blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöiö
28 i
Fljúgum hœrra
Flugdrekar eru œvafornt tómstundagaman og hafa einnig verið nýttir í hernaðarlegum tilgangi.
Talið er að flugdrekar hafi verið
fundnir upp í Kína fyrir um
2500 árum. Trúlega draga þeir
nafn sitt af því að oft voru þeir í
drekalíki, langir og samsettir úr
mörgum einingum.
Flugdrekar hafa ekki aðeins verið
notaðir sem leikföng, heldur hafa
þeir einnig nýst í hernaðarlegum til-
gangi í gegnum aldirnar. Bæði til að
koma skilaboðum áleiðis og flytja
hergögn á milli staða. Þeir voru
einnig notaðir svo hermenn gætu
kynnt sér aðstæður við orrustur, en
þá var þeim lyft upp með flugdrek-
anum og flogið yfir vígvöllinn. 1 dag
eru flugdrekar stundum notaðir til
að taka ljósmyndir úr lofti.
Vísindin hafa einnig fært sér flug-
dreka í nyt en Benjamín Franklín
gerði eitt sinn fræga tilraun með
flugdreka þegar hann sannaði að eld-
ingar eru í raun rafmagnaðar. Flug-
drekar voru líka mikið notaðir við
hönnun fyrstu flugvélanna og bæði
Wright bræður og Alexander Gra-
ham Bell nýttu sér þá í tilraunum
sínum sem og við útreikninga.
Vinsælir víða um heim
Flugdrekar eru vinsælt áhugamál i
Kína, Japan, Indlandi, Tælandi og
mörgum fleiri löndum. Hjá sumum
þessara þjóða tíðkast að halda sér-
stök flugdrekamót þar sem flug-
drekar eru látnir „berjast", en þá
reyna „flugmenn“ að snúa dreka
hvors annars niður af himninum
og nota kappsfullir bardagamenn
ýmsar aðferðir til þessa. Til dæms
líma þeir glerduft á strengi flug-
drekans sem verður til þess að stren-
girnir verða svo sterkir og beittir
99.......................................................
Hjá sumum þjóðum tíðkast að halda sérstök flugdrekamót þar sem
flugdrekar eru látnir "berjast", en þá reyna„flugmenn"að snúa dreka
hvors annars niður afhimnum. Kappsfullir bardagamenn nota sérýmsar
aðferðir til að snúa niður andstæðingana. Til dæms líma þeir glerduft á
strengi flugdrekans sem verður til þess að strengirnir verða svo sterkir
og beittir að þeir geta „sagað" strengi andstæðingsins í sundur.
Nu er retti timinn til að festa kaup a sænsku einingahúsunum.
Þau eru vönduð, fulleinangruð heilsárshús og fljótreist.
Stærðir 50 - 60 - 80 og 115 fm.
Hafðu samband við okkur.
É Síminn er 581 4070.
(UVfccÍM Al,ar uPplsi"9arÁ.
q www.bjalkabustadir.is
Spennandi nýjar húsageröir
Elgur Ármúla 36, 108 Rvlk S 581 4070
Framleiðum
bendinet í
mörgum gerðum
og breiddum.
vidur.
Harðviðurtil húsbygginga. Vatnsklæðning,panill,
pallaefni, parket o.fl.o.fl.Gæði á góðu verði
Uppl. hjá Magnúsi í síma 660 0230 og 5611122
að þeir geta „sagað“ strengi and-
stæðingsins í sundur. Þetta er mjög
hættulegt þar sem strengirnir geta
einnig, og hafa, valdið skaða á fólki.
í Afghanistan er þetta sport þekkt
undir nafninu Gudiparan Bazi en
talíbana stjórnin í landinu bannaði
þessa ágætu iðju, eins og reyndar
ýmislegt annað.
Vinsæl íþrótt
Á undanförnum árum hefur flugdre-
kaflug þróast yfir í íþróttagrein í
mörgum löndum, en þá keppa menn
m.a. í listflugi drekanna. I þessu til-
felli er til dæmis tekið mið af því
hversu vel mönnum tekst að fljúga
drekum sinum í takt við tónlist.
Á Indlandi er árlega haldin mikil
flugdrekahátíð og kallast hún Makar
Sankranti. Hátíðin er haldin fjór-
tánda eða fimmtánda janúar (eftir
því hvort hlaupaár er eða ekki) en þá
flykkjast milljónir manna á norður-
Indlandi út með flugdrekana sína
svo að litadýrðin fyllir himininn. 1
Pakistan var flugdrekaflug lengi
vel hluti af helgiathöfn sem tengist
vorinu og er sú athöfn kölluð Basant,
en vegna bardagaflugsins, sem full-
margir virðast hafa áhuga fyrir þar
syðra, er búið að banna flugdreka
yfir hátíðarnar þar sem bardaga-
flugið olli of mörgum slysum á fólki.
Nokkrar gerðir flugdreka
Margar gerðir flugdreka eru til og
hefur hver sitt nafn en ýmsar gerðir
flugdreka hafa þróast í gegnum árin.
Lengst af var notaðaður pappír til
að klæða flugdreka og bambus eða
grannir dýlar i grindina, en í dag
eru notuð ýmiskonar plastefni, silki,
trefjastangir og fleira.
Kross-drekar, eins og þeir eru oft-
ast kallaðir, hafa tvö nöfn eftir því
hvernig þeir eru gerðir. Eddy-dreki
er með uppsveigða arma sem gera
hann nokkuð stöðugan á flugi en
armarnir eru annaðhvort beygðir
eða festir með sérstökum vinkil-
stykkjum sem eru fest við hrygg-
lengju drekans. Stærð drekanna er
misjöfn eftir smekk en gæta verður
að því að hlutföllin séu nokkurn veg-
inn rétt.
Rokakku-drekar eru mjög vin-
sælir skraut-flugdrekar. Á þá er hægt
að mála, líma eða sauma myndir af
ýmsu tagi og má oft sjá mikil lista-
verk á lofti þar sem þeir eru.
Þeir eru nokkuð stórir eins og sjá má
af myndunum og því þarf margar
línutengingar og sterkan þráð til að
halda þeim.
Rolo-drekar eru enn ein gerðin
en þeir eru nokkuð flóknir að
gerð og nákvæmni því nauðsynleg.
SKRAUTLEGUR Flugdrekar geta oft verið
æði skrautlegir og mikið er lagt í hönnun
þeirra og smíði.
Rolo-drekar eru tví eða þrískiptir
og minna á flugvélar frá fyrri
tímum, t.d. tví- og þríþekjur seinni
heimstyrjaldarinnar
Sexkant-drekar eru fallegir og
fljúga vel. Þeir eru stundum óreglu-
legir að hluta en býsna skrautlegir.
Þeir eru mjög misstórir og hægt er
DREKIÁ LOFTI Það er hollt og gott tóm-
stundagaman aðfljúga flugdreka.
að setja marga saman þannig að
þeir mynda einskonar lest eða röð
í loftinu.
Tækni-drekar Að lokum er vert
að minnast á flugdreka sem komið
hafa fram á sjónarsviðið á síðustu
árum og einkennast af tækniþróun
flugeðlisfræðinnar og hugmynda
í tengslum við hana. Þetta eru m.a.
svonefndir „CELLU-drekar“. Þeir
eru saumaðir úr silki eða nylon
efnum og er allt reiknað út af mik-
illi nákvæmni. Þessar gerðir eru
til í fjöldamörgum útgáfum og
stærðum og keppast menn um að
koma fram með sem nýstárlegustu
hugmyndirnar.