blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 20
20 I VERÖLDIN
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöiö
Kafka á krossinum
Franz Kafka naut lítillar viðurkenningar í lifanda lífi en þykir í dag einn af merkilegusu
rithöfundum síðustu aldar og er víða minnst með margvíslegum hætti.
FERÐASAGA
BRYNDÍSAR
VIII. KAFLI
Yfir Karlsbrúna streyma
hundruð þúsunda ferðalanga
dag hvern. Athugul augu
greina, að fyrir handan ána, í krika
skáhallt undir brúnni stendur:
,Kafka safnið“. Og hundruð þús-
unda ferðalanga/ara þarfram hjá.
Við Jón Baldvin heltumst úr lestinni,
urðum viðskila við þvöguna, og
okkur bar inn á torg, þar sem tveir
menn pissa í kross (þ.e.a.s. styttur
en ekki menn). Hundruð þúsunda
ferðalanga eltu okkur til að horfa
á það. En bara við tvö hurfum inn
á Kafkasafnið, og svo amerískur
prófessor (líklega af tékkneskum
ættum), sem kom skömmu seinna.
Sumir þjást af offitu, aðrir af æða-
þrengslum, sumir af sykursýki (og
þurfa að sprauta sig við því alla daga).
Kafka þjáðist af ofurnæmi. Pabbi
hans var ruddi, mamma hans kúguð,
og sjálfur var hann písl. Hann var
þýskumælandi Gyðingur i seinasta
gettóinu, sem evrópskri þjóðrembu
(í hans tilviki téskri) tókst að brenna
til kaldra kola. Honum var allt of-
viða. Hann gat ekki hlaupið, ekki
stokkið, alls ekki spilað fótbolta,
varla gengið hundrað og fimmtíu
metra í skólann. Hann hafði ofnæmi
fyrir bullum og brussum. Honum
bauð við matnum. Honum bauð við
flestu (ógleði - nausea). Hann gat
ekki risið gegn þessu og ekki lifað
með þessu.
Öld óttans
Hann lærði lögfræði, af því að pabbi
sagði það. Hann fékk stöðu hjá innan-
ríkisráðuneytinu, af því að mamma
sagði það, en kvöldin og helgarnar
átti hann sjálfur. Þá skrifaði hann.
Og eftir að hann var dauður (1924),
og eftir að hatrið og heimskan höfðu
brennt Evrópu til ösku, þá uppgötv-
aði einn maður allt í einu - tésku-
mælandi Þjóðverji - að Kafka hafði
séð allt þetta fyrir. Hann skrifar
sín verk á árunum 1910 til 24, og
ofnæmið, sem hann var haldinn,
opnaði honum skilning á því, sem
var að gerast. Óttinn var að ná helj-
artökum á manninum. Óttinn við
að koma sér út úr húsi, óttinn við að
framkalla vanþóknun valdsins, ótt-
inn við að þurfa að standa fyrir máli
sínu, óttinn við að vera frjáls maður,
og löngunin til að skríða í skjól. Til
að þóknast, til að þegja, til að ljúga
gegn betri vitund, til að hræsna
- allt saman af ótta við að ella yrðir
þú útskúfaður. Ofurnæmið sem olli
því, að hann sá það sem var öðrum
hulið, fann til, þar sem aðrir fundu
ekkert - olli honum óbærilegum
þjáningum, sem neyddu hann til að
skrifa. I þessum skilningi var Kafka
Kristur endurborinn. Hann tók á sig
þjáningar mannanna, án þess svo
mennirnir vissu af því eða ættu það
skilið.
Þegar við, safngestirnir, gengum
inn í búðina til hliðar við safnið, þar
sem hægt er að kaupa ótal minja-
gripi og þessar fáu sögur skálds-
ins á öllum tungumálum, glumdi
amerísk graðhestamúsík í eyrum.
Píurnar sem áttu að selja verk snill-
ingsins gætu hafa verið frá Prestley-
landi í Tennesee. Þegar Jón Baldvin
bað þær, kurteislega, að þagga niður
í vælinu (sem honum fannst) á
þeirri forsendu, að Kafka hefði haft
ofnæmi fyrir því, flissuðu þær og
spurðu: Kafka, hvaða Kafka?
Við keyptum nú samt nokkrar
bækur hjá þessum stelpum, þar á
meðal eina, sem hét “Sendibréf til
pabba”, bréf skáldsins til föður síns,
kaupmannsins.
Harðstjórinn
Það var svo ekki fyrr en morguninn
eftir, að ég gaf mér tíma til að lesa
þessi bréf, því að eftir heimsóknina
í Kafkasafnið fórum við á kirkjutón-
leika í miðbænum. Undurfagurri
kvenrödd tókst að lífga upp á sálar-
tetrið og gefa okkur aftur trú á lífið
og framtíðina.
Ég las svo “Sendibréf til pabba” í
bítið morguninn eftir. Þau eru að-
eins fimmtíu síður. Gefin út löngu
eftir dauða höfundar. Kannski hefði
hann aldrei samþykkt að gefa þau
út, því að þau eru ótrúlega grimmi-
leg árás sonar á föður. Svo miskunn-
arlaus þóttu þau á sínum tíma, að
föðurnum var ekki leyft að sjá þau.
Hann dó án þess að líta þau augum.
Kafka hinn ungi ræðst fullur hatri
á föður sinn. Kennir honum um
óhamingjusama æsku, óbærilega
þjáningu, þunglyndi, geðveiki, ótta
og sjálfsfyrirlitningu. Faðirinn var
harðstjóri, sem kúgaði alla fjölskyld-
una, móður hans og systkini. Bréfin
eru uppgjör við fortíðina. Þau varpa
ljósi á anda og inntak þeirra verka,
sem eftir hann liggja.
(Ó)heilög þrenning
Á meðan ég var að lesa sendibréfin,
lá Jón Baldvin i ævisögu Kafka en
var líka að glugga í nýútkomna og
mjög umdeilda ævisögu Havels. Þar
að auki hafði hann rekist á gam-
alkunna skruddu í bókabúðinni,
The Captive Mind (Hernám hugar-
farsins) eftir pólska útlagaskáldið
Czeslaw Milosz, sem minnti mig
reyndar á löngu liðna tíð í Edinborg
forðum daga, þegar Jón Baldvin var
á kafi í dissidentabókmennntum
frá Austur-Evrópu. Löngu seinna
höguðu örlögin því svo, að þeir tveir,
Czeslaw Milosz og Jón Baldvin töl-
uðu báðir á málþingi í Vilníus, þar
sem fjallað var um arfleifð alræðis-
hyggjunnar í Mið-Evrópu og löndum
Eystrasalts. Milosz er pólskur að
uppruna eða útskrifaðist frá háskól-
anum í Vilnu á millistríðsárunum,
þegar hún tilheyrði Póllandi. Milosz
var annálað ljóðskáld, en útlegðin
breytti honum í pólitískan hugsuð,
sem hafði alþjóðleg áhrif.
Þetta var því ekkert smávegis bók-
menntasemínar, sem við upplifðum
þarna í gestaíbúðinni fyrir ofan sæl-
kerastaðinn Reykjavík í hjarta Prag.
Allt að því heilög þrenning: Kafka,
Milosz og Havel, tuttugasta öldin
í hugmyndaheimi þriggja andans
stórmenna.
Bryndís Schram
disschram@yahoo.com
99.........................................
Kafka hinn ungi ræðst fullur hatri á föður
sinn. Kennir honum um óhamingjusama
æsku, óbærilega þjáningu, þunglyndi,
geðveiki, ótta og sjálfsfyrirlitningu.
/
Ungbarnafötin
eru komin
www.66north.is
REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12
GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32
NORÐIIR
=HYMER
Lúxus á hjólum
Hjólhýsi verða ekki öllu vandaðri eða glæsilegri en
Hymer hjólhýsin enda hafa framleiðendur þeirra
verið í fararbroddi hjólhýsaframleiðenda í Evrópu
síðustu áratugi.
du þér hjólhýsi
á gamla genginu
19. maí
Opið
virka daga 10-18
laugardaga 10-16
sunnudaga 12 — 16
ELLINGSEN evró
Grandagaröi 2, sími 580 8500