blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 34
34 I TILVERAN LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöið Sönglað í umferðinni Ég held að við séum flest alltof upptekin af því hvað aðrir halda um okkur. Við viljum ekki líta hallrærislega út eða vera sjálfum okkur til minnkunar á einn eða annan hátt og göngum jafnvel ansi langt í því að svo verði ekki, m.a. með því að sniðganga hátterni sem annars myndi sannarlega njóta við. Þetta er nú kannski ekki spennandi viðfangsefni en þegar ekki er um auðugan garð að gresja í hugmyndabank- anum fá svona vangaveltur sinn skerf. Skömmustutilfinning getur gert vart við sig á öllum vett- vangi; með kærastanum, vinunum, í vinnunni, veislunum og það sem meira er - með fólki sem maður þekkir ekki! Hvað er þetta með okkur að pæla svona mikið í því hvað aðrir halda? Við til dæmis sleppum því að taka sporið inn í stofu af ótta við að einhver sé á göngu fyrir utan og sjái okkur, við ljúgum e.t.v þegar það er hallærislegt að segja satt og fylgjum ekki okkar eigin hvötum þegar það „á ekki við.“ Ég lenti einmitt í skemmtilegu atviki núna í gær. Ég var að keyra í þessu líka blíðskaparveðri, með viðeigandi músík í eyrunum og að farast úr fíling. Áður en ég vissi af var ég farin að syngja hástöfum (og þá meina ég hástöfum og með tilheyrandi látum) og lifa mig svo hrikalega inn í lagið að ekkert fékk mig stöðvað. Svo kom að þeim kafla lagsins þar sem ég þurfti að leggja mig alla fram til að ná hánótum lagsins og þandi raddböndin eins og óperusöngkona, með tilheyr- andi grettum og látum í andlitinu. Nema hvað.J í miðjum klíðum gjói ég augunum til hliðar og sé mér til mikillar skelfingar bíl mér við hlið með tveimur glottandi pésum. Guð minn góður hugsaði ég með mér og það rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Eitthvað varð ég nú að gera til þess að koma mér undan þessum hræðilegu aðstæðum og ákvað á svipstundu að troða lúk- unum upp í munn og láta eins og ég væri að laga eitthvað í tönnunum á mér. Já, laga eitthvað í tönnunum!!! Eins og gefur að skilja hefur þetta komið ansi spánskt fyrir sjónir - ég með lúkurnar í kjaftinum, rauð í framan og með nördahrollinn Ertu sannur vinur? mm frá tám og uppúr. Eftir á að hygggja hefði ég kannski ekki þurft að tapa mér svona skelfilega, því að á endanum urðu það áhorfendurnir í næsta bíl sem urðu sér til skammar með því að keyra út í kant meðan á glápinu og hlátrinum stóð! Já, svona getur þetta verið. Kannski eigum við bara að sleppa áhyggjum af viðhorfum annarra leyfa okkur að spígspora syngjandi í stof- unni með kústskaftið fyrir míkrafón, eða lifa okkur inn í melodíurnar í bílnum. Það er þá bara algerlega á ábyrgð hinna að halda ekki svefni yfir hallærislegheitunum, nú eða bara klessa á! halldora@bladid.net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Það er alltaf gott að eiga góða að og sannir vinir eru raunveruleg auðlind, fyrir þá sem eru svo heppnir að umgangast þá. Eins gott og það er að eiga sannan vin getur það líka verið gefandi að vera sannur vinur. Hvað með þig, ert þú sannur vinur? Svaraðu þessum áhugaverðu spurningum og þá veistu svarið innan skamms. IVinkona þín hringir um miðja nótt frá lögreglustöð- inni, hún er hágrátandi og greinilega i uppnámi. Hvað gerir þú? a) Ég skelli tafarlaust á. Það er dóna- legt að vekja fólk á nóttinni. b) Ég reyni að róa hana og fá að vita hvað kom fyrir. Ef mögulegt er þá fer ég á lögreglustöðina og sæki hana. c) Ég leyfi henni að segja mér frá hvað gerðist og sýni henni sam- kennd. Vonandi liður henni betur eftir það samtal. d) Eg segi henni kurteislega að ég hafi verið sofandi og geti því miður ekJd velt mér upp úr hennar vanda- málum á nóttinni. Hvað er það skemmtilegasta við að hitta vini þína? a) Það er alltaf stuð á okkur og ég skemmti mér sjaldan betur. b) Það er skárra heldur en að sitja heima og horfa á sjónvarpið. c) Þeir skilja mig og láta mér líða vel. d) Þær eru bara svo yndislegar og í raun hluti af mér. 3Hve miklu máli hefur vinskapurinn skipt þig í gegnum tíðina? a) Vinkonur mínar hafa þrosk- ast með mér og við höfum gengið i gegnum margt saman. Þótt þær séu ekki fullkomnar þá myndi ég ekki velja neinar umfram þær. b) Allir verða að eiga einhverja vini til að djamma með. c) Töluverðu máli enda væri ég ekki sú sem ég er i dag án þeirra. d) Vinskapurinn hefur skipt mig máli enda kaus ég að halda honum í gegnum árin. Þú sérð mann vinkonu þinnar í ástríðufullum kossi við einhverja gellu á skemmtistað. Eftir það ganga þau út saman hönd í hönd. Daginn eftir fréttirðu frá vinkonunni að maðurinn hafi komið heim seint um morguninn og sagst hafa verið í partíi. Hvað gerir þú? a) Ég vorkenni henni sárlega og sendi henni nafnlausan tölvupóst um að maðurinn hennar hafi sést kyssa aðra konu. b) Greyið hún en ég vissi alltaf að maðurinn hennar var auli. c) Hlæ innra með mér. Hún á þetta skilið eftir að hafa alltaf náð gæj- unum sem ég vildi. d) Fer heim til vinkonu minnar og segi henni hlutlaust hvað ég sá. Ég læt hana vita að ég muni styðja við bakið á henni sama hvað hún ákveður að gera. 5Vinkona þín hefur lengi bar- ist við aukakílóin en náði þeim loksins af sér fyrir nokkrum árum síðan. Eftir barns- burð hlóðust kílóin á hana aftur og hún er greinilega vansæl vegna þess. Hvað gerir þú? a) Þettaervitanlegaleiðindamálen það er varla nokkuð sem ég get gert í þessu. b) Reyni að styðja hana og kem aldrei með nammi eða annað góð- gæti í heimsókn til hennar. c) Mér finnst þetta rosalega leiðin- legt en minnist ekkert á þetta til að gera hana ekki enn daprari. Hins vegar sting ég upp á nýrri, skemmti- legri líkamsrækt og dreg hana með mér undir því yfirskini að mér finn- ist leiðinlegt að fara ein. d) Fitubollan getur bara hætt að éta og hreyft sig, þannig renna kílóin af henni. 6Vinkona þín segir þér frá viðkvæmu máli sem snertir samband hennar og biður þig að halda því fyrir þig. Hvað gerir þú? a) Um leið og ég er komin heim hringi ég í hina vinina og segi þeim frá þessu. Saman hlæjum við af því hve aumkunarverð hún er. b) Ég segi vitanlega ekki neinum frá þessu enda ekki mitt að segja. c) Ég segi bara bestu vinkonu minni frá þessu en bara því hún lof- aði að segja ekki neinum. d) Mig dauðlangar að segja mann- inum mínum frá þessu en tekst að þegja yfir þessu. Að minnsta kosti í bili. Þú ert í saumaklúbbi og það vantar eina vinkonuna. Hinar nota tækifærið og tala illa um hana allt kvöldið, hvað hún sé frek og eigingjörn. Hvað gerir þú? a) Vitanlega tek ég ekki þátt í svo- leiðis subbuskap. Ég segi stelpunum að ef þær hafi eitthvað að segja um vinkonu okkar ættu þær að segja það við hana og gefa henni tækifæri til að verja sig. b) Ég skammast mín fyrir að taka þátt í svona umræðum en geri það samt. Það er bara svo gaman að slúðra. c) Ég slúðra ekki sjálf um hana en kann samt ekki við annað en að hlusta. Ég meina, hinar stelpurnar eru líka vinkonur mínar. d) Vitanlegatekégþáttísvonaupp- Iífgandi og fræðandi umræðum, en ekki hvað. 8Vinkona þín er að fara að gifta sig og það er heilmikill undirbúningur framundan, þar á meðal gæsaveisla, kaupa gjöf- ina og margt annað. Tekur þú þátt í þeim undirbúningi? a) Já vitanlega. Það er fátt skemmti- legra en að vera í hringiðunni og undirbúa einhver skemmtilegheit. b) Nei, mæti bara í boðið og passa mig á að líta eins vel út og ég mögu- lega get. c) Eg fylgist með honum og mæti vitanlega en er sjálf of upptekin til að taka þátt í öllu þessu ati. d) Já, égveitað vinkonamínvillað þessi dagur verði fullkominn og ég geri mitt besta til að tryggja að svo verði. Teldu stigin saman i. a) 1 b) 4 c)3 d)2 2. a) 2 b) 1 c)3 d) 4 3. a)4 b) 1 c)3 d)2 4. a)3 b)2 c)1 d) 4 5. a)2 b)3 04 d) 1 6. a) 1 b)4 02 d)3 7. a)4 b)2 03 d) 1 8. a) 3 b) 1 02 d)4 0-10 stig: Það væri ofsögum sagt að kalla þig sannan vin. Raunar ertu einmitt and- stæðan. Þótt þér Ifki eflaust vel við vini þina þá færðu Ifka einhverja ánægju út úr því að sjá þá óhamingjusama og sára. Sennilega hefur sjálfstraust þitt eitthvað um það aö segja og þú þarft að átta þig á að ólukka vina þinna gerir þig ekki lukkulegri. Taktu til í kolllinum á þér og farðu að bera virðingu fyrir vinum þínum. Hver veit nema þér sjálfri myndi Ifða beturviðþað. 11-19 stig: Hvað vinum þlnum finnst um þig skiptir þig litlu máli en Ijóst er að þeir koma aldr- ei til með að kalla þig sannan vin. Þótt þú sért langt frá þvi að vera illkvittinn þá hefurðu gaman af slúðri, baktali og slíku. Það er aldrei vænlegt vilji maður halda i vini sína og þvi ættirðu að íhuga hegðun þina. Það er hægt að slúðra um alla en það þarf sannan vin til að verja aðra. Komdu vel fram við vini þína og þeim mun eflaust fjölga í kjölfarið. 20-27 stig: Þú ert svo sannarlega góður vinur og átt eflaust marga trausta vini. Vinir þínir leita til þin og treysta á þig. Það er gott að eiga góða að og þú f innur eflaust fyrir þvf líka. Þú virðist líka kunna jafnvægið á milli þess að vera sannur vinur án þess að fórna þér algjörlega, sem er jákvætt. Hins vegar vantar aðeins upp á að þú sért sannur vinur en sennilega mættirðu lagfæra heiðarleika þinn gagnvart vinum þínum. Batnandi manni er best að lifa. 28-32 stig: Þú ert tvimælalaust sannur vinur og berð þá nafnbót vel. Þú ert alltaf til staðar þeg- ar vinir þínir leita til þfn og þú gerir meira en margur til að leggja þeim lið. Vinir þfn- ír meta þig mikíls og nýta hiklaust krafta þina. Sem getur lika verið galli því það er öllum nauðsynlegt að eiga einhvern tima fyrir sjálfan sig. Það er gott og blessað að vera sannur vinur en þú ættir kannski að segja nei einstaka sinnum. Þrátt fyrir að vinirnir skipti miklu máli þá skiptir þú ennþá meira máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.