blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 27

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 27
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 2006 MATURI 27 Uppskriftir úr þættinum í gær Grœnmetis/íiski- súpa Ragnheiðar Grænmetis/fiskisúpa Ragnheiðar 2-3 dl Quinoa (korn) Fiskur (Rækjur.Lúða og Ýsa) eða bara eftir smekk Grænmeti: Spergilkál, blómkál, gulrætur, sveppir, rófur, sætar kart- öflur, sellerí. Krydd: rifin engiferrót, pressaður hvítlaukur, Maldol salt, pipar, græn- metis/fiskikraftur og graslaukur. Quinoa er sett í botninn á pottinum og ca 2 lítrar af vatni er hellt yfir. Setjið viðeigandi krydd út í og smakkið til þangað til bragðlauk- arnir gefa samþykki. Grænmetið er skorið niður í hæfilega smáa bita og smellt ofaní pottinn fiskurinn er skorin niður í hæfilega stóra bita og ofan í pottinn. Ef vatnið er ekki nægjanlega mikið þá bætið þið við þangað til það flýtur vel yfir grænmetið. Quinoa dregur til sín mikið vatn. Þessi réttur er eldaður í Römertopf leirpottinum góða. Setjið inní kaldan ofninn og stillið á 180° í ca 6o mín. Síðan er bara slakað á og potturinn sér um restina. Verði ykkur að góðu Bananabrauð Hörpu Bananabrauð Hörpu 4 bananar 2 Vi bolli grófmalað spelti Vi bolli kókos í tsk matarsódi í tsk lyftiduft 'h -1 tsk xylitol (ekki nauðsynlegt) í tsk salt í stórt egg Bananarnir eru stappaðir í skál, þurrefnum og eggi bætt við og allt hrært lauslega saman. Deigið sett í vel smurt aflangt formi og bakað í ofni við i8o° í 50 min og síðan á minni hita í 5 min. Auðvelt er að breyta uppskriftinni í krydd-bananabrauð. Þá er eftirfarandi bætt við: 1 mtsk kanill 1 tsk engifer 1 tsk nutmeg Rúsínur eftir smekk Auglýsingar 03744 1 blaðið- Rœktaðu þínar eigin matjurtir Hver man ekki eftir matjurtar- garðinum hennar mömmu eða ömmu? Þegar líða fór á sumarið var hægt að fá rófur og annað góðgæti beint upp úr garðinum. Með fjölbreyttara úrvali í mat- vöruverslunum er eins og fólk hafi fjarlægst þann möguleika að rækta sínar eigin matjurtir en í raun eru möguleikarnir í ræktun meiri núna vegna hlýn- andi veðurfars og meira úrvals mat- og kryddjurta. Erla Björg Arnardóttir garðyrkju- fræðingur í Blómaval segir það vera að aukast að fólk rækti matjurtir. „Kryddjurtir eins og oregano, dill, kóríander, graslaukur og rósmarín eru vinsælar en ræktun þeirra byrjar innandyra en er síðan flutt út. í raun byrjar ræktun allra mat- jurta inni nema gulrætur og rófur sem eru settar beint út.“ Erla segir að við ræktun gulróta sé gott að setja akríldúk yfir til að hlífa þeim við kulda. „Krakkar eru einnig mjög spenntir fyrir að rækta karsi en þá eru fræ sett í blauta bómull og er vaxtarhraðinn mikill. Það er líka vinsælt að rækta radísur en nú eru komnar sætari tegundir en áður þekktust. Einnig má stýra sætust- igi þeirra með vatnsgjöfinni. Ræktun spínats, blómkáls, hvít- káls, spergilkáls og sallattegunda Grænt, holt og gott, beint úr garðinum. eins og klettasalats eru einnig vinsælar.“ Hægt að nota stjúpur 1' salöt Erla segir matjurtarræktun vera ódýra og nefnir sem dæmi að einn pakki af gulrótarfræjum kosti 129 krónur. „Það mikið um að yngra fólk noti kryddjurtir og margir eru með skika í garðinum til að rækta matjurtir. Þá eru sumir farnir að rækta tómata og paprikur en þessar tegundir þarf að rækta inn- andyra við góð birtuskilyrði. Stórir framleiðendur matjurta planta ekki út fyrr en eftir miðjan júní og þá eru fræin búin að vera í ræktun í mánuð innandyra.“ Erla segir að hægt sé að nota stjúpur í salöt bæði sem skraut en einnig er hægt að borða þær. „Sem dæmi um það sem hægt er að gera grænmeti með segir Erla að nýlega hafi komið til sín eldri kona sem mælti sterklega með þvi að blanda saman grænkáli, sýrðum rjóma og rúsínum og sagði þetta tilvalið ofan á gróft brauð og væri hinn besti matur. hugrun@bladid.net UPPSKRIFT VIKUNNAR S-Wol<rá.++L\|A Blue Dragon heilhveitinúðlur -hl. kjúklingabringa, skorin í strimla «* ^ Blue Dragon bambussprotar og/eða kastaníuhnetur wok-grænmeti, ferskt eða frosið Blue Dragon Wok-sósa, Hoisin & hvítlaukur. 120 g Látið núðlurnar liggja í volgu vatni í u.þ.b. Berið fram og skreytið t.d. með smátt 12 mínútur, skiljið þær varlega í sundur og skornum chili og kryddjurtum. látiö renna af þeim í sigti. Hitiö wok eða pönnu og snöggsteikið kjúklinginn og grænmetiö við háan hita. Setjið núðlurnar og sósuna saman viö og bragðbætið með salt og pipar eftir smekk.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.