blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 24
24 I BRÚÐKAUP
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaðiö
Gifta sig á tveimur tungumálum
Bryndís Ýr Pétursdóttir og Jiirgen
Maier ætla að gifta sig þann 17.
júní næstkomandi, en þá er komið
ár síðan Jiirgen bar upp bónorðið.
Bryndís og Jiirgen eru ekki að
stressa sig of mikið yfir þessu enda
á brúðkaupsundirbúningur að
vera skemmtilegur tími. Að ýmsu
þarf þó að huga og féllst verðandi
brúður á að svara nokkrum spurn-
ingum varðandi brúðkaupið og
þann undirbúning sem því fylgir.
Afhverju völduð þið þennan dagfyrir
brúðkaupið?
Jurgen bar upp bónorðið 17. júní í
fyrra og nú í ár er 17. júní á laugardegi,
þannig að þetta var alveg tilvalið. Það
er líka ákveðin stemning sem fylgir
þessum degi, því hann er svo rosal-
ega hátíðlegur fyrir, með íslenska
fánan úti um allt.
/ hvaða kirkju fer athöfnin fram og
hvar verður veislan haldin?
Athöfnin fer fram í Langholtskirkju
og veislan verður í Gullhömrum.
Afhverju völduðþið Langholtskirkju?
Við ætluðum reyndar fyrst að gifta
okkur á Þingvöllum, en svo bættust
nokkrir við á gestalistann hjá okkur
og þá var ekki um annað að ræða
en að skipta um kirkju. Ég ólst líka
hálfpartinn upp í Langholtskirkju
og hefur þetta því mjög tilfinninga-
legt gildi fyrir mig. Ég var skírð þar
og gekk svo í sunnudagaskólann á
meðan mamma söng í messum. I
dag er ég sjálf í Kór Langholtskirkju
og tók við því hlutverki af ömmu og
mömmu og eins voru börnin okkar
skírð þarna. Svo er organisti kirkj-
unnar guðfaðir minn, en hann mun
auðvitað spila við athöfnina og eins í
veislunni.
Hvað hefur brúðkaupsundirbúningur-
inn tekið langan tíma?
Hann hefur í rauninni ekki tekið
mjög langan tíma, fyrir utan að hafa
pantað kirkju, sal, prest og organista
strax í haust, erum við eiginlega
nýbyrjuð að skipuleggja eða svotil.
Kannski einn og hálfur mánuður
síðan við byrjuðum fyrir alvöru og
nú er bókstaflega allt á fullu, enda
styttist tíminn óðum. Held að það sé
fínt að taka svona 3 mánuði í undir-
búning, fyrir stelpur eins og mig sem
eiga vægast sagt erfitt með að taka
ákvarðanir.
Með hvaða sniði verður veislan?
Veislan er enn í mótun. Við vitum
þó að við viljum hafa sumarlegt hlað-
borð með fingramat, en nákvæma
útfærslu á eftir að ákveða í samráði
við kokkinn. Við munum bjóða upp
á léttvín og bjór og svo verður kaka
og kaffi á eftir, þetta verður nokkuð
hefðbundið.
Ætliðþið að hafa brúðkaupstertu?
Já, nema hún verður ekki beint hefð-
bundin, en ekkert verður gefið upp
að svo stöddu!! Það er svo miklu
skemmtilegra þegar hlutirnir koma
á óvart.
Ætliðþið í brúðkaupsferð?
Nei, við ætlum ekki í brúðkaups-
ferð. A.m.k. ekki í beinu framhaldi
af brúðkaupinu. Það er þó líklegt
að við skellum okkur í einhverja
skemmtilega borgarferð með haust-
inu. Draumaferðin okkar hefur lengi
verið ferðalag um grísku eyjarnar.
Vonandi að við getum einhvern tím-
ann látið þann draum rætast.
Hvar œtlið þið að eyða
brúðkaupsnóttinni?
Við ætlum að eyða brúðkaupsnótt-
inni heima og eiga svo alveg svaka-
lega huggulegan morgun saman, tvö
ein, þ.e. án barnanna, með morgun-
verðarhlaðborði, kampavíni, jarðar-
berjum og þvíumlíku.
Er eitthvað sem þið óttist sérstaklega
aðfari úrskeiðis?
Nei, í rauninni ekki. En það væri auð-
vitað virkilega leiðinlegt að misstíga
sig á leiðinni inn kirkjugólfið og að
hællinn brotnaði af skónum, eða
eitthvað álíka. Held að mig sé búið
að dreyma fyrir öllu því versta sem
gæti komið fyrir og erum við því við
öllu búin. Annars eru gestirnir okkar
allra nánasta fjölskylda, frændfólk
og vinir svo ef eitthvað skyldi fara úr-
skeiðis verður vonandi hægt að hlæja
að því án þess að allt fari í panik og
vitleysu.
Hefur undirbúningurinn verið mikið
stress?
Undirbúningurinn er bara búinn að
vera skemmtilegur, nokkrir ágætir
álagspunktar sem mun þó áreiðan-
lega fjölga þegar nær dregur.
Sameinið þið íslenskar og þýskar
hefðir í brúðkaupinu, þar sem brúð-
guminn erÞjóðverji?
Ekkert sérstaklega, nei. Reyndar talar
presturinn sem gefur okkur saman
mjög góða þýsku og mun hann
líklega miðla athöfninni á báðum
tungumálum, a.m.k. að einhverju
leyti. Það koma auðvitað einhverjir
gestir að utan, nánasta fjölskylda og
nokkrir góðir vinir, en veislan verður
að öllum líkindum mjög íslensk, sem
við teljum bara vera skemmtilegt
fyrir Þjóðverjana. Þau fá þá að upp-
lifa hvernig íslensk brúðkaup eru.
Veislustjórarnir eru líka í ströngum
æfingabúðum og munu kannski
koma með nokkrar vel valdar setn-
ingar á þýsku. Annars langar okkur
að halda veislu í Þýskalandi og bjóða
fjölskyldunni og vinum okkar þar og
fagna á þýskan máta, en það verður
ekki fyrr en að ári.
hilda@bladid.net
J iJ jjJ IJ'jjj ;Jjp f I jJ JJ jJ
-> r I ~z í—! r \. rj
jJ ij jJ jJ J
Hentar við ýmis tækif#ri sk:
brúðkaup, árshátíðir.^aumaklúbba dg steggjapartý
Tekur 16 farþega f f
Lystisnekkja á hjólur| \ V
Loksins
Hollywood þægindi á Islandi!
LIMO
Sími 897 0930 - goldlimo@goldlimo.is