blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 10
10 IFRÉTTXR MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MaAíð Ef við eigum það ekki til þá bara búum við það til! 564 0950 Sérsmíói í jeppann Töff sánd i sportbílinn Horfttil Mekka? Vandi þess að vera múslimi á sporbaug Malasíska geimferðarstofnunin, Angkasa, efndi til tveggja daga ráðstefnu í gær um þau vanda- mál sem fylgja þvi að vera mús- limi í geimnum. Tilefni ráðstefn- unar er fyrirhuguð geimferð tveggja malasískra geimfara með rússnesku geimfari í náinni framtíð. Geimferðastofnunin hefur boðað 150 vísindamenn, trúarleiðtoga og menntamenn víðsvegar að til Kuala Lumpur, höfuðborgar Malasíu, til þess að finna lausn á þeim vandamálum sem tengjast því að fara eftir trú- arsiðum íslam á sporbaug um jörðu. Meðal þeirra vandamála eru hvernig að múslimar eigi að útfæra bænastund sína, sem er fimmsinnumá dag á jörðu niðri og er tímasetning hennar miðuð við afstöðu sólar. Þetta getur verið vandasamt þegar geimfar ferumhverfisjörðina íósinnum á hverjum sólarhring. Auk þess getur verður erfitt að snúa ávallt til Mekka í geimfari sem ferðast á 28 þúsund kílómetra hraða á klukkutstund. Ráðstefnugestir munu taka önnur álitamál til umræðu. Það að Rússar ferji malasíska geimfara er hluti af samningi sem stjórnvöld í Kuala Lumpur gerðu við Rússa fyrir nokkru. Malasíski herinn fjárfesti 18 rúss- neskum orrustuþotum fyrir um einn 1 milljarð bandaríkjadala og tvö sæti um borð í rússneskri geimflaug. Keuters Embættisverk fegurðardrottningar Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, sem ber titilinn ungfrú heimur, heimsótti barnaspítala í Varsjá í Póllandi í gær. Meðal embættisverka feg- urðadrottninga er að ferðast um heiminn til að gleðja litil börn. George Bush, forseti Bandaríkjanna, lýsti stefnu sinni í orkumálum í Washington D.C 1 gær. inni á olíumörkuðum en mikill ótti er innan þeirra raða um að þeir tapi meirihluta í fulltrúa- og öldungunga- deild Bandaríkjaþings i þingkosn- ingunum í nóvember. Hátt olíuverð hefur orðið að bitbeini í kosninga- baráttunni. Hafa demókratar meðal annars kennt stefnu Bush-stjórn- arinnar um hið háa olíuverð. Veik staða repúblikana í Bandaríkjunum er meðal annars rakin til gríðarlegra óvinsælda forsetans, en samkvæmt nýjum skoðanakönnunum eru að- eins 32% Bandaríkjamanna ánægð með störf hans. Bandaríkin ráða yfir miklum varaforða of hráolíu sem er ætluð til nota ef raskanir verða á alþjóðlegum olíumörkuðum vegna ófyrirséðra at- vika. Forsetinn lýsti þvi yfir í ávarpi hjá Samtökum um endurnýjanlega orkugjafa í Washington D.C í gær að opnað yrði fyrir aðgengi að varaforð- anum fram til næsta hausts. Þrátt fyrir þess aðgerð lýsti forsetinn því yfir að Bandarikjamenn þyrftu að sætta sig við þá staðreynd að hið háa heimsmarkaðsverð á olíu og gasi væri komið til að vera og neytendur yrðu að stýra neyslumynstri sínu eftir því. Ennfremur lýsti Bush því yfir að al- ríkisstjórnin myndi bregðast við háu olíuverði með því að hvetja til sparn- aðar, auka innanlandsframleiðslu og veita fé í þróun nýrra orkugjafa. Hvatti hann bandaríska þingið til þess að afnema skattafriðindi orku- fyrirtækja en afnema skatta sem eru settir á neyslugrannar bifreiðar. Forsetinnlýstiþví einnigyfir í gær að hann hafi fyrirskipað rannsókn á því hvort að bandarísk olíufyrir- tæki hafi misnotað sér stöðu sína á markaðnum til þess að halda verði á olíu hærra en það þyrfti að vera. Talsmaður Hvíta hússins sagði við blaðamenn í gær að Alberto Gonza- les, dómsmálaráðherra alríkisstjórn- arinnar, hefði sent bréf til dómsmála- ráðherra allra fimmtíu ríkjanna og beðið þá um að rannsaka hvort að orkufyrirtæki hafi brotið samkeppn- islög og haldið orkuverði of háu. Bush bregst við olíuverði og minnkandi vinsældum Afnemur tímabundið umhverfislög til að tryggja að olíuhreinsunarstöðvar anni eftirspurn og slái á hækkandi olíuverð. Forsetinn bregst við auknum þrýstingi þingmanna. George W. Bush, forseti Bandaríkj- anna, tilkynnti í gær að hann myndi afnema tímabundið umhverfislög svo að olíuhreinsunarstöðvar geti annað mikilli eftirspurn auk þess sem hann ákvað að leyfa tíma- bundna sölu úr varaoliuforða Banda- ríkjanna. Forsetinn grípur til þess- ara aðgerða til þess að auka framboð á olíu og slá á neikvæð áhrif hækk- andi olíuverðs. Olíuverð hefur aldrei verið hærra á alþjóðamörkuðum og ekki er gert ráð fyrir sú þróún gangi til baka vegna spennu á alþjóðavettvangi. Forsetinn hefur verið undir mik- illi pressu frá þingmönnum repú- blikana um að bregðast við þróun- Setjum jpÉ0Ötfc(ÍGffl í allar geróir bíla Sérsmíða kerfi íjeppann! PUSTÞJONUSTA Smiöjuvegur 50, Kóp., sími: 564 0950 -'S^V Pólska algeng í leikskólum Um 7,4% allra leikskólabarna á Isiandi hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál. Alls sóttu um 16.864 börn leikskóla á íslandi í desember í fyrra og hafa þau aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í samantekt Hag- stofu íslands á fjölda barna í leik- skólum í desember 2005. Mikil fjölgun hefur orðið á leikskólabörnum með erlent móðurmál á undanförnum átta árum. Árið 1998 voru þau rétt tæplega 600 en í fyrra voru þau 1.250 talsins. Pólska er sem fyrr algengasta erlenda móðurmál leikskóla- barna en það er móðurmál alls 189 leikskólabarna. í öðru sæti er enska en 159 börn hafa það sem fyrsta tungumál. í samantekt Hagstofunnar kemur einnig fram að í desem- ber á síðasta ári hafi um 275 skráð leikskólabörn verið með erlent ríkisfang og þar af um 145 frá Austur-Evrópu eða 51,6%. Á landinu voru starfandi um 262 leikskólar í desember í fyrra og fjölgaði þeim ekkert á milli ára.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.