blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 10
10 I FRÉTTXR
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaAÍA
A róandi úti í náttúrunni
Reuters
Pandabjörninn Xiang Xiang var sleppt út f villta náttúruna í Kína á miðvikudag. Xiang Xi-
ang er fjögurra ára. Hann var alinn upp ásamt 180 öörum pöndum á verndarsvæði fyrir
risapöndur og er fyrsta dýrið sem fær tækifæri til þess að spreyta sig úti í náttúrunni án
afskipta manna.
ATVINNA
Blaðiö óskar eftir að
ráða blaðamann.
Viðkomandi mun einkum
sinna innlendum fréttum og
þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Krafist er reynslu af
fréttaskrifum og góðrar
íslenskukunnáttu.
Áhugasamir sendi ritstjóra
bréf ásamtferilskrá.
Póstfangið er: asgeir.sverrisson@vbl.is
blaðió
B A H/AJ 11 N
irhein
790Í/
Álfheimar 6 S.5536280
Kjör barna, umhverfis- og
kvenfrelsismál í brennidepli
Svandís Svavarsdóttir leggur áherslu á að leik- og grunnskólar verði
að fullu gjaldfrjálsir og börn fái frían hádegismat.
Svandís Svavarsdóttir skipar
fyrsta sæti á lista Vinstrihreyfing-
arinnar - græns framboðs fyrir
komandi borgarstjórnarkosn-
ingar. Nú er kosningabaráttnn
komin á fulian skrið og því ekki
úr vegi að spyrja hana um baráttu-
málin, hið pólitíska landslag og
hugsanlega samstarfsflokka að
kosningum loknum.
„Baráttumál okkar eru fyrst og
fremst kjör barnanna í borginni, um-
hverfismál og kvenfrelsismál. Hvað
varðar kjör barnanna í borginni er
mikilvægt að átta sig á því að efna-
hagur skiptir miklu máli þegar rætt
er um aðbúnað barna og tækifæri
þeirra. Vinstri grænir setja það á
stefnuskrá sína að skóladagur barna
verði að fullu gjaldfrjáls, bæði fyrir
þau sem eru í leik- og grunnskóla.“
Svandís segir þetta mál vera eitt
af því sem Samfylkingin hefur gert
að baráttumáli sínu en segir vinstri
græna vilja ganga lengra en þá sjö
tíma sem Samfylkingin hefur hug-
mynd um að hafa gjaldfrjálsa. „Þá er
Waring blandarinn er hin
upprunalega mulningsvél fró
Ámeríku. Tveggja hraða
mótorinn er kannski öflugri
en eldhúsið þarf, en fer líka
létt með erfiðustu verk.
Bara massíft stól og gler!
Verð fró kr. 16.900,-
Auk þessa seljum við hdgœða
capuccinovélar.
Verslunin KAPFIíiOEJ
A homi Grettisgötu og Barónsstígs.
Sfmi: 5621029
www.kaffibod.is
Svandís Svavarsdóttir.
það á stefnuskrá okkar að börn fái
frían hádegismat í skólunum. Það
er ennfremur á stefnuskrá okkar að
styrkja list- og verkgreinar í grunn-
skólum, auka hreyfingu og styrkja
móðurmálskennslu tvítyngdra
barna.“
Þegar kemur að umhverfismálum
segir Svandís að bregðast þurfi við
hinni miklu svifryksmengum sem
verið hefur í borginni. „Ég vil draga
úr umferð í miðbænum og legg enn-
fremur áherslu á að nagladekkja-
notkun bifreiða verði skoðuð. Það
er til lítils að byggja upp miðbæinn
ef fólk getur ekki dregið andann þar
vegna mengunar og það er brýnt að
draga úr útblástursmengun. Vinstri
grænir leggja áherslu á að endur-
reisa SVR og þétta leiðakerfið, þá
þurfa ferðir að vera tíðari en nú er.
Eins og staðan er núna hafa sam-
göngur verið skipulagðar út frá
einkabílnum en ég vil leggja áherslu
á að strætó fái forgang í umferðinni
og að farið verði að líta á reiðhjól sem
samgöngutæki en þá þarf að styrkja
net hjólreiðabrauta í borginni.” Svan-
dís segir að vinstri grænir muni enn-
fremur leggja áherslu á að standa
vörð um grænu svæðin í og við borg-
ina eins og Brennisteinsfjöll, Ellið-
arárdalinn og fjörurnar í nágrenni
borgarinnar.
Launaleynd stuðlar að
launamisrétti
Svandís segir launaleynd einn lið
í því að viðhalda launamisrétti og
aJe - ,yo<ynclóto/>ci
aíía heícjrina ÁiuírótarÁaÁa með marsipan yufrót oy ÁróÁant.
rúur<$90.
TJerð nú 490.
segir brýnt að aflétta henni. „Launa-
leynd er ennfremur einn helsti
óvinur kjarabóta en launaleynd tíðk-
ast ekki aðeins hjá einkafy rirtækjum
heldur einnig hjá Reykjavíkurborg.“
Svandís segir vinstri græna vilja
beita sér gegn kynjamisrétti og
kynbundnu ofbeldi og segir mikil-
vægt að styrkja ennfekar félagasam-
tök eins og Stígamót og kvennaat-
hvarfið. „Eg vil útrýma klámi úr
opinberu rými,“ segir Svandís og á
þá við bækur, tímarit og myndbönd
í hillum verslana. Þá viljum við
gera tilraun til að banna súlustaði
í Reykjavík því við vitum að slíkri
starfsemi fylgir jafnan vændi og
jafnvel mansal.
Sundabrautin í göng
Svandís segir að þátttaka allra í
ákvarðanatöku sé undirstaða lýð-
ræðisins og vill að íbúar borgar-
innar hafi meira um málin að segja.
„Gott dæmi um þetta er Sundabraut-
armálið þar sem íbúasamtök höfðu
afdrífarík áhrif á gang mála.“
Þegar kemur að staðsetningu
Reykjavíkurflugvallar segir Svandís
að hér sé á ferðinni mál sem snerti
alla landsmenn og að málið sé á
borði allra pólitískra flokka. „Hug-
mynd okkar um að flytja flugvöll-
inn upp á Hólmsheiði byggir fyrst
og fremst á framtíðarþróun höfuð-
borgarinnar en sá flugvöllur væri
miðsvæðis ef litið er til svæðisins frá
Borgarnesi að Árborg og þessi stað-
setning myndi stytta flug til margra
staða á landsbyggðinni.“ Svandís
segir að þetta sé ekki eini möguleik-
inn í stöðunni en er ekki hrifinn af
þeirri hugumynd að staðsetja flug-
völlinn á Lönguskerjum, m.a. vegna
náttúruverndarsjónarmiða.
Útilokar ekki samstarf
við neinn flokk
Svandís útilokar ekki samstarf við
neinn flokk að kostningum loknum
þó hún segir Vinstri græna standa
næst samfylkingunni.
Þrátt fyrir að vera nýliði í pólitík
er Svandís hvergi banginn og segir
kosningabaráttuna leggjast vel í sig.
„Ég finn fyrir miklum stuðningi frá
fólki og ég tel að það sé pláss fyrir
nýja hugsun og ferska vinda í pól-
itíkinni. Skoðanakannanir hafa
sýnt að vinstri græn eru á öruggri
uppleið og eru nú að sýna 10-12%
fylgi. Vinstri grænir eru að fá góðan
meðbyr hér í borg sem á landsbyggð-
inni“, segir Svandís og nefnir gott
fylgi framboðsins í Árborg á Akra-
nesi og Akureyri.