blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 32
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaðið 32 i Konan úr Þriðja manninum kveður Alida Valli. Ein þekktasta leikkona Itala er látin. Þekktust er hún fyrir hlutverk sitt í Þriðja manninum. Þriðji maðurinn telst örugglega í hópi bestu mynda kvikmyndasög- unnar. Myndin sem var gerð árið 1949 af Carol Reed sló rækilega í gegn og tónlistin, sítartónlist Antos Karas, heyrist enn leikin. í mynd- inni sagði Orson Welles, í hlutverki Harry Lime, hin fleygu orð: „Á Ítalíu á dögum Borga-ættarinnar voru styrjaldir, ógnarstjórn, morð og blóðsúthellingar í þrjátíu ár en þetta var líka tími Michelangelo, Leonardo da Vinci og Endurreisn- arinnar. í Sviss var bróðurkær- leikur, lýðræði og friður í fimm hundruð ár - en hverju skilaði það. Gauksklukkunni." Alida Valli lék konuna óhamingju- sömu sem elskaði hinn siðblinda Harry Lime. Valli lést á dögunum 84 ára gömul. Einræðisherrann Ben- ito Mussolini lýsti henni eitt sinn sem fallegustu konu í heimi á eftir Gretu Garbo. Valli fæddist í Pula, sem nú heitir Króatía, en tilheyrði þá ítalíu. Hún gerðist kvikmynda- leikkona á fjórða áratugnum og varð á skömmum tíma ein vinsælasta leikkona Italíu. Frægð hennar fór vaxandi með hverri mynd og loks bauð Hollywoodframleiðandinn David Selznick henni kvikmynda- samning. Fyrsta mynd hennar í Hollywood var The Paradine Case sem Alfred Hitchcock leikstýrði, en myndin var ekki í hópi hans bestu. í annarri mynd sinni, Miracle of the Bells, lék hún á móti Frank Sinatra sem hún sagði seinna að hefði verið stór ást í lífi sínu en hann endurgalt ekki tilfinningar hennar. Svo kom Þriðji maðurinn, frægasta mynd sem Valli lék í á ferli sínum. Eftir að hafa slegið svo rækilega í gegn sneri hún aftur til Ítalíu og lék þar í kvikmyndum og á sviði. Alls lék hún í rúmlega hundrað myndum á sextíu ára ferli og vann meðal ann- ars með Luchino Visconti og Miche- langelo Antonioni. Hún var tvígift og eignaðist tvo syni. Hún fékk heið- ursverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum árið 1997. Hláturhátíð Borgar- leikhússins Þrjár nýjar kiljur Hjá Máli og I m c n n i n g u I eru komnar I út þrjár nýjar I kiljur, Aftur- I elding eftir I Viktor Arnar I I ngólfsson, 1 II r a f 11 i n 11 I eftir Vilborgu | Davíðsdóttur og Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón. í Aftureldingueruþrírgæsaveiði- menn myrtir og lögreglan stendur frammi fyrir því að raðmorðingi gengur laus. Sú skoðun staðfestist þegar lögreglunni berst orðsend- ing frá morðingjanum sem segir: „Ég veiði menn og sleppi aldrei ...“ Frá þeim degi hefst æsileg glíma milli lögreglu og óvenjulegs morð- ingja upp á líf og dauða þar sem ekki má á milli sjá hvor er í hlut- verki kattar og músar. Viktor Arnar Ingólfsson er einn vinsælasti spennusagnahöfundur landsins og síðasta bók hans, Flat- eyjargáta, hlaut frábærar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Hróður hans berst nú víða og Flateyjar- gáta kom nýverið út í Þýskalandi. Fyrsta spennusaga Viktors Arnars, Engin spor, var fyrsta íslenska glæpasagan sem tilnefnd var til nor- rænu glæpasagnaverðlaunanna. Saga um horfna tíma Skuggi vinds- ins er saga um horfna tíma og gleymdar persónur sem ganga aftur og taka völdin í lífi þess sem les. En um leið er hún spennusaga um fólk á flótta, um ofsóknir, vináttu og svik, um ótta og vissu, „um ást, hatur og þá drauma sem búa í skugga vindsins“ - eins og Daníel segir við stúlkuna sem hann elskar þegar hann fer með hana í Kirkju- garð gleymdu bókanna til að sýna henni fjársjóðinn dularfulla sem þar er geymdur. Höfundur bókarinnar, Carlos Ruiz Zafón (f. 1964), er sjálfur frá Barcelona líkt og sögupersónur hans, en býr nú í Los Angeles og stundar ritstörf. Skuggi vindsins er fyrsta skáldsaga hans fyrir full- orðna og hefur náð gríðarlegri út- breiðslu á skömmum tíma, varð metsölubók á Spáni og hefur síðan verið gefin út við miklar vinsældir víða um lönd. VILBORG DAVÍÐSDÓTTIR jf/ .VmA t*ft**i • Un Uifyvi Ét Framandi heimur Skáldsagan Hrafninn eftir Vil- borgu Davíðsdóttur var tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaun- anna árið 2005. Vilborg er þekkt fyrir sögulegar skáldsögur sínar sem notið hafa mikilla vinsælda. Hér varpar hún ljósi á framandi heim inúíta og ráðgátuna um nor- rænu byggðina á Grænlandi sem hvarf sjónum inn í þoku tímans um miðja fimmtándu öld. SU DOKU talnaþrautir Flosi Ólafsson. Hann er sérstakur verndari Hláturhátíðar Borgarleikhússins sem hefst á föstudaginn. Hláturhátíð Borgarleikhússins hefst föstudaginn 28. apríl en þá verður veisla í forsalnum á milli klukkan 16-18, þar sem allir ættu að gera fundið eitthvað við sitt hæfi. Af þessu tilefni verða opnaðar tvær skopmyndasýningar önnur eftir Hugleik Dagsson og hin eftir Sig- mund. Sönglist verður með sýningu fyrir börnin, hljómsveit Ilmar Stef- ánsdóttur leikur og boðið verður uppá hláturnámskeið fyrir gesti og gangandi. Alls kyns stuttar uppá- komur verða á Stóra sviðinu og í for- salnum og þar leggur fjöldinn allur af leikurum hússins hátíðinni lið. Verndari hátíðarinnar er Flosi Ólafs- son og kynnir er Elsa Lund (Laddi). Hátíðin stendur til 28. maí. Allir sem að hátíðinni koma munu gefa vinnu sína og miðaverð er að- eins 1000 krónur. Allur ágóði rennur til Umhyggju, félags langveikra barna. Frítt fyrir börn yngri en 12 ára í fylgd með forráðamönnum. Sérstakir hláturhátíðarviðburðir verða á boðstólnum í maí: Fimmtudaginn 4.maí verður uppistand á Stóra sviðinu með Þorsteini Guðmundssyni, Steini Ármanni Magnússyni, Björk Jakobs- dóttur og Guðlaug Elísabet. Fimmtudaginn n.maí verða Pörupiltarnir með uppákomu og leikararnir Friðrik Friðriksson, Halldór Gylfason og Björgvin Franz Gíslason flytja Píkusögur. Fimmtudaginn 18. maí verður tileinkað Áramótaskaupum Sjón- varpsins. Dagskráin heitir Leiktu fyrir mig. Áhorfendur geta beðið leikara Borgarleikhússins um að leika sín uppáhaldsatriði úr Áramótaskaupunum. Fimmtudaginn 25. maí keppa leikarar Leikfélags Reykjavikur og Leikfélags Akureyrar um Banana- bikarinn í Leikhússportkeppni. Hátíðinni líkur svo með Hlátur- námskeiði 28. maí í umsjón Ástu Valdimarsdóttur og Kristjáns Helga- sonar. Miðaverð á þessa atburði er aðeins 1.000 krónur. Lausn síðustu gátu 7 2 9 5 1 4 3 6 8 3 4 1 6 2 8 5 9 7 8 5 6 9 7 3 1 4 2 6 7 5 3 4 9 8 2 1 9 1 8 2 5 7 4 3 6 2 3 4 8 6 1 7 5 9 5 8 3 7 9 2 6 1 4 1 6 2 4 8 5 9 7 3 4 9 7 1 3 6 2 8 5 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aöeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem uþp eru gefnar. Gáta dagsins 4 6 3 5 8 1 2 5 3 6 8 2 1 8 8 7 2 3 4 7 3 1 6 9 2 8 9 3 5 6 7 4 SHDP I5 ©

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.