blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 18
18 I BRÚÐKAUP MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöiö HLÝJAR RPPl'lfT)AF?r: IAPIR Laugavegl 87 • símar 551 8740 & 511 2004 Veisluþjónusta fyrir öll tilefni Stendur mikið til? Við tökum að okkur að sjá um veitingar fyrir hvaða tilefni sem er: Fermingar, brúðkaup, afmæli o.fl. Við sérhæfum okkur í: • Brauðtertum • Snittum ^ • Smáréttum Pantanir og nánari upplýsingar í síma: 425 0322 425 0246(7), og á netfangið igsveitingar@igs.is IGSveitingar ■ - Gátlisti fyrir brúðkaupið Þegar brúðkaup er í vændum þarf svo sannarlega að hafa margt í huga og er því best að hafa nægan tíma til stefnu til þess undirbúningurinn verði eins og best verður á kosið. Brúðkaup á að vera gleðilegur atburður og því ætti að forðast streitu og tímaleysi fyrir stóra daginn. Gott er að punkta niður það sem þarf að gera og ekki ætla sér of mikið í einu. Brúðhjónin þurfa því að setjast niður og ákveða í sameiningu hvernig draumabrúðkaupið á að vera. Velja þarf kirkju, hafa samband við prest, ákveða hvar skal halda veisluna og með hvaða sniði hún á að vera. Eins þarf að ákveða hvort að bjóða eigi upp á mat og drykk eða kaffi og kökur. Á að hafa þetta svakalega fínt eða bara frekar óformlegt? Á að hafa lifandi tónlist eða plötusnúð? Og síðast en ekki síst, hvað má athöfnin kosta? Þeir sem eru í brúðkaupshugleiðingum ættu því að útbúa gátlista. Bæði til þess að það náist að framkvæma það sem þarf að gera í tíma og líka til þess að hægt sé að hafa yfirlit yfir brúðkaupskostnaðinn. Það sem hafa þarf í huga fyrir brúðkaupið: • Byrjið á að ákveða dagsetningu sem hentar bæði ykkur og ykkar nánustu og ákveðið hvernig veislu þið viljið halda. • Gerið fjárhagsáætlun og aflið ykkur upplýsinga um veisluþjónustur, kjólaleigur, kostnað við að leigja sal og annað slíkt. • Veljið kirkju og ákveðið hvaða prest þið viljið fá til þess að gefa ykkur saman. • Gerið drög að gestalista svo þið fáið hugmynd um gestafjölda. • Farið að huga að stað fyrir brúðkaupsveisluna og pantið tímanlega. • Ákveðið tónlist ef þið ætlið til dæmis að hafa söng í kirkjunni og gangið frá þeim málum. • Hugið að brúðkaupsmynda- tökunni og athugið með ljósmyndara efþið hafið einhvern sérstakan í huga. • Farið að huga að brúðarfötum og gangið frá því með góðum fyrirvara. Náttúrulegar snyrtivörur IRósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð 0*yCíe»m Dr.H»u«hk» Rosf OayCnsim Lífrœnt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Þaö gerir húöina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og Iífrænt ræktaðar Iækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn Íer úr hrcinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. I dreifing: Útsölustaóir: Yggdrasill Skólavöróustíg 16, Fræið Fjaróarkaup, Lífsins Lind Kringlunni, Lyf ja, I Maður Lifandi, Blómaval og Heiisuhornió Akureyri. Ef þið ætlið í brúðkaupsferð stuttu eftir brúðkaupið er gott að fara að hugsa stað og stund. Ákveðið boðskortin og sendið þau tímanlega svo að fólk geti staðfest eða afboðað komu sína með fyrirvara. Leggjið inn pöntun fyrir brúðartertunni ef þið hafið slíkt í huga. Kíkjið á hringa tímanlega svo að hægt sé að sníða þá í rétta stærð. Útbúið gjafalista þannig að brúðkaupsgestir geti valið gjafirnar í tíma. Staðfestið matseðilinn og aðrar veitingar. Gangið frá samningum við alla þá sem að brúðkaupinu koma, eins og veisluþjónustuna, þann sem sér um blómaskrey tingarnar, ljósmyndarann og tónlistar- mennina þannig að fram komi verð, tímalengd og dagsetning. Ekkert ætti því að koma á óvart síðustu dagana fyrir brúðkaupið. • Pantið brúðarbílinn ef þið hafið í hyggju að leigja hann. • Einnig er sniðugt fyrir brúðurina að panta sér tíma í prufu hárgreiðslu og förðun svo að hún verði ekki fyrir vonbrigðum á brúðkaupsdeginum. • Staðfestið allar pantanir og plön tímanlega. • Síðustu tvær vikurnar fyrir brúðkaupið er tilvalið að ganga frá smáatriðum en hafið það í huga að smáatriðin geta tekið ótrúlega langan tíma í framkvæmd. Leggjið ykkur fram um að vera laus við alla streitu fyrir brúðkaupið vegna þess að streita hefur slæm áhrif á ónæmiskerfið og það versta sem gæti komi fyrir eru veikindi eða slappleiki á brúðkaupsdaginn. Síðustu dagana fyrir brúðkaupið ætti að nota í afslöppun og dekur. Farið í hand- og fótsnyrtingu, plokkun og litun og leyfið ykkur að hlakka til og njóta tilhugsunarinnar um brúðkaupið.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.