blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 12
12 I FRÉTTASKÝRING
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöið
Er kjarnorka lausnin á orkuvandanum?
Þess var minnst víða um heim í vik-
unni að 20 ár eru liðin frá versta
kjarnorkuslysi sem orðið hefur.
Slysið í Tjernóbýl-kjarnorkuverinu í
Úkraínu 26. apríl 1986 olli dauða og
heilsubresti fjölda fólks og gerði stór
svæði óbyggileg til langframa. Magn
geislavirkra efna sem barst út í and-
rúmsloftið og dreifðist yfir ýmis
lönd í Evrópu í kjölfar slyssins var
allt að tíu sinnum meira en við kjarn-
orkusprengingarnar í japönsku borg-
unum Hírósíma og Nagasaki í lok
seinni heimsstyrjaldarinnar.
Traust og tiltrú manna á kjarn-
orku beið mikinn hnekk í kjölfar
Tjernóbýl-slyssins en nú tuttugu
árum síðar virðist álit fólks á þessum
umdeilda orkugjafa hafa aukist og
ráðamenn ýmissa ríkja líta með vel-
þóknun til kjarnorku sem lausnar
á yfirvofandi orkuvanda. Ekki eru
samt allir jafnsannfærðir um ágæti
kjarnorkunnar.
Helmingur rafmagns
með kjarnorku
Ef bjartsýnustu áætlanir forsvars-
manna kjarnorkuiðnaðarins ganga
eftir verður um helmingur rafmagns
í heiminum framleiddur með kjarn-
orku innan hálfrar aldar.
Þeir sem eru hlynntir aukinni
notkun kjarnorku segja að hún sé
ódýrari, traustari og öruggari kostur
nú en áður. Andstæðingar kjarnorku
telja bjartsýni kjarnorkusinna aftur
á móti byggða á óskhyggju enda
standi til að loka fleiri kjarnorku-
verum í heiminum á næstu árum en
verði byggð.
Nú á dögum framleiða um 440
kjarnorkuver í 31 landi um 16% af
raforku heimsins. Misjafnt er eftir
löndum hversu stóran þátt kjarn-
Maður kveikirá kerti til minningar um slökkviliðsmenn sem létu llfið í slysinu í kjarnorkuverinu íTjernóbýl árið 1986.Tuttugu árum
síðar eftir mesta kjarnorkuslys allra tima líta ráðamenn ýmissa ríkja á ný til kjarnorku sem mögulega lausn á yfirvofandi orkuvanda.
orka leikur í orkubúskapnum, í
Frakklandi er til dæmis 78% raf-
magns framleitt með kjarnorku en í
Kína er hlutfallið aðeins 2%.
Stórveldin líta til kjarnorku
Yfirvöld í Kína þar sem mikil upp-
sveifla hefur verið í efnahagslífinu
á undanförnum árum hafa uppi
áætlanir um stórfellda uppbygg-
ingu kjarnorkuiðnaðar, bandarísk
stjórnvöld hafa gefið grænt ljós á
byggingu nýrra kjarnorkuvera og að
minnsta kosti 15 ríki til viðbótar frá
Tyrklandi til Ástralíu íhuga að nýta
kjarnorku til rafmagnsframleiðslu.
í Bretlandi hefur verið hart deilt
um hvort endurnýja eigi gömul og
ATVINNA
LAUS STÖRF í BÓKHALDI
0G PRÓFARKALESTRI
HJÁ BLAÐINU
BÓKHALD:
Tímabundin staða í
ca.10 mánuði frá 20.
| maí.
Reynsla af bókhaldi
og Navision
bókhaldskerfi
æskileg.
PRÓFARKALES-
TUR:
Sumarafleysingar í
júlí og ágúst.
Umsóknir berist til karlg@bladid.net
úrelt kjarnorkuver. Nefnd á breska
þinginu sem þingmenn úr öllum
flokkum eiga aðild að hvatti ríkis-
stjórnina til að fara sér hægt í upp-
byggingu frekari kjarnorkuvera en
stjórnin stendur frammi fyrir því
að þurfa að loka öllum nema einu af
gömlum kjarnorkuverum landsins
innan áratugs.
I skýrslu nefndarinnar segir að
enn séu mörg mál óleyst, finna
verði lausn á losun úrgangs, tryggja
framboð á úrani aukþess sem vinna
þyrfti traust almennings á kjarn-
orku. Ennfremur vekti kjarnorka
upp ýmsar spurningar um öryggi,
hættu á hryðjuverkaárásum og út-
breiðslu kjarnavopna.
G8-hópurinn sem samanstendur
af átta iðnvæddustu ríkjum heims
mun að öllum líkindum lýsa yfir
stuðningi við aukna notkun kjarn-
orku á fundi sínum í júlí á þessu ári.
I mars hvöttu Bandaríkjamenn og
Rússar heimsbyggðina til að halla
sér í auknum mæli að kjarnorku til
að tryggja stöðugt orkuframboð og
draga úr losun skaðlegra efna út í
andrúmsloftið. Nokkru fyrrlýsti Ge-
orge Bush Bandaríkjaforseti því yfir
að Bandaríkjamenn væru háðir olíu
og benti á kjarnorku sem fýsilegan
valkost.
Gróðurhúsaáhrif og ólga
í Mið-Austuriöndum
Ýmsar ástæður eru fyrir því að
ráðamenn líta í auknum mæli til
kjarnorku. Margir vísindamenn
hafa spáð því að hlýnun jarðar sem
öðru fremur stafar af brennslu
jarðefnaeldsneytis í verksmiðjum,
orkustöðvum og bílhreyflum, muni
hafa hörmulegar afleiðingar í för
með sér fyrir náttúruna svo sem
aukna þurrka og hækkandi yfirborð
sjávar.
Á vesturlöndum þykir mönnum
mikilvægara nú en áður að tryggja
örugga orkuöflun meðal annars
í ljósi aukinnar ólgu í Miðaustur-
löndum og þeirrar staðreyndar að
gas- og olíulindir heimsins eru ekki
óþrjótandi auðlind. Gasdeila Úkra-
ínu og Rússlands í ársbyrjun sem
hafði áhrif á gasstreymi til ýmissa
ríkja Evrópu sýndi ennfremur fram
á mikilvægi þess að ríki Evrópu séu
sjálfstæð í orkumálum.
Engin kolefnissambönd (sem
valda gróðurhúsaáhrifum) sleppa
út í andrúmsloftið í kjarnorkuiðn-
aði og ef ríkisstjórnir geta reitt
sig á kjarnorku eru þær ekki jafn-
háðar erlendum orkuveitum eins
og þegar um gas og olíu er að ræða.
Ennfremur þykir kjarnorka ódýrari
kostur, ekki síst þegar til lengri tíma
er litið.
„Kjarnorka er að verða ódýrasti
kosturinn þar sem líklegt má telja að
verð á jarðefnaeldsney ti haldi áfram
að hækka,“ segir Ian Hore-Lacy hjá
samtökunum World Nuclear Ás-
sociation (WNA) sem vinna að því
að kynna kjarnorku sem sjálfbæra
orkugjafa.
Ýmis óleyst vandamál
Andstæðingar kjarnorku segja aftur
á móti að enn eigi eftir að svara
spurningunni um hvað eigi að gera
við kjarnorkuúrgang en þúsundir
ára tekur fyrir hann að eyðast.
Þeir benda meðal annars á að bygg-
ing kjarnorkuvera fari langt fram
úr áætluðum kostnaði og til þess
að það sé fjárhagslega raunhæfur
kostur þurfi að koma til gríðarlegar
opinberar niðurgreiðslur.
Jafnframt halda þeir fram að hin
mikla peningaeyðsla sem uppbygg-
ing kjarnorkuiðnaðar krefjist kunni
að koma niður á þróun umhverfis-
vænni og ódýrari kostum á borð við
eldsneyti úr lífrænu hráefni, vind-
og sólarorku.
Síðast en ekki síst benda andstæð-
ingar kjarnorku á að kjarnorkuslys
geta haft hörmulegar afleiðingar
á umhverfið, orðið fjölda fólks að
bana og gert stór landssvæði óbyggi-
leg í langan tíma.
Land sem gengur fyrir kjarnorku
Hvergi gegnir kjarnorka jafnveiga-
miklu hlutverki við rafmagnsfram-
leiðslu en í Frakklandi þar sem tæp
80% þess rafmagns sem notað er
þar er framleitt í kjarnorkuverum.
Frakkar settu sér það markmið á
valdatíma Charles De Gaulles forseta
á sjötta áratugnum að verða engum
háðir í orkumálum. Þeir höfðu þá
þegar komið sér upp kjarnavopnum
og bjuggu því -yfir umtalsverðri
þekkingu á kjarnorku sem nýttist
vel við uppbyggingu kjarnorkuvera
í friðsamlegum tilgangi.
Kjarnorkuvæðing landsins hófst
þó ekki fyrir alvöru fyrr en í kjölfar
fyrstu olíukreppunnar um miðbik
áttunda áratugarins. Fram að þeim
tíma höfðu þeir framleitt um 80%
orku með jarðefnaeldsneyti.
Uppbygging kjarnorkuvera gekk
hratt fyrir sig og reynt var að draga
úr efasemdum íbúa í nágrenni kjarn-
orkuveranna og afla samþykkis
þeirra með skattaívilnunum og
atvinnutilboðum.
Nú eru 58 kjarnorkuver í Frakk-
landi og fleiri í burðarliðnum.
Um 80% þess rafmagns sem notað er í Frakklandi er framleitt með kjarnorku og er hlut-
fallið hvergi jafnhátt. Skiptar skoðanir eru meðal landsmanna um ágæti þessa orkugjafa.
Fjórða kynslóð kjarnorkuvera
Ekki er langt síðan Jacques Chirac
Frakklandsforseti lýsti því yfir að
vinna væri hafin við fjórðu kyn-
slóð kjarnorkuvera sem yrðu þeim
kostum búin að þar væri hægt að end-
urnýta hluta af kjarnorkuúrgangi.
RúmurhelmingurFrakkaersáttur
við hvernig raforka þeirra er fram-
leidd en samkvæmt nýrri könnun er
52% landsmanna hlynntur notkun
kjarnorku en 36% þeirra mótfallnir
henni.
Líkt og stuðningsmenn kjarnorku
annars staðar í heiminum halda
þeir einkum fram að notkun hennar
stuðli að því að draga úr losun gróð-
urhúsalofttegunda og að áhættan og
kostnaðurinn séu þess virði.
Skiptar skoðanir um
ágæti kjarnorku
Andstæðingar kjarnorku í Frakk-
landi segja þó að aukinna efasemda
gæti meðal almennings um ágæti
hennar og vinsældir hennar kunni
að dvína enn frekar síðar á þessu
ári þegar franska stjórnin mun taka
ákvörðun um hvernig verði hugað
að geymslu kjarnorkuúrgangs lands-
ins til lengri tíma.
í nýlegri rannsókn er lagt til að
öruggt sé að geyma mikið af úr-
ganginum neðanjarðar. Bernard La-
ponche sem vann árum saman að
kjarnorkuáætlun ríkisins en hefur
síðan snúist gegn kjarnorkuvæðing-
unni er eltki sannfærður um ágæti
þess. „Hvernig veistu hvort það
verði enn öruggt eftir þúsund ár,“
sagði hann í viðtali við Breska rík-
isútvarpið á dögunum. „Kjarnorka
er ein af hættulegustu leiðum til að
sjóða vatn sem mannkynið hefur
fundið upp,“ sagði Laponche.