blaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 blaöiö
Auglýsingar 5103744
blaöiðu
■mssss*- ■
’hát
a 14 • s. 557 4070
l@myndval.is
22 I BRÚÐKAUP
Vinsœlt að láta sér-
smíða giftingarhringi
Flestir ef ekki allir setja upp hringa
þegar þeir ganga í hjónaband. Vanda
skal valið á hringunum en misjafnt
er hvað fer hverjum. Miklu máli
skiptir að hringarnir séu þægilegir
og ekki of íburðarmiklir þar sem
þeir eru sjaldan teknir niður.
Færst hefur í vöxt á undanförnum
árum að láta sérsmiða giftingar-
hringana og er mikið gert af því hjá
Gullsmiðju Óla. Þar eru hringarnir
smíðaðir eftir óskum viðskiptavina
en fólk er farið að kjósa þessa leið svo
að giftingarhringarnir séu einstakir.
Samkvæmt Gullsmiðju Óla eru
breiðir hringir að verða vinsælli.
Fólk vill finna fyrir hringnum á
fingrinum og kýs að hafa þá meira
áberandi en áður.
Vinsældir gullsins hafa haldið sér
þó að einhverjar tískubylgjur komi
alltaf inn á milli. Allur gangur er
svo á því hvort að fólk taki einhverja
steina með en það fer þá oft eftir því
við hvað fólk starfar. Ef fólk vinnur
verkamannavinnu þá er kannski
ekkert sniðugt að vera með mikið af
steinum og skrauti á hringnum sem
geta losnað af.
Mikið hefur verið um áletranir á
hringum bæði á ytri rönd þeirra og
innri. Algengast er að nöfn brúðhjón-
anna séu grafin í hringana en sumir
kjósa kannski að setja aðeins meiri
texta á þá.
Herrahringar eru alltaf svolítið
grófari en dömuhringarnir þar sem
herrann er í flestum tilvikum með
stærri hendur en daman og oftar en
ekki er hringur brúðgumans hafður
aðeins látlausari.
Giftingarhringa er hægt að fá í
öllum stærðum og gerðum og fer
verðið eftir því hvað er tekið hverju
sinni. Eftir því sem hringarnir eru
breiðari því dýrari eru þeir en yfir-
leitt er þetta frá 50.000 kr. og upp úr.
hilda@bladid.net
Veislustjórn í brúðkaupum
Veislustjórar í brúðkaupi stjórna
veislunni og þurfa að sjá til þess að
allt fari fram eins og best verður á
kosið, án þess þó að vera ósveigjan-
legir og of skipulagðir. Brúðhjónin
treysta á viðkomandi til þess að vera
eins konar tengiliður við gestina og
sjá til þess að allir séu sáttir við sitt.
Veislustjórar eru yfirleitt einn eða
tveir, ýmist einn frá brúðinni og
annar frá brúðgumanum.
Sá sem tekur þetta að sér þarf
helst að vera léttur í iund og kunna
að koma fyrir sig orði.
Boðsgestir eiga að hafa aðgang
að veislustjóranum til þess að geta
komið á framfæri óskum um ræðu-
höld eða skemmtiatriði og er þá séð
til þess að allir komist að og veisl-
unni haldið gangandi.
Það er mjög hentugt ef viðkom-
andi hefur kynnt sér hljóðkerfið,
ef veislan er haldin í sal, og sé
með á hreinu hvernig það virkar
svo það heyrist almennilega í
ræðuhöldurum
Veislustjórinn ætti að hafa á
hreinu hvaða kræsingar er verið að
bjóða upp á. Hann getur i upphafi
veislunnar boðið fólk velkomið og
frætt það um hvað sé á boðstólnum.
Ef boðið er upp á vín þá er til
dæmis hægt að afla sér upplýsinga
um hvers kyns vínið er og hvaðan
það kemur. Eins er alltaf vinsælt að
gefa greinargóðar lýsingar á girni-
legum mat og drykk og er um að
gera að vera svolítið háfíeygur í lýs-
ingum svo að veislugestir fái vatn í
munninn.
Veislustjórinn ætti þó umfram
allt að sjá til þess að veisluhöldin
fari vel fram, brúðhjónin njóti sín
og gestirnir séu sáttir við sitt en það
má gott eitt teljast.
Skart fyrir konur...
sem vilja gifta sig í
þjóðbúningi
(tjullkistan
/írw\ dóra jónsdóttir
^ \fl GULLSMIÐUR
FRAKKASTÍG 10 SÍMI551 3160 '