blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 23

blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 23
blaðið LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 I 23 kenna, ekki gagnrýnendum. Ég var veikur. Það eina sem ég hef út á þá að setja er hversu glannalegir þeir geta verið í dómum um ungt fólk sem er nýskriðið út úr skólum. Þá segja þeir um einhvern sem hefur sýnt góða frammistöðu: „Stjarna er fædd“. Ég skil ekki gagnrýnendur sem leyfa sér þetta vegna þess að með þessu er hægt að eyðileggja listamenn. Ég held að of góð gagnrýni sé verri en slæm gagnrýni. Listamaður sem fær slæma gagnrýni reynir að bæta sig en of góð gagnrýni getur kollvarpað þér. Sumir þola ekki meðlætið. Bette Davis sagði að það hefði tekið sig þrjátíu ár að verða stjarna. Það þarf mikinn kraft til að verða stjarna strax eftir útskrift úr skóla.“ Heldurðu að það sé erfiðara að leika gamanhlutverk en alvarleghlutverk? „Já, það er vandasamara að leika gamanhlutverk heldur en alvarleg hlutverk vegna þess að tímasetningin í gamanleikritum þarf að vera hárrétt. í alvarlegum hlutverkum geta menn frekar siglt milli skers og báru.“ „Ég skal bjarga þér" Margir muna þig enn sem Lilla klifur- mús í Dýrunum í Hálsaskógi. Er ekki góð tilfmning að hafa glatt svo mörg börn meðframmistöðu sinni? „Ég var í mörg ár kallaður Lilli af fólki sem ég þekkti lítið sem ekkert en hafði séð mig leika Lilla klifurmús. Það yljaði mér um hjartarætur. Það er gaman að leika fyrir börn ef maður leikur af einlægni. Það var ekki oft sem ég fékk kökk í hálsinn meðan ég var að leika en eitt atvik er mér sérlega minnisstætt. Ég var í hlutverki Lilla og var að flýja undan Rebba sem elti mig. „Nú skal ég éta þig,“ sagði Rebbi. Þá stóð upp lítill drengur, breiddi út hendurnar á móti mér eins og hann ætlaði að grípa mig og vernda mig og sagði: „Lilli minn! Komdu, ég skal bjarga þér“. Þá fékk ég kökk í hálsinn. Ég vissi að ég hafði verið að gera eitt- hvað sem virkaði. Ég myndi vilja hitta þennan dreng, sem er fullorðinn maður í dag, og þakka honum fyrir því þetta atvik hafði töluverð áhrif á mig. Fyrir mér var þetta staðfesting á því að maður verður að vera sannur í því sem maður er að gera. Annars virkar það ekki.“ Áttu þér eftirlœtishlutverk? „Ætli það séu ekki tvö hlutverk. As- sessor Svale í Ævintýri á gönguför og Estragon í Beðið eftir Godot. Ég fann mig ekki sem sjálfstæðan leikara fyrr en árið 1952 og hafði þá leikið í sex ár. Þá lék ég Assessor Svale og skap- aði hann frá grunni án þess að hafa nokkra fyrirmynd. Þetta fyllti mig sjálfstrausti og þá ákvað ég að verða leikari. Ég var afskaplega ánægður með túlkun mína á Estragon sem ég lék tvisvar með tuttugu ára millibili. Ég má kannski ekki segja það en að stórum hluta held ég að ég hafi skilað hlutverkinu vel vegna þess að ég skildi ekki höfundinn en ég skynjaði hann - sem er kannski næsti bær við. Bak við hverja setningu Estragons fólst djúp merking sem ég skildi ekki fylli- lega en virkaði sterkt á mig. Það sem virkar á mann sjálfan virkar á fólkið í salnum. Eða ég hef þá trú.“ Hefur sviðsótti aldrei sótt á þig? „Jú, hann var svakalegur og yfirleitt í tengslum við gagnrýnendur. Ég var alltaf hræddur við gagnrýnendur. Ég var búinn að leika árum saman þegar ég áttaði mig loksins á því að gagnrýn- endur væru bara menn. Og þegar ég hafði komist að því óttaðist ég þá ekki lengur en þá greip mig glímuskjálfti vegna áhorfenda. En maður verður að vera með glímuskjálfta. Maður er ekki með sitt á hreinu nema maður sé mátulega kvíðinn fyrir verkefnum sínum.“ Hvað œtlarðu að leika lengi? „Ætli ég sé ekki hættur. Ég veit það samt ekki. í dag líður mér það vel að ég held að ég gæti leikið Hamlet á frönsku, ef ég kynni hana. Ég hef einu sinni leikið á frönsku, í Lúxemburg. Þá söng ég Volare á frönsku og það gerði svakalega lukku. Ég er reyndar ekki viss um að menn hafi skilið frönskuna mína, en það er önnur saga.“ Stundum erfið ieið Sonur þinn, Örn Arnarson, er einn af bestu gamanleikurum þjóðarinnar. Heldurðu að hann hafi lœrt margt af þér? „Framan af var dálítið erfitt að sjá hann leika því ég leit fyrst og fremst á hann sem son minn. Það truflaði mig. Svo gat ég ekki alltaf sætt mig við það sem hann var að gera því við erum mjög ólíkir gamanleikarar. Núna get ég horft á hann sem leikara og ef hann gerir ekki góða hluti þá er ég ekki ánægður en yfirleitt finnst mér hann fjári góður. Eg veit ekki hvaða nesti hann hefur fengið úr heimahúsum varðandi leiklist. En ég held samt að þaðan hafi hann fengið hugmyndir um að leikari getur ekki gert hvað sem honum sýnist á almannafæri." Hvað má leikari ekki gera á almannafœri? „Stundum er sagt að dáðir leikarar séu eign þjóðarinnar. Þeir sem eru eign þjóðarinnar geta stöðu sinnar vegna ekki gert allt sem þeim sýnist. Ef leikari sýnir sig mjög drukkinn á al- mannafæri þá er hann að gera nokkuð sem aðdáendur hans sætta sig illa við. Ég þekki dæmi um að leikari hafi fallið gríðarlega í áliti hjá áhorfanda. Áhorfandinn var mjög hrifinn af þessum leikara og þótti mikið til hans koma sem listamanns. Eitt kvöld hitti hann leikarann í Þjóðleikhúskjallar- anum eftir sýningu. Leikarinn var áberandi drukkinn. Þessi áhorfandi gat ekki litið þennan mann á sviði eftir þetta, þótt hann hefði verið einn af uppáhaldsleikurunum hans. Vitanlega fylgja því ókostir að geta ekki verið maður sjálfur vegna vin- sælda. Það kvaldi Alfreð heitinn Andr- ésson mjög að geta ekki nokkurn tím- ann verið hann sjálfur. Hann talaði stundum um þetta við mig. Hann gat ekki gengið um götur Reykjavíkur eins og frjáls maður. Þegar fólk sá hann fór það að hlæja. Hann var bara maður á sunnudagsgöngu í spariföt- unum en fólk sem mætti honum sá hann sem fremsta gamanleikara þjóð- arinnar og hló. Hér á árum áður fann ég fyrir því að fólk var að benda á mig og flissa. En ég lærði af því sem hafði kvalið Al- freð. Ég sagði við sjálfan mig: „Þetta er til að læra af því. Taktu þessu eins og það er“. Ég var tiltölulega fljótur að komast yfir það og fannst ekkert gera til að fólk færi að hlæja þegar það sá mig á götu.“ Ertu sáttur við lífshlaupið? „Ég er fullkomlega sáttur. Annað væri vanþakklæti. Eg sé ekki eftir því að hafa farið þá leið sem ég valdi. Það segir sig sjálft að hún var stundum erfið. Ég var leikari og í hjónabandi en var aldrei heima. Það var ekki sér- lega skemmtilegt fyrir konu mína en ég held að hún sé fyrir löngu búin að jafna sig á því. Kannski er ég dálítið sár út í sjálfan mig vegna ýmislegs sem ég gerði og vildi gjarnan hafa gert öðruvísi. En ég held að það sé bara eins og hjá flestum öðrum. Mér finnst ég að sumu leyti vera eins og útgerðarmaður. Þeir út- gerðarmenn sem ég þekkti vildu ekki tapa en þeim fannst allt í lagi að reikn- ingurinn væri á núlli. Ég hugsa alveg eins.“ kolbrun@bladid. net Góð vara fyrir fólk á öllum aldri KORFU 2+H+2 196x196cm kr.99.000 2+H+3 196x246cm kr. 109.000 Capri tilboð kr. 69.000 j^ 3ja sæta tilboð 59.000.- 2ja sæta tilboð 49.000,- 90cm kr. 29.900 120cm kr. 38.500 160ciif1(r. 59.500 Doris Casper tilboð kr. 39.000 90cm kr. 39.000 120cm kr. 49.600 160cm kr. 79.50Ö ptiflex ítalskir barstólar í mörgum litum verð kr 12.900,- SMiÐJUVEGI 2, KÓP S.587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.