blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Árog dagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SÉRKJÖR OG TRAUST Kjörnir fulltrúar almennings eiga allt sitt undir því að þeir njóti trausts. Á þeim hvílir því jafnan þung krafa um siðferðilega fram- göngu. Stjórnmálamenn hljóta af þessum sökum jafnan að leita leiða til að deila kjörum með alþýðu manna í landinu. Þeir hafa boðið sig fram til þjónustu fyrir almenning og til að geta sinnt því starfi af fullum heilindum geta þeir ekki mælt fyrir um, að um hagsmuni þeirra gildi sérstakar reglur. Mjög skortir á að þetta viðhorf sé ríkjandi á Islandi. íslenska stjórn- málastéttin hefur náð fáheyrðri samstöðu um að um hana skuli gilda sérstakar reglur. Nú er til umræðu frumvarp um svonefnt „kjararáð“. Það mun leysa af hólmi kjaradóm og kjaranefnd við að ákvarða kjör æðstu embættis- manna ríkisins. Nýja ráðinu er á hinn bóginn ekki ætlað að ákveða lífeyrisréttindi og önnur sérkjör kjörinna fulltrúa landsmanna. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, hefur gagnrýnt niðurstöðu þessa harðlega í sam- tali við Blaðið. Gylfi bendir á að eftir sem áður muni þingmenn geta skammtað sér eftirlaun. „Þessir aðilar njóta mun betri lífeyriskjara en almenningursegir Gylfi m.a. I Blaðinu á miðvikudag er rætt við þau Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, og Ögmund Jónasson, þingmann Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs. Þau hyggjast bæði styðja frumvarpið nýja þó svo að bæði taki undir gagnrýni Gylfa Arnbjörnssonar. Bæði benda á að með smíði frumvarpsins hafi hugsunin ekki verið sú að taka á lífeyrisréttindum stjórnmálamanna og þeim sérkjörum sem þeir njóta í því efni. Ögmundur Jónasson segist hins vegar oftlega hafa lýst þeirri skoðun sinni að kjörnir fulltrúar eigi að hafa sömu lífeyrisréttindi og aðrir lands- menn. Síðan fylgir makalaus setning en um leið afar upplýsandi: „En það er minnihlutasjónarmið í þinginu." Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kveðst taka efnislega undir sjónarmið ASÍ en bætir við: „En það er spurn- ing hvort það mál eigi að leysa í þessari atrennu eða hvort við eigum að vinna okkur í þá átt.“ Furðu vekur að tveir af dugmeiri þingmönnum stjórnarandstöðunnar skuli tala með þessum hætti. Hvernig má það vera að fulltrúar stjórnar- andstöðunnar séu ekki reiðubúnir til að halda til streitu sjónarmiðum minnihluta þingheims í máli sem varðar jafna stöðu fólksins í landinu? Ber ekki sósíalistum og jafnaðarmönnum að kynna það rækilega fyrir þjóðinni að meirihluti þingheims telji eðlilegt að hann njóti sérkjara? Menn munu ekki „vinna sig“ i eina átt eða aðra í máli þessu. Umræðu um sérkjör stjórnmálamanna hefur verið frestað þar til þjóðinni of- býður næst. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar. Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. 9.maí milljónir á árinu m w w Ágóði af Happdrætti DAS rennur tii uppbyggingar dvalarheimila fyrir aldraða Hringdu núna 561 7757 Kíktu á netíð WWW.daS.ÍS HAPPORÆTTI ■vinntngur i tivern viku Bilainnflytjandi Í5B9 BRND.I5 14 i ILIT LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöiö l«DSL«GÍ£ SSBTWBwHLUTi TLeyKvtKínM tSLEÍST ViLJA Sjá 'A LET-P StNNÍ DL VTNWU. Aöhaldsaögeröir Tryggva Þórs Ég man þá tíma þegar Jóhanna Sig- urðardóttir hafði fyrir nær daglegan sið að skunda upp í pontu á Alþingi og krefja ráðherra ríkistjórnarinnar svara um það hvernig þeir hygðust bregðast við versnandi skuldastöðu heimilanna. Ég man hversu miklu óöryggi þessar fyrirspurnir fylltu mig. Af máli Jóhönnu varð ekki annað ráðið en að hún vildi rífa visa- kortið af fólki eins og mér og svipta okkursömuleiðisyfirdráttarheimild. Ég vissi að slíkar ráðstafanir myndu þýða gjaldþrot míns heimilis. Eina svar mitt við þessum upphlaupum Jóhönnu var að hringja reglulega í formann Samfylkingarinnar. „Þú verður að stöðva þessu konu,“grát- bað ég. „Þetta er allt undir kontról," svaraði hinn síkáti Össur Skarphéð- insson. Honum virtist mikið í mun að lægja ákafa minn því hann hóf að tala við mig eins og lærðar fóstrur tala við óstýrilát börn - með lágri rödd sem virkaði notalega svæfandi. Mér fór að líða betur. „Talaðu samt við hana og segðu henni að hætta þessu,“ sagði ég við Össur þegar ég kvaddi. Meint neyslufyllirí Svo hætti að bera á Jóhönnu. Þá stigu aðrir þingmenn fram og töl- uðu af þunga um neyslufyllirí lands- manna. Þetta þótti mér vægast sagt ósanngjarn málflutningur. Ég er ekki fyllirísneytandi, fremur en meirihluti þegna þessa lands. Ég er bara nútímakona að reyna að vinna sem best úr þessum 84 árum sem ég get átt von á að eiga í þessum heimi fari allt að óskum. Reynsla mín í lífinu hefur kennt mér að maður eignast ekki neitt nema með því að skulda það. Þar af leiðandi verður skuldastaða heim- ilanna að hafa sinn gang. Hún má hins vegar ekki fara úr böndum. Kolbrún Bergþórsdóttir Sjálf er ég bara viðkvæm sál úr vesturbænum. Þegargengið sveiflast upp og niður eins og jó-jó sundlar mig og ég fæ hálferða sjóriðu. Þá kallar sál mín í angist á sterka menn. En hvar eru þeir? Halldór Ásgrímsson fær ekki einu sinni frið í sínum eigin flokki sem er á stöðugri niðurleið eins og íslenska krónan. Og Geir Haarde, einn af þessum þybbnu mönnum sem ég set allt mitt traust á í lífinu, hvar er hann? Hann er eins og örvæntingarfullur smurolíugæi sem á engan sjens á ballinu og hefur ekki lengur skoðun á einu né neinu. Ég hef setið heima og fórnað höndum. Það hefur enginn sagt mér hvernig ég eigi að bregðast við. En svo kom ljósið... Kastljós bjargar málunum Mig minnir að það hafi verið síðast- liðið mánudagskvöld sem Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla íslands, birtist á skjánum og útskýrði hvernig best væri að bregðast við efnahags- kreppunni. „Minnka útgjöldin og reyna að borga af lánunum - ef maður mögulega getur,“ sagði hann og brosti skilningsríku brosi sem gaf til kynna að hann vissi að þetta gæti reynst venjuleg fólki erfitt. Ég kunni samstundis vel við hann. „Mikið er þetta góður hægri krati,“ hugsaði ég. Þetta hugsa ég reyndar ósjálfrátt í hvert sinn sem ég sé gáfaðan mann - en kemst svo yfirleitt að því að mað- urinn er anarkisti, sem þarf svosem ekki að vera galli. Nú er ég á fimmta degi í að- haldsaðgerðum sem ég kenni við Tryggva Þór Herbertsson. Soðinn fiskur og kjötbollur í hvert mál. Bankinn fær peninginn sem sparast. Ég held að ríkisstjórnin ætti að ráða Tryggva Þór sem efnahagsráðgjafa sinn. Hann kann þá list að tala til fólks þannig að það hlustar og skilur. Mikilvægur eiginleiki sem æðstu menn ríkisstjórnarinnar hafa því miður ekki til að bera. Klippt & skorið Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veltir því fyrir sér á vefsíðu sinni hvers vegna fréttaskýringar um strauma og stefnur í stjórn- málunum séu jafn fátíðar j í (slenskum fjölmiðlum j og raun ber vitni. Björn kveðst hallast að því að blaðamenn telji að slíkt efni höfði ekki til almenn-| ings og segir: „Hvað sem um ástæðuna fyrir minni áhuga á innviðum stjórnmálaflokkanna má segja, er víst, að hún leiðirtil þess, að frásagnirfjölmiðla af því, sem er að gerast á stjórnmálavettvangi verður oft yfirborðskenndari. Þá verður einnig að segja þá sögu eins og hún er, að traust fjölmiðla á stjórnmálafræðinga innan og utan háskóla til að lýsa því, sem er að gerast í stjórnmálum, leiðir sjaldan til annars en almælt tíðindi fá á sig annan blæ en ella vegna þess að þau eru reifuð af einhverjum með fræðimannsgráðu." ssurSkarphéðinsson telureinsýntað verði fjölmiðla- frumvarpið að lögum þurfi ríkið að selja meirihluta sinn í Rík- isútvarpinu. Össur segir í grein á vefsíðu sinni: „( k reynd þýðir þetta, að eig- andi RÚV hf, ríkisvaldið, verður nauðbeygt til að selja 75% af hlutafé- laginu til að standast ákvæðin í frumvarpinu. Þá gildir einu, þó ákvæði frumvarpsins segi að takmarkanir um eignarhald eigi ekki að ná til klipptogskorid@vbl.is RÚV hf. Það stenst einfaldlega ekki jafnræðis- ákvæði stjórnarskrárinnar. | Pétur H. Blöndal réði sér varla fyrir kæti þegar hann sagði með sigurbros á vör við afgreiðslu frumvarps um háeffun RÚV við aðra umræðu á Alþingi ígær, að hann liti svo á að háeffun RÚVværifyrstaskrefiðaðeinkavæðinguogsölu. Eg skildi sigurgleði hans þegar ég las nýja fjölmiðlafrumvarpið. Þá rann upp fyrir mér að Pétur Blöndal veit hvað hann syngur. Hann hefur einfaldlega rétt fyrir sér. Sameiginlega munu frumvörpin tvö um háeffun RÚV og nýja fjölmiðlafrumvarpið leiða til þess að Ríkisútvarpið verður að lokum einkavætt."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.