blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 6
6 I FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaAÍð Útvarpsréttarnefnd verði virk sem eftirlitsstofnun Þorbjörn Broddason, prófessor við HÍ, segir að ný fjölmiðlalög muni ekki baka þeim sem í fjölmiðlarekstri standa mikil vandræði. Þorbjörn Broddason Nýtt frumvarp um fjölmiðlalög er unnið af yfirvegun og vandvirkni, að sögn Þorbjörns Broddasonar, pró- fessors í fjölmiðlafræði við Háskóla f s- lands. Breyting á samkeppnislögum vekur að hans mati einna mesta eftir- tekt og hann segir mikla ábyrgð vera setta á herðar Samkeppniseftirlitsins. ,Þeir sem sömdu frumvarpið hafa greinilega verið að reyna að finna skynsamlega afmörkun í þessum efnum þannig að ekki sé verið að misbjóða þeim sem vilja eyða sínum fjármunum og hafa sína afkomu af því að reka fjölmiðla. Á meðan markaðshlutdeildin er undir þriðj- ungi þurfa menn engar áhyggjur að hafa.“ Þorbjörn segir erfitt að líkja þessum reglum við einhverskonar afarkosti. „Auðvitað þrengir þetta að einhverjum en þetta á ekki að baka neinum manni stóran vanda.“ Aðspurður um samanburð á þessu frumvarpi við sambærileg lög í öðrum löndum segir Þorbjörn að næstum allar þjóðir setji sér einhvers- konar lög í þessum efnum. „Það er mjög óvíða þar sem þetta er látið reka á reiðanum, eins og hefur tíðkast hér álandi. En efvið ætlum að líkja þessu frumvarpi við lög annars staðar lendum við í vandræðum því hver einasta þjóð hefur valið sína eigin leið. Ég sé ekkert athugavert við það að ríkið setji rammalöggjöf í þessum efnum sem ætti ekki að stoppa neinn í því efni að hafa afkomu sína og lífs- nautn af því að reka fjölmiðil," segir Þorbjörn Broddason. Mikil ábyrgð Samkeppniseftirlitsins Sá hluti laganna þar sem vikið er að heimild Samkeppniseftirlitsins til þess að koma í veg fyrir samruna á fjölmiðlamarkaði hefur vakið athygli. ,Þetta leggur stofnuninni mjög mikla ábyrgð á herðar. Ég sé þetta sem svona varaskeifu sem setur undir þann leka ef samþjöppun fer að mynd- ast á milli fjölmiðla, jafnvel þó hún nái ekki þessu þriðjungsmarki. Ef að Samkeppniseftirlitinu sýnist sem svo að samþjöppun sé að verða meiri en góðu hófi gengir þá getur það gripið til sinna ráða og ógilt samruna.“ En er þá ekki verið að fela Sam- keppniseftirlitinu mikil völd, og er það rétta stofnunin til þess að meta hvort samruni stofni tjáningarfrelsi, frjálsri skoðanamyndun almennings eða fjölbreyttu fjölmiðlaframboði i hættu? „Þetta er gild spurning en það er gert ráð fyrir því að þetta mat eigi að fara fram í samráði við útvarpsréttar- nefnd. Útvarpsréttarnefnd er reyndar aðeins skipuð lögfræðingum, en henni er veitt heimild til þess að ráða til sín sérfræðinga." Þorbjörn segist ekki trúa öðru en að nefndin geri það. „Annars verður þetta hvorki fugl né fiskur. Ég treysti á að útvarpsréttar- nefnd vaxi upp í það að verða virk eft- irlits- og ráðgjafarstofnun. Mér finnst engin ástæða til að ætla annað en það að þetta geti allt farið fram með friði og spekt og i jákvæðum anda.“ Nýttu þér gjöfina og 10% afslátt að auki í Bóksölu stúdenta GOTT ÚRVAL, GOTT VERÐ Við tökum þér og ávísuninni þinni fagnandi dagana 19. apríl - 3. maí. Auk þess að veita 1000 króna afslátt samkvæmt skilmálum Þjóðargjafarinnar bjóðum við nú, sem fyrr, 10% afslátt af öllum íslenskum bókum. Kynntu þér úrvalið i versluninni eða á www.boksala.is. bók/did. /túdei\ta, Stúdentaheimilinu v/Hringbraut - sími: 5 700 777 - www.boksala.is Spá samdrætti í þjóðarbúskapnum Verðbólgan í ár verður 5,9% sam- kvæmt þjóðhagsspá fjármálaráðu- neytisins fyrir árin 2006 og 2007 sem birt var í gær. Gert er ráð fyrir að brottflutningur varnarliðsins muni hafa lítilsháttar áhrif á hag- vöxtinn til lækkunar. Spáð er sam- drætti á komandi árum og að hag- kerfið leiti jafnvægis. Lítið atvinnuleysi Fjármálaráðuneytið birti í gær vor- skýrslu um þjóðarbúskapinn sem hefur að geyma nýja þjóðhagsspá fyrir árin 2006 og 2007 ásamt fram- reikningi til ársins 2010. í spánni er gert ráð fyrir áframhaldandi þenslu á þessu ári með tilheyrandi viðskiptahalla upp á 14,4% af lands- framleiðslu. Til samanburðar má nefna að á síðasta ári nam viðskipta- hallinn 16,5% af landsframleiðslu. Skýrsluhöfundar spá því að verð- bólgan verði um 5,9% á þessu ári og framleiðsluspenna verði meiri en hingað til hefur verið gert ráð fyrir. Þá áætla þeir að landsframleiðslan aukist um 4,8% og atvinnuleysi verði um 1,6% af vinnuafli. Ekki er gert ráð fyrir því að brott- flutningur varnarliðsins muni hafa meiriháttar áhrif á hagvöxtinn til lækkunar. Dregur úr innflutningi Á næstu árum gera skýrsluhöf- undar ráð fyrir samdrætti í þjóð- arútgjöldum m.a. í kjölfar aðhalds- samrar hagstjórnar undanfarin ár og lok yfirstandandi stóriðjufram- kvæmda. Verðbólgan mun verða um 3,5% á næsta ári og haldast á bil- inu 2 til 2,5% til ársins 2010. Þá mun draga verulega úr innflutningi strax á næsta ári og því spáð að viðskipta- hallinn verði þá kominn niður í 7,7% af landsframleiðslu. Ekki gert ráð fyrir því að atvinnuleysi aukist mikið þrátt fyrir samdrátt. Að mati skýrsluhöfunda eru helstu óvissuþættir í þjóðhags- spánni gengi krónunnar og frekari stóriðjuframkvæmdir. Athugasemd I frétt Blaðsins frá því í síðustu viku um áhrif gengislækkunar á gjaldskrá leigubíla mátti mis- skilja að allar sendibílastöðvar á höfuðborgarsvæðinu væru búnar að hækka gjaldskrá sína. Forsvarsmenn Nýju sendibíla- stöðvarinnar vilja benda á að þeir hafa ekki hækkað gjaldskrá sína. Því er hér með komið á framfæri. Misskilningi eytt Viðtal Blaðsins 22.4. síðastlið- inn við Eyþór Arnalds mátti skiljaáþannveg að hann væri einstæður faðir. Það er hann ekki og hefur ekki verið. Börnin okkar tvö eru í forsjá minni. Móeiður Júníusdóttir. KONICA MINOLTA Laserprentarar fyrir kröfuharða PagePro 1400W fyrirferðalítill s/h hágæðaprentari -16 bls/mín. Tilhnft<ítrprA- TQ Qflfl - • Fullt verð: 49.900.- Magicolor 2400W hágæðaprentari fyrir s/h og lit “Simitri” litflæði tryggir skerpu og þéttleika útprentunar. Fyrir stærri notendur Magicolor 5450D X Öflugur hágæðalitaprentari með PhotoArt gæðum, prentar báðum megin á A4. Prismlaser Technlogy UIUIFANG TÆKNIBÚNAÐUR UMFANG-TÆKNIBÚNAÐUR • SÍÐUMÚLA 12-108 REYKJAVÍK SÍMI 510 5520 • umfang@kjaran.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.