blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 40
40 I MENNING -f LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaðiö Útfararþjónusta Ijóðskálda Hollenska ljóðskáldið Frank Starik er í forsvari fyrir hóp af skáldum í Amst- erdam sem taka að sér það óvenjulega hlutverk að fylgja fólki til grafar sem skilja hvorki eftir sig ættingja né vini. Skáldin yrkja sérstakt ljóð um hinn látna sem þau síðan flytja yfir moldum hans. Minningarljóðin koma í stað hefðbundinnar erfiræðu ættingja. Starikbyrjaði á þessu árið 2000 og frá þeim tíma hafa hann og skáldbræður hans fylgt meira en 50 einstæðingum til grafar. Hann vonast jafnframt til þess að þetta net erfiskálda muni fyrr en síðar ná til alls landsins. Eldra fólk og innflytjendur Félagsþjónusta Amsterdam kostar út- för um 250 manna á ári hverju þar af eru um 15 manns sem ekki skilja eftir sig ættingja eða vini sem vitað er um. I þeim tilfellum eru skáldin kölluð til. 1 flestum tilfellum er um að ræða eldra fólk sem hefur horft á eftir lífs- förunautum sínum og félögum eða er- lenda hælisleitendur sem lifðu á jaðri samfélagsins. í sumum tilfellum lést fólk af völdum ofbeldis eða féll jafnvel fyrir eigin hendi. Starik gerir lítið úr þeirri gagnrýni að uppátæki skáldanna sé knúið áffam af annarlegum hvötum heldur snúist það öðrum þræði um að votta hinum látnu virðingu og gefa ljóðlist- inni stærra félagslegra hlutverk. Pólitísk hlið á málinu Hann viðurkennir jafnframt að uppátækið eigi sér pólitíska hlið. „Við erum með mjög hægri sinnaða rík- isstjórn sem er á móti útlendingum, múslímum og er að reyna að endur- skapa það samfélag sem hér var fyrir 50 árum,“ segir hann og bætir við að Holland sé ekki jafn vingjarnlegt og umburðarlynt samfélag og áður. „Fyrir innflytjendur og hælisleit- endur sem deyja einir veita útfarirnar okkur tækifæri til að gefa þeim aftur mannlega reisn og íhuga reynslu þeirra og hvaða væntingar þeir höfðu sem einstaklingar í samfélagi sem lítur á þá sem einsleita heild og jafnvel óvinveitta," segir hann. ICELANDAIR -M K ELANDAIlv KYNNIH I SAMVINNU VIÐ CONCEKl OG BYLGJlli)Ar zi)% afsláttur af öllum viðburðum Qoncert „ . ef greitt er með MasterCard á sérstökum BtM . yiciu cri iricuici v Mastercara MasterCard forsöludegi 'G'C 'A/í ' - - ’<■ yn»iu> ykkur frekari tillx>ð og tonleikadaqskra Concert a ve Tilboósklubbs Mastercard. w'.vvy.kreditkort is/i.onÍKt LAUGAF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.