blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 2
2 I FRÉTTIR LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaðið blaðiðb_________ Hádegismóum 2,110 Reykjavík Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettiri® bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 510 3744 netfang: auglysingar@bladid.net DV hættir sem dagblað Tíu manns sagt upp störfum. Nýtt helgar- blað hefur göngu sína. I gær tilkynnti Ari Edwald, forstjóri 365 að ákveðið hefði verið að DV komi ekki lengur út sem dagblað heldur einungis sem helgar- blað. Breytingin mun taka gildi nú um mánaðamótin. Ari sagði ástæðuna fyrir breytingunni vera tap á rekstri blaðsins á fyrsta ársíjórð- ungi 2006. Tíu manns missa vinnuna við þessar breytingar en alls starfa á milli 20-30 manns hjá DV. Páll Baldvin Baldvinsson verður ritsjóri hins nýja helgarblaðs. Páll Baldvin sagði í samtali við Blaðið í gær að stemningin á ritstjórninni væri ekki góð af skiljanlegum ástæðum en hann kvað menn ganga til vinnu og ljúka þeim verk- efnum sem þarf til að koma síðasta helgarblaði DV í núverandi mynd í vinnslu. „Það er alltaf talsvert áfall að horfa á baki samstarfsfélaga en horff var til starfsaldurs þegar ákveðið var hverjum yrði sagt upp.“ Páll segir þessar breyt- ingar sýna að samkeppnin á íjölmiðlamarkaðnum sé hörð en vill ekkert gefa upp um nýtt helgarblað að svo stöddu. „Starfsfólk kemur saman næsta þriðjudag en þá verður farið að leggja drög að væntan- legu helgarblaði. Fréttadeild verður starfandi áfram sem nú fer að segja fréttir viku- lega í stað daglegra frétta.“ Björgvin Guðmundsson sem starfaði við hlið Páls sem ritsjóri mun halda til annarra starfa innan fyrirtækisins. BlaOio/Frikki Af hjartans lyst GarðarThor Cortes og Katherine Jenkinsstilltu saman strengi sína ígæren þau halda tónleika í Laugardagshöll í kvöld ásamt fjörtíu manna hljómsveit. Jenkins er ein vinsælasta söngkona Breta þrátt fyrir ungan aldur og Garðar hefur fyrir löngu sungið sig inn í hjörtu íslensku þjóðarinnar. Fólk varnarlaust gagnvart erföabreyttum matvælum Gríðarlega mikið magn af erfðabreyttu dýrafóðri var flutt hingað til lands á síð- asta ári. Neytendur fá ekki nægar upplýsingar að mati Katrínar Júlíusdóttur. Mikilvægt er að neytendur fái upplýsingar um hvort erfðabreytt fóður sé notað við framleiðslu á matvælum að mati Katrínar Júlíus- dóttur, alþingismanns. Um sjö þús- und tonn af erfðabreyttu sojamjöli var flutt hingað til lands á síðasta ári og notað í dýrafóður. Engar reglugerðir í svari Guðna Ágústssonar, landbún- aðarráðherra, við fyrirspurn Þur- íðar Backman á Alþingi síðastliðinn miðvikudag kom fram að um sjö þúsund tonn af erfðabreyttu soja- mjöli hafi verið flutt hingað til lands á síðasta ári og notað í dýrafóður. Þá kom einnig fram í svari ráðherra að 78% af öllum maís sem fluttur er hingað til lands í formi dýrafóðurs séu erfðabreytt. {öllum löndum Evrópusambands- ins eru reglugerðir sem kveða á um að erfðabreytt matvæli séu sérstak- lega neytendamerkt. Engar slíkar reglugerðir eru til staðar hér á landi en fyrir liggur að íslensk stjórnvöld þurfi að lögleiða slíkt í tengslum við sem EES-samþykktir. Það mál er nú í vinnslu innan ráðuneyta og óljóst hvenær það verður lagt fram á Alþingi. í reglugerðum EES er þó ekki Katn-n i,'ik>i<hamí kveðið á um að slíkar merk- ingar séu settar á matvörur þar notast er við erfðabreytt fóður við ræktun. Vill ganga skrefinu lengra Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, undrast hversú langan tíma það hefur tekið íslensk stjórnvöld að setja reglugerðir er kveða á um merkingu erfðabreyttra matvæla. Hún segir Islendinga vera langt á eftir öðrum þjóðum í þessu máli. „Við eigum ekki að skipa okkur í hóp þeirra sem draga lappirnar í þessu máli. I öllum ríkjum Evrópu- sambandsins eru gerðar kröfur um merkingar af þessu tagi. Þá eru svip- aðar reglugerðir einnig til staðar í Noregi, Sviss, Rússlandi og Kína svo fáein dæmi séu nefnd.“ Katrín segir neytendur eiga rétt á þessum upplýsingum þegar þeir kaupa matvöru. Þetta sé eðlileg krafa um gegnsæi þar sem ekki sé vitað um áhrif erfðabreyttra mat- væla á mannslíkamann. „Ég fylgi varúðarsjónarmiðum í þessu. Það liggur ekki fyrir hvort erfðabreytt matvæli hafi áhrif á umhverfi og heilbrigði manna. Neytendur hafa rétt á því að vita hvað er í matnum sem þeir láta ofan í sig.“ Þá segist Katrín vilja að íslend- ingar gangi skrefinu lengra í neyt- endamerkingum af þessu tagi. Ekki aðeins verði merkt við erfðabreytt matvæli heldur einnig matvæli þar sem notast er við erfðabreytt fóður. „Mín afstaða er skýr. Ég vil að allt sé gegnsætt og líka ef um er að ræða af- urðir dýra sem eru fóðruð með erfða- breyttum matvælum. Neytendur þurfa að geta valið sjálfir vegna þess að það eru mjög skiptar skoðanir um ágæti erfðabreyttra matvæla.“ Fjárlagaráð- herra á Netinu Fjárlagaráðherra Frakklands hefur fengið nóg af þeirri gagnrýni að skattarnir séu of háir og allt í óefni komið í ríkisfjármálunum. Því hefur hann látið hanna netleik til að almenningur geti sett sig í spor hans. I lok maí- mánaðar mun almenningur geta tekið að sér hlutverk hans í allt að klukkustund í einu. Þetta er gert um Netið. Jean-Francois Cope, fjárlagaráðherra, sagði er hann kynnti leikinn nýja í sjónvarp- sviðtali að með þessu móti gæti fólk kynnt sér hvernig raunveruleg stjórn fjárlaga færi fram. „Við getum t.d. ekki lækkað skatta án þess að skapa fjárlagahalla,“ upplýsti Cope. „I leiknum getur sérhver franskur ríkisborgari leikið fjárlagaráð- herrann. Hann getur séð hvaða áhrif á fjárlagahallann það hefúr þegar skattar eru lækkaðir. Fólk getur tekið margvíslegar ákvarð- anir sem hjálpar því að skilja hversu erfitt það er að hafa stjórn á frönskum fjárlögum. Romano Prodi Prodi fellur á fyrsta prófi Þingmeirihluíi Romano Prodi, verð- andi forsætisjfáðherra ítalíu, tapaði kosningu um forseta efri deildar ítalska þingsins í gær. Ekki fékkst hreinn meirihluti fyrir tilnefningu bandalags mið- og vinstriflokka til embættis þingforseta á þinginu. Þarf því að kjósa aftur. Kosningabandalag Prodi vann nauman sigur í ítölsku þingkosning- unum fyrr í mánuðinum. Talið er að erfitt verði fyrir Prodi að tryggja samstöðu meirihlutans í mörgum stærri málum. Stjórnmálaskýr- endur telja þá staðreynd að banda- lagi Prodis tókst ekki að tryggja kosningu forseta efri deildarinnar í fyrstu tilraun til marks um að stjórn hans verði vart langlíf. Jean-Francois Cope Gæða sængur og heilsukoddar. Opið virka daga: 10-18, lau: 11-15 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500 $ HelðsklrtGr ■Léttskýjaðíií®ifSký|að Alskýjað^p^* Rigning, litilsháttai^^ RlgningiSjS. Súld Snjókoma^j- • Slydda’-^L Snjúél Skúr ilLLr'Jilr' 19 Algarve Amsterdam 09 Barcelona 20 Berlín 08 Chicago 11 Dublin 12 Frankfurt 09 Giasgow 11 Hamborg 07 Helsinki 10 Kaupmannahöfn 10 London 11 Madrid 19 Mallorka 20 Montreal 05 New York 09 Orlando 21 Osló 11 París 10 Stokkhólmur 12 Vin 11 Þórshöfn 07 Veðurhorfur i dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu fslands \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.