blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 27
blaðiö LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006
l 27
verður maður aldrei sama mann-
eskjan. Það er nánast ólýsanlegt
hvað fólk þarf að kljást við, hvernig
lífið breytist við svona greiningu
og hvað gerist í framhaldinu. Starf
mitt hefur falist í því að styðja með
einum eða öðrum hætti við fjöl-
skyldur þeirra barna sem greinast
með krabbamein. Það tekur oft á að
fylgja þessum fjölskyldum í gegnum
sjúkdómsferlið, ekki síst þegar
börnin eru hvað veikust. I fram-
kvæmdastjórastarfinu hef ég þurft
að vinna mikið með fólki, að alls
kyns málum og taka ýmsar ákvarð-
anir. Þetta hefur á margan hátt verið
mjög lærdómsríkur tími.“
óþarfi að æsa sig yfir
lítilvægum málum
Lærir maður ekki líka að skilja
kjarnann frá hisminu eftir svona
reynslu?
„Jú, ætli það megi ekki segja það.
Eftir að hafa gengið í gegnum svo
skelfilega reynslu lítur maður öðru-
vísi á þau vandamál sem upp koma
og tekur á annan hátt á málunum.
Til dæmis finnst manni óþarfi að
stressa sig á léttvægum hlutum og
ekkert vera óy firstíganlegt. Oft undr-
ast maður hvað fólk getur búið til
mikið vesen og vandamál úr einföld-
ustu hlutum sem ætti að vera hægt
að ráða við. Það geta komið upp að-
stæður í lífinu sem við höfum enga
stjórn á, eins og til dæmis slys og
alvarlegir sjúkdómar. En ef maður
kemst í gegnum þær aðstæður og
ákveður að halda áfram lífinu þá er
maður orðin sterkari manneskja en
áður, þótt reynslan sé bitur og sárin
grói kannski aldrei."
Hafnarfjörðurinn fyrirheitna landið
Þú ert ekki fædd í Hafnarfirði er
það?
„Nei, og þar bjó ég ekki fyrstu tíu
ár ævi minnar. En pabbi og allt hans
fólk var borið og barnfætt í Hafnar-
firði. Þegar ég var lítil þá var alltaf
stefnt á fjörðinn, rétt eins og um
fyrirheitna landið væri að ræða. Það
var alltaf bara tímabundið ástand
að búa í Reykjavík. Við bjuggum þar
vegna þess að pabbi fór í Iðnskólann
og á meðan foreldrar mínir byggðu
sér svo hús í Hafnarfirðinum.
Hvernig finnst þér þessi bœr eins og
hann er i dag?
„Mér finnst óskaplega vænt um
þennan bæ og það er gott að búa
hérna. Bæjarstæðið er afskaplega
fallegt og staðsetningin er góð af því
bærinn er í raun mjög miðsvæðis á
höfuðborgarsvæðinu. Mitt á milli
Reykjaness og Reykjavíkur. Hafnar-
fjörður á eftir að verða meiri mið-
punktur þegar fram líða stundir.
Byggðin er líka að flytjast meira suð-
ureftir og í
raun sé ég ^ ^
mörg tæki- ™ ™
færi hérna
fyrir ýmis
fyrirtæki
að setj-
ast að í
bænum.
Til dæmis
a u k a s t
sífellt sam-
skipti á milli landa og því hlýtur
það að vera mikill kostur að leiðin
sé greið á milli flugvallar og fyrir-
tækis. Umferðin í miðbænum, og
reyndar víða á höfuðborgarsvæðinu,
getur verið hrikalega erfið á álags-
tímum og því hagstætt fyrir marga
að vera staðsettir sem næst Keflavík
ef þeir þurfa að ná flugi. Höfuðborg-
arsvæðið er líka allt að stækka og
þéttast og Hafnarfjörður mun njóta
góðs af því. Það eru alltaf fleiri og
fleiri fyrirtæki sem kjósa að flytja til
Hafnarfjarðar, nú síðast Fiskistofa
sem flutti starfsemi sína hingað
með um sextíu starfsmenn.“
Móðir, kona, fréttakona
og stjórnmálakona
Nú má segja að þú gegnir ansi
mörgum hlutverkum. Þú átt þrjú
börn sem eru á og undir grunnskóla-
aldri, þú starfar sem framkvæmda-
stjóri, þú ert í stjórnmálum og á
sama tíma þurfa konur líka að hitta
vinkonurnar, skemmta sér, rækta
sambandið við makann og reka
heimili. Hvernig gengur að sam-
ræma þetta allt saman?
„Ég er nú að fara að hætta sem
framkvæmdastjóri SKB í sumar og
ætla að starfa eingöngu við stjórn-
málin þannig að þá lítur þetta nú
ekki svona dramatískt út lengur. En
ég verð að viðurkenna að síðustu
vikurnar hafa verið ansi strembnar
og hefur krafist mikillar skipulagn-
ingar á flestum sviðum. Þegar ég get
einbeitt mér að pólitíkinni þá mun
þetta líta allt öðruvisi út. Reyndar
þrífst ég best þegar ég hef sem mest
að gera, en ég hef alltaf verið mikil
barnakona og vil hafa nægan tíma
með börnunum. Börn eru skemmti-
legasta fólkið og mér finnast stund-
irnar með börnunum mínum og fjöl-
skyldunni þær allra dýrmætustu.“
Fjölskyldumálin heilla
Hvaða mál vekja einna helst áhuga
þinn?
„Óneitanlega eru það hin ýmsu
mál sem snúa að fjölskyldunni og er
það vissulega mjög stór málaflokkur.
Fræðslu-og skólamálin, og íþrótta-
og æskulýðsmál finnast mér mjög
spennandi málaflokkar þar sem
möguleikarnir eru óþrjótandi. Mig
langar til að gera Hafnarfjörð að frá-
bærum bæ og til fyrirmyndar hvað
þessi mál varðar. Til dæmis er eitt
af áhugamálum mínum að koma á
laggirnar frístundaskóla fyrir sex til
tólf ára börn, í samstarfi við íþrótta-
félögin og önnur tómstundafélög.
Þannig væri hægt að færa íþrótta-
æfingarnar fyrr á daginn og stytta
þannig vinnudag barnanna okkar.
Nú er þessum málum þannig háttað
að börnin þurfa að stunda æfingar oft-
ast milli fimm og sex á daginn þegar
foreldrarnir eru að koma þreyttir
heim eftir vinnudaginn og þá tekur
við akstur fram og til baka á æfingar.
Sjálfstæðismenn á Reykjanesi hafa
lagt upp með svipaða hugmynd sem
hefur
reynst
m j ö g
vel og
meira að
segja eru
börnin
k e y r ð
og sótt á
æfingar
í skóla-
bíl. Það
er mikilvægt að börnin ljúki sínum
starfsdegi á sama tíma og foreldr-
arnir svo fjölskyldan geti átt meiri
tíma saman og álagið minnki."
Strákar og stelpur ekki eins
Rósa eignaðist sitt fyrsta barn þegar
hún var rétt tæplega þrítug en fram
að því hafði hún verið í krefjandi
starfi sem fréttamaður. 1 kjölfarið
komu fjögur börn á níu árum
þannig að það má segja að hún hafi
mátað ýmis hlutverk.
Myndirðu segja að það hefði ein-
hverja sérstaka merkingu fyrir þig
að vera kona í stjórnmálastarfi?
„Ég hef reyndar aldrei hugsað út í
það, en ég hlýt að hafa ýmislegt fram
að færa úr mínum reynsluheimi. Ég
lít ekkert á það sem sérstakan sigur
fyrir mig sem konu að hafa náð
áfram í þessu prófkjöri. Kannski
vegna þess að ég hef aldrei upplifað
neinar hindranir sem hafa með það
að gera að ég er kvenmaður. Ég var
um þrítugt þegar ég eignaðist mitt
fyrsta barn en þá höfðum við mað-
urinn minn verið í sambúð í fimm
ár. Vissulega breyttist allt mjög
mikið eftir að við eignuðumst son
okkar. Við tóku allskonar sameigin-
legar skyldur sem við höfðum ekki
tekist á við áður og lífið allt breytist
auðvitað á einu augabragði. Ég hef
bara litið á það sem forréttindi að fá
að vera heima í fæðingarorlofi með
börnunum mínum og notið þess
tíma til fulls. En ég upplifði ekki
neinar breytingar innan míns vinnu
staðar eftir að vera orðin móðir. Á
fréttastofunni fengu konur og karlar
sömu tækifæri, fólk þarf bara að bera
sig eftir þeim og fá að vera það sjálft.
Ég er jafnréttissinni en ég myndi
aldrei halda því fram að kynin væru
eins og mér finnst grín að halda því
fram að munurinn á þeim sé vegna
félagsmótunar. Ég á bæði stráka og
stelpu og ég horfi upp á það daglega
hvað kynin eru ólík. Það eru engar
ýkjur en ég held að dóttir mín hafi
ekki verið nema nokkurra mánaða
þegar hún var farin að sækja í bleikt.
Það lá við að daman hefði fæðst með
lítið veski og bleikan varalit og allar
athafnir hennar voru strax svo kven-
legar. Svo eru strákarnir allt öðruvísi
og það er enginn sem kennir þeim
það sérstaklega," segir Rósa og bætir
því við að hún hafi verið á annarri
skoðun á menntaskólaárunum. „Þá
var ég að lesa Simone de Beauvoir og
aðrar slíkar og var alveg sannfærð
um að þetta væri allt bara félags-
mótun, en í dag hefur reynslan svo
sannarlega sýnt mér fram á annað.
Ef þetta er félagsmótun þá hefst hún
Það eru engarýkjur en ég held að dóttir mín hafi ekki verið
nema nokkurra mánaða þegar hún var farin að sækja í bleikt.
Það lá við að daman hefði fæðst með lítið veski og bleikan
varalit og allar athafnir hennar voru straxsvo kvenlegar.
Seltjarnarpes
, Mosfellsbær
teykjavik
Hafnarflörður
Heiðin há
BÚGARÐABYGGÐ í ÁRBORG
Vegna mikillar söiu og stöðugrar eftirspurnar er 2. áfangi nú einnig til sölu.
Nánari upplýsingar á www.tjarnabyggd.is eða í síma 898-0343
Dagana 29. apríl - 1. maí geta áhugasamir
komiö á svæðið milli klukkan 11 og 17
og kynnt sér aðstæður.
ssœs
'
Ke ii
Fjóra km frá Selfossi hefur verið skipulögð búgarðabyggð sem er nýjung í íslensku skipulagi.
Tjarnabyggð er skipulögð á um 600 ha af frjósömu og góðu byggingarlandi
og þar verða í boði 1-6 ha lóðir með öllum þægindum og þjónustu þéttbýlisins.
Á R B 0 R G l fí
l FASTEIGNA
IMARKAÐURINN.
{j^nraommnHM
t^jNenrMvw fMis r,jeyr. cf*j.
„Opió hús“ um helgina !