blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 4
4 I FRÉTTXR MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaðið VÍKURVAGNAKERRURNAR ÞESS/VR STERKU Allar gerðir af kerrum Allir hlutir til kerrusmíöa Segir R-listann reyna að fela skuldasöfnun borgarinnar Afkoma Reykjavíkurborgar betri samkvæmt ársreikningi en áætlanir gerðu ráð fyrir. Víkurvagnar ehf • Dvergshöfða 27 ^Sími 577 1090 • www.vikurvagnar.is j/ KOKOS-SISAL TEPPI ! Falleg - sterk - náttúruleg Verð frá kr. 2.840,- pr. m2 Suöuriandsbraut 10 r ®™“35600 Vstrond www.simneUs/strond ' ztur. Rekstrarhalli Reykjavíkurborgar nam 125 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi Reykjavíkur- borgar fyrir árið 2005 sem kynntur var í gær. Þetta er 650 milljóna króna betri afkoma en áætlanir gerðu ráð* fyrir. Vilhjálmur Vilhjálmsson, ódd- viti sjálfstæðismanna i borginni, segir segir R-listann beita bókhalds- brögðum til að fela skuldasöfnun. Hann segir þörf á aðhaldi í rekstri og virkari íjármálastjórn. Lægri rekstrarkostnaður Samkvæmt ársreikningi Reykjavík- urborgar sem kynntur var í gær nam rekstrarhalli borgarsjóðs 125 millj- ónum króna. Rekstrarhallinn er þó mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir en þar var reiknað með halla upp á 776 milljónir króna. Helstu ástæður fyrir betri afkomu má m.a. rekja til þess að skattatekjur voru um 300 milljónum króna hærri en áætl- anir gerðu ráð fyrir og rekstrarkostn- Betra verð aður lægri. Alls skilaði rekstur borgar- sjóðs og fyrirtækja Reykjavíkurborgar um 5 milljarða af- gangi á síðasta ári. Þá lækkuðu skuldir borgarsjóðs um 605 milljónir króna og hreinar skuldir um tæpan 1,5 milljarð. í árslok námu skuldir borgarsjóðs rúmum 21 milljarði sem samsvarar um 184 þúsund króna skuld á hvern íbúa. í ársreikninginum kemur einnig fram að skuldir Orkuveitunnar hafi hækkað um 10 milljarða vegna virkj- anaframkvæmda og nema þær nú rúmum 78 milljörðum. Sívaxandi skuldasöfnun Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir ársreikninginn sýna fram á sívax- andi skuldasöfnun borgarinnar. Hann gagnrýnir R-listann fyrir að reyna að fela skuldasöfnun með millifærslum milli borgarsjóðs og Orkuveitunnar. „Það er búið að vera færa á milli úr borgarsjóði yfir til Orkuveitunnar og það er mjög erfitt að átta sig á því hvað er hvað. Þetta er fært út og suður. En þegar á heildina er litið er ljóst að skuldir borgarinnar eru komnar i 112 milljarða.“ Vilhjálmur segir einkennilegt að á sama tíma og góðæri hafi ríkt hér landi hafi skuldir borgarinnar auk- ist. Hann telur þörf á meiri aðhaldi í rekstri borgarinnar. „Á sama tíma og við búum við aukinn hagvöxt, litla verðbólgu og lítið atvinnuleysi aukast skuldir borgarinnar. Otsvarið er komið í hámark og fasteigna- skattar hafa hækkað. Það hefur ekki ríkt nógu mikið aðhald í rekstri og stjórnsýsla borgarinnar hefur þan- ist út með tilheyrandi kostnaði. Það þarf daglega ráðdeild í rekstri borgar- innar en ekki hókus pókus aðgerðir.“ Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Frjálslynda flokksins, kaus ekki að tjá sig um málið að svo stöddu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Reuters Teygt á fyrir nautaat Spænski nautabaninn Jesulin de Ubrigue veit sem er aö ótækt er aö kljást viö stór naut án þess aö teygja vel á fyrst. Hann tókst á viö eitt slíkt í Maestranza-hringleikahúsinu í Sevilla á Spáni á sunnudag. Varnarmálin rædd áfram mbl.is | Varnarviðræður íslendinga og Bandaríkjamanna hefjast í utan- ríkisráðuneytinu í dag samkvæmt upplýsingum úr ráðuneytinu. Síðasti fundur um varnarmálin milli Bandaríkjanna og íslands átti sér stað í utanríkisráðuneytinu þann 31. mars síðastliðinn en þá kom hingað til lands 26 manna sendi- nefnd. Viðræðunefnd íslands verður sú sama og á fundinum í mars og fer Albert Jónsson sendiherra fyrir henni. Ekki liggur fyrir hverjir verða í sendinefnd Bandaríkjamanna en hún mun þó verða fámennari en sú sem kom hingað í mars. Fram kom eftir fundinn í mars, að Bandaríkin væru að vinna að vinna að áætlun um varnir Islands í sam- ræmi við varnarsamning íslands og Bandaríkjanna frá árinu 1951. í þeirri vinnu yrði m.a. metin varnarþörf Islendinga eftir að F-15 orrustuþot- urnar hafa verið fluttar á brott. Þær verða farnar í síðasta lagi í lok septem- ber. Búast má við að bandaríska sendi- nefndin kynni áætlunina eða upplýsi íslensku sendinefndina nánar um hana á fundinum í dag. Fundurinn í dag verður þó ekki sá eini í þessari viðræðulotu þvi ákveðið hefur verið að funda einnig á morgun. SJONARHOLL Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði 565-5970 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla Þar sem gæðagleraugu kosta minna

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.