blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 30
301 TÍSKA
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaðið
SNYRTI-
FRÆÐINGURINN
MARÍA BJÖRGTAMIMI
Fallegir fætur
Öll viljum við hafa fallega og
heilbrigða fætur, en oft er mikið
álag á þessum hluta líkamans.
Stundum vill það gleymast að
hugsa um fæturnar yfir vetrartím-
ann, og við höfum þá innilokaða í
sokkum og oft þröngum skóm.
Svo þegar sumarið kemur er það
frekar ófögur sjón sem blasir við:
Uppsafnað sigg, þurrkur og negl-
urnar oft orðnar stökkar og gular.
Þá er gott að geta leitað sér aðstoðar
hjá vandvirkum snyrtifræðingi eða
jafnvel fótaaðgerðafræðingi eftir
umfangi vandans.
Fyrir þær sem vilja viðhalda fót-
unum sjálfar mæli ég með að farið
sé reglulega í notarlegt fótabað með
olíu eða baðsalti til þess að mýkja
húðina. Gott er að nota rasp reglu-
lega og þá séstaklega á hælana, en
best er að nota raspinn í sturtunni
því oft kemur mikið skinn af hæl-
unum. Einnig er til grófgert korna-
krem sem vinnur vel á húðinni, og
með því að nota það reglulega getum
við náð dauðum húðfrumum af yfir-
borðinu og húðin fær ferskari blæ.
Hafið í huga að klippa tánegl-
urnar beint, því ef farið er of mikið
í hliðarnar gæti það skapað vanda-
mál, t.d. inngrónar neglur.
Þjölum svo vel ofaná neglurnar,
því þær eru oft þykkar og gular, og
með því að þjala yfir þær náum við
mestöllum litnum í burtu. Ljúkum
svo verkinu með því að setja fallegt
lakk á neglurnar og þá lítur þetta
allt betur út!
Það er mjög mikið úrval af fóta-
kremum á markaðnum en eitt af því
sem ég hef notað sjálf að staðaldri
eru fótavörur frá merkinu LCN.
Það er til mikið úrval af meðferðar-
vörum fyrir fætur og neglur í þessu
merki, þannig að hver og einn ætti
að finna eithvað við hæfi t.d fótasölt,
krem og úða sem henta öllum húð-
gerðum og eru mjög frískandi fyrir
húðinna. LCN hefur m.a. þróað með-
ferð við sveppum í nöglum, og til er
gel sem getur hjálpað, svipað efni og
notað er í gervineglur. Með því að
fá „French manicure" gel meðferð á
táneglurnar er mögulegt að vinna á
naglasvepp og fegra útlit naglanna í
leiðinni. Þessa meðferð er líka hægt
að nota ef nögl hefur dottið af eða er
afskræmd á einhvern hátt. Semsagt
hún er útlitsbætandi fyrir hvern
sem er, og þá séstaklega fyrir þær
sem að vilja spóka sig á sandölum
eða opnum skóm í sumar.
Það er púkó að vera oí smart
Eyrún Magnúsdóttir, dagskrár-
gerðarkona í Kastljósinu, er ein
þeirra kvenna sem allaf er eftir-
tektarverð, einmitt vegna þess
hversu einfaldan stíl hún hefur.
Látleysi hennar hefur orðið
örðum konum til eftirbreytni en
nafn hennar ber einatt á góma
þegar nefndar eru glæsilegustu
konur íslands. Blaðið fékkEyr-
únu til að gefa lesendum innsýn í
hugmyndir hennar um tísku.
Hvað er tíska íþínum augum?
Er ekki tiska bara það sem er “inn”
hverju sinni eða eitthvað svoleiðis.
Bendi svo bara á íslenska orðabók,
sem eflaust býður betri skilgrein-
ingu en ég.
Fylgist þú mikið með tískunni?
Verð að viðurkenna að það geri ég
ekki nema að takmörkuðu leyti. Hef
bara aldrei dottið inn í að lesa tísku-
blöð eða pæla mikið í hvað er inn og
hvað ekki. Finnst, eins og líklega
flestum, gaman að eiga flott föt sem
fara mér vel en mér leiðist leitin að
þeim hins vegar ákaflega mikið.
Hver er uppáhaldshönnuðurinn
þinn?
Úff, það veit ég ekki. Veit hvað
mér finnst flott, en pæli voðalega
lítið í því hver hannar eða framleiðir
snilldina.
Eyrún Magnúsdóttir dagskrárgeröarkona í Kastljósinu.
Blaöii/Steinar Hugi
Hvaða tískutímabil heldurðu upp á?
Verður maður ekki að nefna
„eighties" tímabilið. Svo dásamlega
ljótar flíkur og skelfilegur stíll að
maður eiginlega getur ekki annað
en dáðst að því að fólk hafi látið sig
hafa það að ganga í þessu.
Hvaðaflík er í uppáhaldi hjá þér og
afhverju?
Ég held mest upp á svart prjóna-
sjal sem ég keypti í handavinnunni
á Hrafnistu í Reykjavík. Það er hlýtt,
fallegt og passar við allt, enda nota
ég það í miklu óhófi.
Hvaðfinnst þér ekki klceða þig?
Það er margt. Til dæmis myndi
ég aldrei getað verið í neinu sem er
gult á litinn. En annars held ég að
ég noti svona io% af fataskápnum
mínum, afgangurinn er eitthvað
sem ég einhvern tímann keypti af
því mér fannst það flott í 3 mínútur
en hef síðar áttað mig á að það fer
mér ekki. Ég er gríðarlega mistæk í
fatakaupum enda finnst mér leitin
að hinni fullkomnu flík ekkert sér-
lega skemmtileg þótt fundurinn geti
verið ánægjulegur.
Áttu þér uppáhaldsfylgihlut?
Ætli það séu ekki belti og eyrna-
lokkar. Ég á alveg haug af beltum og
held sérstaklega upp á eitt sem lítur
út eins og byssubelti. Tek það samt
fram að ég er friðarsinni þannig
að þetta er kannski út úr karakter.
Samt kúl belti.
Hvernig skóm finnst þér best að
ganga í?
Geng nú oftast í strigaskóm, en
fast á hæla þeirra koma brúnu kú-
rekastígvélin mín sem eru alveg
frábær.
Hvað er púkó?
Það er púkó að vera of smart. Þegar
lúkkið er svo svakalega úthugsað
og allt voða mikið í stíl þá fyrst fer
maður að vera púkó. Afslappað en
kúl er málið ef maður vill forðast að
vera púkó.
Tískuinnkaup á tímum verðbólgunnar
Nú þegar verðbólguspár greiningadeilda bankanna hrynja inn og gefa vísbendingar um að best fari á að draga saman í tískuvarningsneyslunni er
eins gott að vera séður ef ætlunin er að halda uppi lágmarks endurnýjunarkröfu fataskápsins.
f Skeifunni er að finna fjöldann allan af svokölluðum outlet-mörkuðum, sem útleggst á góðri íslensku, útsölumarkaður. Þar er hægt að gera góð
kaup á tískuvarningi, sem vissulega er kannski ekki nýjasta tíska, en nú þegar allt er leyfilegt í fatavali, hvaða máli skiptir það þá? Helsta vanda-
málið eru stærðirnar því oft dettur maður niður á fallega flík sem er ekki alveg í réttu númeri. Á móti kemur að úrvalið er mikið svo þá er bara að
halda áfram að gramsa og finna eitthvað annað...
IH.
Wí
Með pop og kók á leið í bíó
Allir bolir I Blend Outlet, Faxafeni 9, kosta 700
krónur og eitt verö er á buxum, 1.500 kr. Bleika
veskið kostar 500 kr. og leðurtöflurnar kosta
1.000 kr. en allar vörurnar eru frá Blend. BOLDA
Heildarverð 3.700 kr.
:.V
Fyrir ísbíltúrinn um helgina
Þetta skærbleika pils frá Privat Label kostar 1000
krónur og fer vel með þessum toppi frá gsus sindustri-
es sem er á tilboði á 990 krónur. Með þessum sérlega
glæsilegu sandölum frá Malene Birger kostar allur
pakkinn BOLDA 6.980 krónur. Fæst í Outlet 10, Skeif-
unni 10.
DAVIDOFF
Ertu á leið í
sumarbrúðkaup?
Fallegur og sumarlegur
bómullarkjóll frá InWear
sem kostar ekki nema 2.990
kr. í dag en kostaði áður tæp-
ar tíuþúsund krónur. Skórnir eru
úr spænsku leðri og kosta nú 990 kr. Voru
áður á 10.990 kr. Fæst f Outlet 10, Skeifunni
10. BOLDA Heildarverð 3.980 kr.
m
r
f sumardagsins önn
Þessi kvartermajakki
frá Privat Label kostar
ekki nema 5.990 kr. f
dag, en hálsmálið er
sérlega fallegt og sniðið
hentar vel fyrir smágerðar
konur. Hann kostaðir áður 11.990 kr. Diesel gallabuxurnar
eru á tilboði og kosta 1000 krónur. Again&Again skórnir,
sem fáanlegir eru i mörgum litum, kosta 500 krónur. Fæst i
Outlet 10, Skeifunni 10. BOLDA Heilarverð 7.490 kr.