blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 16
16 ISKOÐUN MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöiö 180 dauðsföll á LSH í fyrra vegna mistaka? Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Ef tíðni mistaka í heilbrigðiskerf- inu hér á landi er I svipuð og rann- [F " sóknirsýnaaðhún Mffl sé víða erlendis má ætla að um i8° dauðsföil hafi Agústólafur verið á Landspítala- Á^ústsson háskólasjúkrahúsi ............... vegna mistaka og óhappa árið 2005. Þar af hefði mátt koma í veg fyrir um 90 þessara dauðsfalla. Land- læknir hefur bent á erlendar rann- sóknir sem sýna þetta hlutfall mis- taka erlendis og samkvæmt þeirri tölfræði má ætla að um 3.000 óhöpp eða misfellur hafi átt sér stað á Land- spítalanum í fyrra. Þar af hafi 600 þessara óhappa hafi verið alvarleg. Rannsóknar er þörf Þetta eru ótrúlegar tölur. Á móti hefur verið bent á framúrskarandi starfsfólk í heilbrigðiskerfinu og skiptir það án efa miklu máli fyrir öryggi sjúklinga. En ekki er hægt að fullyrða, án rannsókna, að sá veru- leiki sem er margstaðfestur erlendis eigi ekki við ísland. Þótt margs konar eftirlit sé til staðar í heilbrigð- iskerfinu bæði af hálfu viðkomandi stofnunar og af hálfu embættis Landlæknis eru heilstæðar upplýs- ingar um mistök í íslenska heilbrigð- iskerfinu ekki til. Landlæknir hefur hvatt til slíkrar rannsóknar. Ég hef því lagt fram þingmál á Alþingi um að úttekt verði gerð á ör- yggi og mistökum í heilbrigðiskerf- inu og leiðir til úrbóta skoðaðar. Ástæður mistaka í heil- brigðiskerfinu Tilgangur slíkrar rannsóknar er ekki að finna sökudólga heldur að afla upplýsinga um hugsanleg mis- tök í heilbrigðiskerfinu og velta upp leiðum til að koma í veg fyrir þau. Ástæður fyrir mistökum í heil- brigðiskerfinu geta verið margs konar. Má þar nefna manneklu, slítandi starfsumhverfi, kerfisgalla, aðgengi að þjónustu, flóknar kring- umstæður, aukaverkanir viðeigandi meðferðar, röng meðferð, ónógþekk- ing, samskiptaskortur, skortur á dómgreind og jafnvel óheppni. Landlæknir hefur bent á að þeir hópar sem helst eru líklegir til lenda í mistökum eða óhöppum í heilbrigð- iskerfinu eru sjúklingar með flókin vandamál, sjúklingar á bráðamót- töku, hjarta- og æðaskurðsjúklingar, heilaskurðsjúklingar, aldraðir sjúklingar og sjúklingar í höndum óreyndra lækna. Höfundur er þingmaður Blaðiö/Steinar Hugi Samkeppni um fermingarbörnin stórtapi á þessari breytingu, jafnvel svo að venjulegan lántakanda muni það margra ára tekjum. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki í neinu útskýrt hvernig boðuð breyting á Ibúðalánasjóði bæti lánakjör almennings, sú breyting að Ibúðalánasjóður dragi sig út af markaðnum, enda virðist hagur al- mennings yfirleitt ekki áhyggjumál hjá stjórnarflokkunum. Stjórnvöld koma í veg fyrir samkeppni á bankamarkaði Stjórnvöld koma í veg fyrir sam- keppni um lántakendur með ýmsum hætti. Þau leggja stein í götu þeirra sem hyggjast skipta um lánastofnun sem hefur verið reistur í formi fram- angreindra gjalda er hins vegar það hár að ekki verður raunveruleg sam- keppni um lántakendur. Þetta ástand birtist með mjög einkennilegum hætti þar sem bank- arnir eru ekki að keppast um þá sem hafa þegar tekið lán og greiða háan kostnað til bankanna, heldur er ómældur kostnaður lagður í að ná í viðskipti unglinga og jafnvel fermingarbarna. Það er mín skoðun að miklu nær- tækara sé fyrir ríkisvaldið að beita sér fyrir öðrum breytingum á lána- markaði, breytingum sem bæta hag almennings, en að ekki sé fyrst og fremst hugsað um hag bankanna. 99 Þetta ástand birtist með mjög einkenni- legum hætti þar sem bankarnir eru ekki að keppast um þá sem hafa þegar tekið lán og greiða háan kostnað til bankanna, heldur er ómældur kostnaður lagður í að ná í viðskipti unglinga og jafnvel fermingarbarna. með því að leggja á viðkomandi sér- stakan skatt, þ.e. stimpilgjaldið sem nemur ákveðnum hundraðshluta af lánsfjárupphæðinni. Þinglýsing- argjöld eru líka innheimt og svo má auðvitað nefna þá skilmála sem lánastofnanir sjálfar setja í formi lántöku- og uppgreiðslugjalda. Ef allt væri með felldu væri gríð- arleg samkeppni um trausta lántak- endur og þeim boðin hagstæð kjör á lánum sínum. Þessi þröskuldur Beinast lægi við að stjórnvöld beittu sér fyrir því að samkeppni ríkti um lántakendur. Stór liður í því væri að fella niður ósanngjarnt stimpilgjald og tryggja að bankar geti sett upp skilmála sem múri ekki lántakendur inni í viðskiptum við sig. Höfundur er þingmaður reyna að læra tungumálið, hefðir og siði og á sama tíma á samfélagið að veita þeim sanngjarnt tækifæri til fess að taka virkan þátt i þjóðlífinu. pólitísku samhengi er gagnkvæm aðlögun ekkert annað en þetta, hún snýst oft um praktísk atriði. Þá ættu fjölmiðlar og aðrar mik- ilvægar, samfélaglegar stofnanir að stuðla að því að rödd og íslenska inn- flytjenda heyrist svo að þátttakan aukist. Við innflytjendur skiljum líka að verðum að uppfylla íslenskar menntunarkröfur til að fá að starfa í okkar sérgreinum en á móti verður samfélagið að meta á sanngjarnan, skipulegan hátt menntun innflytj- enda og einnig að leiðbeina um hvar og hvernig þeir geti öðlast upp- bótarmenntun ef slíka vantar. Við lærum íslensku til þess að búa hér eins og aðrir, en ekki vegna þess að okkur skortir grunnmenntun. Flestir innflytjendur eru í vinnu og greiða skatta til samfélagsins, því þeir eru með rétt til þátttöku í þjóðamálaumræðum sem þarfnast úrlausna. Hugtakið “þátttaka” er að mínu mati miklu eðlilegra hug- tak í umræðunni um innflytjendur en „gagnkvæm aðlögun". Það vilja nær allir að taka þátt í því samfélagi sem þeir búa í, njóta réttinda og upp- fylla skyldur, og geta haft eitthvað um það og líf sitt að segja. Það er óréttlæti þegar þess er ekki kostur og veldur reiði og sárindum manna, hvar og hvenær sem er. Ég óska hér með eftir þvi að stjórnmálaflokkar setji sér áþreifanlega á stefnuskrá í málefnum innflytjenda, sem byggir á hugtöku þátttökunnar. Til þess vil ég leggja til að búa til þátttökuvísitölur í stjórnsýslunni, en bíð eftir öðru tækifæri fyrir frek- ari útskýringu. Höfundur er stjórnmálafrœðingur Eftir Sigurjón Þórðarson Eftir Toshiki Toma Sveita- og borgar- stjórnakosningar nálgast. Og enn og aftur er engin áþreifanlega stefna um innflytj- endamáládagskrá stjórnmálaflokk- ToshikiToma ananemaíVG.Það ................. er kannski ekki merki um vanrækslu þeirra, heldur frekar birting á því hversu skammt á veg umræður um þetta málefni eru komnar á hinu pólitíska sviði og eru þar oft óþroskaðar. Oftast er orðasambandið „gagn- kvæm aðlögun" notað í umræðum um innflytjendamál. Lengra en að komast á blað virðist orðasam- bandið samt ekki komast, það hefur ekki náð því að verða að áþreif- anlegri stefnu eða raunverulegri framtíðarsýn. T.d. gaf Félagsmálaráðuneytið út skýrslu í fyrra sem heitir „Um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi“ og þar er bent á að „gagn- kvæm aðlögun" séu lykilorðin, en hún skilgreinir ekki hvað þau eru samkvæmt skilningi skýrsluhöf- unda. Yfirleitt sýnist mér að „að- lögun innflytjenda11 sé í beinni þýð- ingu „að vera ekki með vesen“ fyrir viðkomandi málsaðila, hvort sem er um ráðuneyti, vinnuveitanda eða aðra að ræða. Ef lykilorðin í umræðunni um innflytjendur eru svona óskýr, þá er skiljanlegt að inn- flytjendamál séu ekki á stefnuskrá stjórnmálaflokkanna nú í vor. Eigum við ekki að hætta að nota orðasambandið „gagnkvæm að- lögun“ í umræðum innflytjenda- mála, sérstaklega í stjórnmálum og um samfélagsréttindi, og nota ein- faldlega orðið „þátttaka“? Því það er nákvæmlega það sem innflytjendur eiga að gera hér. Innflytjendur Við ráðherraskipti í félagsmálaráðu- neytinu virðist mikil stefnubreyt- ing hafa átt sér hvað varðar hlut- verk íbúðalána- sjóðs. Svo virðist Sigurjón sem fyrrum ráð- Þóröarson herra hafi staðið í vegi fyrir þeirri kröfu bankanna að leggja af núver- andi hlutverk íbúðalánasjóðs sem útlánastofnunar. Nú eru breyttir tímar. Fyrrum félagsmálaráðherra Framsóknar- flokksins fékk fina vinnu í banka og eftirmaður hans virðist vera leiðitamari í að umbylta hlutverki íbúðalánasjóðs. Jón Kristjánsson félagsmálaráðherra hefur boðað að Ibúðalánasjóður verði einhvers konar heildsölubanki, en það felur í sér að bankarnir fái ríkisábyrgð á útlán sín til íbúðakaupa. Haft hefur verið á orði að bank- arnir séu með bæði belti og axlabönd þar sem lánin eru tryggð með verð- tryggingu, veði, ábyrgðarmönnum og hæstu vöxtum í Evrópu - sem eru breytilegir í þokkabót. Og nú á sem sagt að bæta ríkisábyrgð við. Má þá segja að bankarnir séu ekki ein- ungis með belti og axlabönd heldur líka kút og kork. Margir velta fyrir sér hverju þessi breyting muni skila almenningi í landinu og nærtækast er að vitna í skrif flokksbróður hæstvirts félags- málaráðherra sem hefur reiknað út á heimasíðu sinni að almenningur auglysingar@vbl.is blaðite Innflytjendur og kosningastefna 1

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.