©
Sporðdreki
(24. október-21. nóvember)
Grettistaki verður lyft í dag. Vertu viss um að hæla
þeim í bak og fyrir sem það gera. f ólki líður vel þeg-
ar því er hrósað og það mun þá hrósa þér tilbaka.
©
Bogmaður
(22. nóvember-21. desember)
Þú veist stundum ekki alveg í hvorn skóinn þú átt
að stiga. Þú hefur markmið en leiðin getur verið
hlykkjótt. Það er allt i lagi svo framarlega að þú
komistþangaðáendanum.
Steingeit
(22.desember-19. janúar)
Þú hefur slitið þér út í vinnunni en ert orðin nokk-
uð örg yfir því að peningarnir eru ekki farnir að
skila sér að sama marki. Það er kominn tími til að
gera eitthvað. Láttu yfirmennina vita að þú líðir
þetta ekki lengur.
@
Vatnsberi
(20. janúar-18. febrúar)
Þú verður að læra að treysta innsæi þínu. Skynsem-
in er góð svo langt sem hún nær en stundum verð-
ur skynjunin að ná út fyrir hana. Reyndu að nýta
þér hvort tveggja. Það er vænlegast til árangurs.
©Fiskar
(19. febrúar-20. mars)
Ekki ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur.
Brjóttu verkefni dagsins niður i minni einingar
og gangtu skipulega í málin. Margir minni sigrar
munu auka sjálfstraust þitt til muna.
UTLITSAFRITUN
atli@bladid.net
Þegar ég var yngri var NBA körfuboltinn aðal-
málið hjá drengjum á mínum aldri. Það voru
allir spilandi körfubolta á útivöllum, kaupandi
körfuboltamyndir og safnandi þeim í þar til gerð-
ar möppur. Allir vildu vera eins og uppáhalds
leikmaðurinn sinn og þess vegna ruku úr versl-
unum Nike skór, ermalausir körfuboltabolir og
svitabönd.
Ég hélt upp á Charles Barkley sem á þeim tíma
spilaði með stjörnum prýddu liði Pheonix Suns.
SJÓNVARPIÐ
Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva 2006 (1:4)
Leiðarljós
Táknmálsfréttir
Disneystundin
Stjáni (44:52)
Sígildar teiknimyndir (30:42)
Sögur úr Andabæ (52:65)
Víkingalottó
Fréttir, íþróttir og veður
Kastljós
Tískuþrautir (9:12)
Svona er lífið (9:13) (Life As We
Know It)
Tíufréttir
íþróttakvöld
Óperuhúsið í Kaupmannahöfn
Heimildamynd um byggingu hins
glæsilega nýja óperuhúss í Kaup-
mannahöfn. Húsið var fullgert á
fjórum árum og þykir ákaflega vel
heppnað en kaupsýslumaðurinn
Mærsk McKinney Moller sem stóð
straum af kostnaði við bygginguna
vakti yfir öllum smáatriðum með
arkitektinum Henning Larsen.
Kastljós
Dagskrárlok
Barkley var einhver skemmtilegasti leik-
maður sem sést hefur í NBA. Hann átti
ekki í erfiðleikum með að heilla unga
sem aldna með snilldarlegum töktum
á vellinum. Ég vildi að sjálfsögðu líta út
eins og hann og snoðaði þess vegna á mér
höfuðið og keypti alveg eins skó og hann
spilaði í. Eg stalst svo til að vaka frameftir
á sunnudögum til að horfa á leik í beinni
útsendingu sem varð yfirleitt til þess að
ég svaf yfir mig daginn eftir.
í dag vilja krakkar líkjast uppáhalds
poppstjörnunni sinni. Glyðrulegur klæðnaður
og útvötnuð popptónlist rýkur úr hillum versl-
16.00
17.05
17.50
18.00
18.01
18.23
18.30
18.54
19.00
19.35
20.30
21.15
22.00
22.20
22.40
00.20
01.20
SIRKUS
18.30 Fréttir NFS
19.00 ísland f dag
19.25 Þrándurbloggar
19.30 My Name is Earl e.
20.00 Friends (17:24)
20.30 Sirkus RVK
20.55 Þrándurbloggar
21.00 My Name is Earl
21.30 Invasion (15:22) e.
22.15 Bikinimódel íslands 2006
22.45 Drive Me Crazy (Ástarflækjur)
00.15 "bakviðböndin"
00.45 Þrándurbloggar
00.50 Friends (17:24) e.
01.15 SirkusRVKe.
SJÓNVARPSDAGSKRÁ
STÖÐ2
06.58 fsland í bítið
09.00 Bold and the Beautiful
09.20 ffínuformÍ2005
09.35 Oprah Winfrey
10.20 MySweetFatValentina
11.10 Strong Medicine (4:22)
12.00 Hádegisfréttir
12.25 Neighbours
12.50 ífínuformÍ2005
13.05 Home Improvement (16:25)
13.30 George Lopez (9:24)
13.55 WhoseLinelsitAnyway?
14.20 Amazing Race (5:14)
15.10 The Apprentice - Martha Ste-
wart (7:14)
16.00 Barnatími Stöðvar 2
17.20 Bold and the Beautiful
17.40 Neighbours
18.05 The Simpsons (15:23)
18.30 Fréttir, íþróttir og veður
19.00 fsland í dag
19.40 Strákarnir
20.05 Veggfóður (13:18)
20.50 Oprah (54:145) f þættinum í kvöld
ræðir Uma Thurman um líf sitt,
meðal annars skilnað hennar við
Ethan Hawke.
21.35 Medium (5:22) (Miðillinn)
22.20 Strong Medicine (5:22)
23.05 Stelpurnar (13:24)
23.30 Grey's Anatomy (24:36) (Lækna-
llf)
00.15 Cold Case (5:23)
01.00 Derek Acorah's Ghost Towns
(8:8) (Draugabæli)
01.45 Another Life b. (Annað líf)
03.25 Swept Away b. (Strandaglópar)
Aðalhlutverk: Madonna, Adriano
Giannini, BruceGreenwood, Jeanne
Tripplehorn. Leikstjóri: Guy Ritchie.
2002. Leyfð öllum aldurshópum.
04.50 The Simpsons (15:23)
05.15 Fréttir og fsland i dag
06.20 Tónlistarmyndbönd frá Popp
TíVí
SKJÁR1
ana og ég er ekki frá því að
ég sé örlítið hræddur við
unglinga í dag vegna þess að
þeir líkjast ekki bara popp-
stjörnum heldur er hegðun-
in einnig eins. Ég legg til að
í stað tónlistarmyndbanda
verði spilaðar gamlar upp-
tökur af körfuboltaleikjum
frá góðu tímunum þegar
Michael Jordan, Hakeem
Olajuwon, Shawn Kemp og
auðvitað Charles Barkley voru fyrirmyndir unga
fólksins en ekki 50 Cent og Jessica Simpson.
ENSKIBOLTINN
07.00 6 til sjö e.
08.00 Dr. Phil e.
08.45 Heil og sæl - lokaþáttur e.
16.05 Innlit/útlite.
17.05 Dr. Phil
18.00 6 til sjö
19.00 Frasier-i.þáttaröð
19.25 Fasteignasjónvarpið
19.35 The Drew Carey Show e.
20.00 Homes with Style
20.30 Fyrstu skrefin Umsjónarmaður
þáttarins er Guðrún Gunnarsdóttir
söngkona.
21.00 Queer Eye for the Straight Guy
- lokaþáttur
22.00 Law & Order: SVU - lokaþáttur
22.50 Sex and the City - 6. þáttaröð
23.20 Jay Leno
00.05 Close to Home e.
00.50 Frasier-i.þáttaröðe.
01.20 Fasteignasjónvarpið e.
01.30 Óstöðvanditóniist
SÝN
07.00 Meistaradeildin með Guðna
Bergs
07.20 Meistaradeildin með Guðna
Bergs
07.40 Meistaradeildin með Guðna
Bergs
08.00 Meistaradeildin með Guðna
Bergs
18.00 Meistaradeildin með Guðna
Bergs
18.30 Meistaradeild Evrópu (Barcelona
- AC Milan) Bein útsending frá síðari
leik Barcelona og AC Milan í undan-
úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
20.35 Meistaradeildin með Guðna
Bergs
20.55 Sænsku nördarnir
21.45 Meistaradeild Evrópu (Barcelona
-ACMilan)
23.25 Meistaradeildin með Guðna
Bergs
23.45 Hápunktar f PGA mótaröðinni
07.00 Að leikslokum e.
08.00 Að leikslokum e.
14.00 Portsmouth - Sunderland frá
22.04
16.00 Aston Villa - Man. City frá 25.04
18.00 Ginga: The Soul of Brazilian Fo-
otball e.
18.35 West Ham - Liverpool b.
20.45 Chelsea - Everton frá 17.04
22.45 Newcastle-W.B.A.frá 22.04
00.45 Dagskrárlok
STÖÐ2-BÍÓ
10.00 What About Bob? (Hvað með
Bob?)
12.00 A Rumor of Angels (Sagan um
englana)
14.00 Johnny English Aðalhlutverk: Ro-
wan Atkinson, Ben Miller, Natalie
Imbruglia, John Malkovich. Leik-
stjóri: Peter Howitt. 2003.
16.00 What About Bob? (Hvað með
Bob?) Aðalhlutverk: Bill Murray, Ri-
chard Dreyfuss, Julie Hagerty. Leik-
stjóri: Frank Oz. 1991.18.00
A Rumor of Angels (Sagan um
englana) Aðalhlutverk: Trevor Morg-
an, Vanessa Redgrave, Ray Liotta,
Catherine McCormack. Leikstjóri:
Peter O'Fallon. 2000. Leyfð öllum
aldurshópum.
20.00 Lovely and Amazing (Yndislegar
elskur) Aðalhlutverk: Brenda Blet-
hyn, Emily Mortimer, Catherine
Keener, Raven Goodwin. Leikstjóri:
Nicole Holofcener. 2001. Bönnuð
börnum.
22.00 Storytelling (Sögur) Aðalhlutverk:
Leo Fitzpatrick, Selma Blair. Leik-
stjóri: Todd Solondz. Stranglega
bönnuð börnum.
00.00 Amazon Women on the Moon e.
(Fullt tungl af konum) Á meðal leik-
enda eru Michelle Pfeiffer, Carrie
Fisher og Arsenio Hall. 1987. Bönn-
uð börnum.
02.00 Old School (Gamli skólinn) Aðal-
hlutverk: Luke Wilson, Will Ferrell,
Vince Vaughn. Leikstjóri: Todd
Phillips. 2003. Bönnuð börnum.
04.00 Storytelling (Sögur)
RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9
Hvar er tunglið?
Út eru komin á tveimur geisladisk-
um 24 ný jazzsönglög úr smiðju
tónskáldsins Sigurðar Flosasonar
og Ijóðskáldsins Aðalsteins Ásbergs
Sigurðssonar en þetta nýja verk hef-
ur hlotið titilinn Hvar er tunglið?
Hér er um að ræða stærsta ein-
staka framlag til sunginnar íslenskr-
ar jazztónlistar frá upphafi vega,
um 100 mínútur af fjölbreyttri tón-
list. Aðspurður sagði Sigurður Flosa-
son að það væri ekki mikil hefð fyr-
ir sunginni íslenskri jazztónlist þó
vissulega mætti finna dæmi. „Þó að
margir hafi sungið jazz í gegnum
árin og sumir mjög vel þá hefur eng-
inn einbeitt sér fyrir því einu og sér
eins og Kristjana hefur gert“, sagði
Sigurður ennfremur.
Tónlistin á diskunum er sprott-
in úr íslenskum jarðvegi en með
alþjóðlegum blæ. „Ég held að það
sé einhver íslenskur tónn í þessu
en einnig alþjóðleg áhrif sem mað-
ur ber með sér í gegnum reynslu
sína af alþjóðlegri jazztónlist. Þó er
maður úr þessum jarðvegi hér og
það skín í gegn. Það má finna tón-
list þarna á milli undir áhrifum frá
klassískri íslenskri sönglagahefð,
jafnvel þjóðlögum.“
Kristjana Stefánsdóttir söngkona
flytur öll lögin ásamt Jazzkvartett
Sigurðar Flosasonar. Auk Sigurðar
sem leikur á saxófón skipa kvar-
tettinn Eyþór Gunnarsson á píanó,
Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson
á kontrabassa og Pétur Östlund á
trommur. Þess má geta að nýjasti
diskur kvartettsins, Leiðin heim,
hlaut Islensku tónlistarverðlaunin
sem jazzdiskur ársins 2005
Hvar er tunglið? var hljóðritað
í Hljóðveri FÍH, en eftirvinnsla og
hljóðblöndun fór fram í Draumi
í Kjós. Vilborg Anna Björnsdóttir
hannaði útlit umslags og bæklings.
Ný ljóðabók væntan-
leg frá Silvíu Nótt
Silvía Nótt, les upp úr
nýrri ljóðabók sinni í
sýningarsal B&L laug-
ardaginn 29. apríl nk.
Nýja ljóðabókin nefn-
ist Teardrops of wis-
dom eða Viskutár og
er veglegt 100 bls. rit í
gylltu bandi.
Innsta eðli
frægðarinnar
Silvía hefur lesturinn
klukkan 14, en ljóðin
fjalla mörg hver um
innsta eðli frægðarinnar, ljóma
sviðsljóssins og samband stjörnu
við aðdáendur. Að upplestri lokn-
um mun Silvía svo árita Ijóðabækur
sem dregnar verða út í boði B&L og
afhentar 20 heppnum gestum, auk
þess sem ljósmyndum með eigin-
handaráritun stjörn-
unnar verður dreift
á staðnum. Þetta
verður eina opinbera
framkoma Sil víu Nót t-
ar hér á landi áður en
hún heldur utan á vit
heimsfrægðarinnar
í Eurovision söngva-
keppninni.
Sylvíu er augljós-
lega ekkert mann-
legt óviðkomandi
þar sem hún leitast
við að splundra hug-
myndum fólks um sérhæfingu sam-
tímans. Margar stórstjörnur hafa
fetað álíka slóð og er skemmst að
minnast ofurfyrirsætunnar Naomi
Campell sem náð hefur frábærum
árangri í tónlistarbransanum. Hún
er fugl og fiskur, hún er ofurstjarna.