blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 38

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaðið 38 I HVAÐ FINNST ÞÉR? FÁMENNT EN GÓÐMENNT Á dögunum fór Smáborgarinn á djass- tónleika í miðbænum ásamt kunningja sínum. Þegar þeir mættuá staðinn voru tónleikarnir ekki hafnir enda aðeins tveir gestir fyrir í salnum. Eldri maður og annar yngri sem sátu hvor við sitt borðið í rökkvuðum salnum, héldu utan um bjórkrúsir og horfðu út í loftið. Þeir litu báðir við þegar Smáborgarinn og kunningi hans gengu inn og störðu á þá að því er virtist fegnir því að fleiri höfðu bæst í hópinn. Gestum fjölgaði lítillega þegar á leið og þegar mest lét fyllti áheyrendaskarinn rétt rúman tug. Tónleikarnirvoru góðirenda eðaltón- listarmenn á ferð en sökum fámennis- ins fannst Smáborgaranum stundum eins og hann væri staddur á æfingu frekar en á alvörutónleikum. Stemning- in var lágstemmd og gestir klöppuðu ekki einu sinni að loknu góðu sólói eins og tíðkast á djasstónleikum. Þögnin á milli laga var nánast vandræðaleg. Örfáar hræður á upplestri Viku sfðar leit Smáborgarinn fyrir til- viljun inn á annan menningarviðburð í bænum ásamt þessum sama kunn- ingja sínum. Að þessu sinni var um að ræða bókmenntaupplestur og kynn- ingu í bókaverslun og var stemningin þar ekki ósvipuð og á djasstónleikun- um. Áheyrendur og þátttakendur voru ekki miklu fleiri en tíu þegar mest var og greinilegt að flestir voru fastagest- ir á þessum samkomum. Ekki getur Smáborgarinn kvartað undan upplestr- inum sem var ágætur en líkt og á tón- leikunum leið honum á vissan hátt eins og hann hefði lent ífámennu einkasam- kvæmi þar sem enginn virtist þekkjast. Ekki veit Smáborgarinn hvað veldur því að svo fáir sæki menningarviðburði sem þessa því að í báðum tilfellum var um áhugavert efni að ræða og mikið í lagt. Ef til vill hefur kynningarstarf og markaðssetning ekki tekist sem skyldi og kannski er einfaldlega of margt ann- að f boði. Smáborgarinn heldur þó að ekki sé áhugaleysi um að kenna. Það hefur margoft sýnt sig að þegar vel tekst til er hægt að smekkfylla stærstu hús með bókmenntaviðburðum og góð- um djasstónleikum. Egill Ólafsson, hljómlistarmaður. Hvað finnst þér um að bygg- ingu tónlistarhúss verði frest- að vegna stöðu efnaahagsmála? „Ég skil ekki hvers vegna tónlistin á að gjalda þess, eins lengi og hún er búin að bíða. Til þess að halda hér byggð í landinu þarf fólk að hafa að- gengi að menningu. Það er ekki nóg að reisa bara álver. Menn eru alltaf að tala um margfeldisáhrif af því að reisa álver, en ég held að margfeldis- áhrifin af því að reisa tónlistarhús séu meiri. Þannig að ég held að þetta sé alveg afleit hugmynd." Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að fresta beri byggingu tónlistarhúss vegna stöðu efnahagsmála í landinu. Egill hefur lengi barist fyrir byggingu tónlistarhúss sem nú hillir undir. Bob Geldof á blaðamannafundi í Jóhannesborg í Suður-Afriku Tékknesku fyrirsæturnar Nemcova og Pestova skála í hófi í Prag vegna útkomu bókarinnar Alltafást, Nemcovu Brasilíski fótboltamaðurinn Ronaldinho brosir Birnan Paloma liggur á jörðinni í Masun í suðurhluta Slóveníu á blaðamannafundi á heimavelli Barcelona, Nou Camp * Jackson vinnur með 50 Cent Endurkoma poppkóngsins Micha- el Jackson verður furðulegri með hverri vikunni. I síðustu viku greindi Blaðið frá nýjú útgáfufyr- irtæki sem Jackson stofnaði ásamt prinsinum í Mið-Austurríkinu Ba- hrain. Nýjustu fréttir herma að 50 Cent og félagar hans í G-Unit verða gest- ir í nýja lagi Jacksons, Trial of the Century. Eins og titill lagsins gefur til kynna fjallar lagið um réttar- höldin sem Michael Jackson hefur staðið í síðustu ár. • Lagið verður að finna á plötunni Whoo Kid’s mixtape MJ Unit - The Takeover, sem mun einnig inni- halda fimm óútgefin lög frá Jack- son og alls kyns tilraunir þar sem lögum hans verður blandaði við lög frá G-Unit. Michael Jackson býr nú í Bahra- in og vinnur að sinni fyrstu breið- skífu síðan hann gaf út Invincible árið 2001. eftir Jim Unger Þú eyðir tíuþúsund á mánuði í snyrtivörur og hann er það besta, sem þú finnur? HEYRST HEFUR.. Svar íslands við Opruh Win- frey, Sirrý sjálf, hefur ekki prýtt sjón- varpsskjái landsmanna um nokkra hríð eftir að hún sagði starfi sínu lausu á Skjá einum og gekk til liðs við 365, en sam- kvæmt samningi hennar mátti hún ekki vinna hjá samkeppnis- aðila meðan á uppsagnarsamn- ingi stæði. Innan skamms lýkur þessu skjábindindi Sirrýar og greinir Reynir Traustason frá því á Mannlífsvefnum (www. mannlif.is) að í júní muni hefja göngu sína ný þáttaröð á NFS með Sirrý í aðalhlutverki. Nefn- ist þáttaröðin Örlagavaldurinn og hyggst Sirrý þar fjalla um fólk og krossgötur í lífi þess. Ekki ætlar hún hins vegar að láta þar við sitja, því í júlí sest hún við hlið Heimis Karlssonar í morgunsjónvarpsþættinum ís- land í bítið... Pólitísk fréttaskýring höf- undar Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um liðna helgi hefur orðið mörgum stjórn- málamönnum uppspretta hug- leiðinga. Fáum dylst að þar hefur Styrmir Gunnarsson, rit- stjóri blaðsins, haldið á penna, enda ber greinin þess merki að höfundur hefur tekið á hinum pól- itíska púlsi um áratuga- skeið. Björn Bja rnason dregur hana saman á heimasíðu sinni (www.bjorn. is) og kveðst ekki vilja gagn- rýna hana, þó merkja megi að ekki sé hann í öllu sammála henni. Össur Skarphéðinsson er á hinn bóginn gagnrýnni á sínum bloggi (ossur.hexia.net) og telur Reykjavíkurbréfið að- eins lið í kosningabaráttu Sjálf- stæðisflokksins i Reykjavík, þó hann telji Styrmi ganga ýmis- legt fleira til, svo sem útrým- ingu Framsóknarflokksins... Fleirigrasa mákenna í Reykja- víkurbréfinu. Ljóst er að höf- undi finnst kosningabaráttan hefjast með dauflegasta móti þó frískleg innkoma framsókn- armanna (afsakið, exbé) undir forystu Björns Inga Hrafnasson- ar, sé þar heiðarleg undantekn- ing á. Sérstaklega er hins vegar rakið hversu ósýnilegur Dagur B. Eggertsson hefur verið fram að þessu þó Samfylkingin aug- lýsi ekki minna en aðrir flokkar. Er svo langt gengið að Samfylking- in er sögð vera foringja- laus... En þó kosningabaráttan hafi kannski verið bragðdauf til þessa hljóta sjálfstæðismenn að vera í hátíðarskapi í dag. Foringi þeirra, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, er sextugur í dag og taka hann aog Guðrún Kristjánsdóttir, unnusta hans, X á móti vinum, velunnurum H JH og samherjum í Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 2 í Grafarholti á milli kl. 17.00 og 20.00 í dag...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.