blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 54
54 IFÓLK LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöiö HVAÐ FINNST ÞÉR? Ummmm... Hjálmar Arnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði í fréttum í vikunni að hann teldi þingmenn Framsóknarflokks- ins ekki nógu samstillta. Nemendur Kvennaskólans, Borgarholtsskóla og Menntaskólans f Hamrahlíð dimmiteruðu á Austurvelli í blíðunni í gær. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins Eru framsóknarmenn ósamstilltir? „Mælingar á fylgi benda til þess að strengir forystunnar og kjósenda séu ekki vel stilltir saman. Að minu mati þarf að vera samræmi milli þess sem menn segja og gera og þess sem menn hafa gefið sig út fyrir að standa fyrir. Það er mikilvægara heldur en hvort það sé munur á málflutningi manna innan þingflokksins. Sá munur á rætur að rekja til þess að athafnir eru kannski ekki í samræmi við stefnu." Meðlimir hljómsveitanna Rass og Trabant voru viðstaddir blaðamannafund i tengslum við Reykjavík Rokkar tónlistarhátíðina sem haldin verður I sumar. Þessar stelpur skemmtu sér á trampólíni við Laugardalshöll í góða veðrinu í gær. UR VERALDLEGRI FÁTÆKT YFIR í ANDLEGA fslendingar hafa náð þeim undraverða ár- angri að breytast úr einni fátækustu þjóð Evrópu yfir í þá leiðinlegustu. Og það á aðeins hundrað árum. Hér á landi bjuggu forðum sjómenn og bændur. Fremur fábrotið fólk sem sagði lít- ið, drakk mikið og var ekki mikið að æsa sig yfir hlutunum. Enda bjó þetta fólk að sagnaarfi og menningu sem kennir að líf á norðurslóðum er fábrotið og það eina sem breytist í tilverunni er að veðrið er misvont. Þetta fólk fór til sjós og eltist við rollur og seldi svo til útlanda saltfisk og nokkra ullarhnoðra og fékk púrtvln og kaffi f staðinn. Raunveruleg framleiðsla á verðmætum átti sér stað. En svo hélt nútíminn innreið sína í íslenskt samfélag. Fábreytnin vék fyrir leiðindum. I leiðindasamfélagi samtímans fram- leiðir engin neitt. Þess í stað fundar fólk. Og það er alveg skelfilega stressað yfir þessu öllu saman. Þaö er á sífelldum þeyt- ingi um borg á bý til þess að funda um ekki neitt. Fólk er á barmi taugaáfalls yfir því að það sé ekki búið að funda um fundinn sem átti að funda um á morgun meðan millistjórnendurnir tækju „powerlöns" og færu yfir mögulegar stöðutökur. Og svo eru að allir að farast yfir því að það á eftir að fara yfir „tékklistann" og það á eftir að „templata" málið svo hægt að sé að gera það soldið meira „sexí" fyrir markaðsfólk- ið en það gerist auðvitað ekki fyrr en það er búið að "póverpointa projectið." Fólk verður augljóslega dauðuppgefið af öllum þessum leiðindum. Það er fátt sem þreytirfólk meira en að eyða Iffi sínu í það að tala ekki um neitt og eyða Iffi sínu í það að gera ekki neitt. Fólk er svo þreytt og uppgefið í leiðindasamfélagi samtím- ans að þegar það kemur heim á kvöldin þá hefur það ekki orku í að sinna frumþörf hins nútfma fslendings: grilla lambakjöt. Það kaupir tilbúinn grillmat sem er svo hitaður upp f örbylgju og borðaður meðan horft erá íslenskt skemmtiefni ífullkomnu heimabíói. Skemmti efni sem snýst um að tveir fábjánar standa og segja brandara viðgasgrill. § BAGUETTE Nýtt og brakandi ferskt! eftir Jim Unger Þessi heitir Ávaxtakarfa á mjög háu borði. HEYRST HEFUR... Háværari verða þær raddir að Kristinn H. Gunnars- son muni vera á leið úr Fram- sóknarflokknum. Alkunna er hverstu stirt hefur verið á milli hans og annarra þingmanna og ekki bætti úr skák þegar hann fór gegn stjórnarmeiri- hlutanum í atkvæðagreiðslu um RÚV-málið. Mönnum leikur forvitni á að vita hvaða afstöðu hann muni taka gagn- vart Nýsköpunarmiðstöðinni sem fyrirhugað er að steypa Byggðastofnun inn í. Vanga- velturnar snúast að sjálfsögðu að mestu um hvert í flokk Sleggjan muni skipa sér eða hvort hann hyggi á sjálfstætt framboð. Hvort heldur verður blóðtakan gríðarleg fyrir Fram- sóknarflokkinn Exbé sem ekki má við því að missa einn ein- asta mann, hvað þá atkvæða- mesta þingmann flokksins á landsvísu. Alfreð Þorsteinsson, for- seti borgarstjórnar, ritar grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann ver þá ákvörðun Framsóknarflokksins að bjóða fram í Reykjavík með auðkenn- inu exbé. Því hefur verið haldið fram að með þessu móti leitist Björn Ingi Hrafnsson, oddviti flokksins í höfuðstaðnum, og félagar hans við að leyna því að þeir séu fram- bjóðendur Fram- sóknarflokksins. Alfreð andmælir þessu og telur áróður and- stæðinganna til marks um þeir séu teknir að ókyrrast vegna vaxandi fylgis við bé-listann. Annað vekur þó meiri athygli í grein Alfreðs en það er sú fullyrðing hans að Framsóknarflokkurinn hafi ávallt verið heill og yfir gagnrýni hafinn i samstarfinu innan R-listans. Alfreð seg- ir: „Framsóknar- á/Mtfa flokkurinn hefur verið kjölfestan í R-listanum allt frá stofnun hans og var eini flokk- urinn sem ekki vildi gefa samstarf innan hans upp á bátinn." Bíddu nú! Var það ekki þessi sami Alfreð sem greindi frá því í viðtali fyr- ir skemmstu að hafnar hefðu verið viðræður við sjálfstæðis- menn um myndun nýs meiri- hluta þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir steig upp úr stóli borgarstjóra? Fleira forvitnilegt er að finna í Mogga gærdægsins. Forsíðuna prýðir mynd af Birni Bjarnasyni marskálki þar sem hann kannar heiðursvörð í Par- ís ásamt varnarmálaráðherra Frakklands. í fréttinni segir að marskálkurinn hafi fengið við- hafnarmóttöku við komuna í franska varnarmálaráðuneyt- ið og sýnir myndin að það eru engar ýkjur. I fréttinni kemur fram að Frakkar íhugi að auka flotaumsvif sín við ísland. Það eru mikil tíð- indi. Getur ekki franska Útlend- ingahersveitin bara tekið við af Kananum í Keflavík? Við gætum lánað þeim Víkinga- sveitina í staðinn, þá vantar víst óeirðalöggur. Útvarp franska hersins gæti ábyggi- lega auðgað menningarlífið á Islandi eins og kanaútvarpið gerði á sinni tíð sem illu heilli á nú að loka. SMÁRALIND • ESSO ÁRTÚNSHÖFÐA • ESSO FOSSVOGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.