blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 26
26 I VXÐTAL
LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöiö
Fyrirheitna landið í íirðinum
Rósa Guðbjartsdóttir er viss um að munursé á kynjunum sem ekki verði útskýrður með félagsmótun ogaðjafnrétti
snúist ekki um að setja samasemmerki á milli karla ogkvenna. Hún hefur alltafverið áhugasöm um stjórnmál, sett-
ist sautján ára á stjórnmálaskólabekk Sjálfstœðisflokksins en er nú orðinfertug og hyggst hella sér út ípólitíkina.
Rósa Guðbjartsdóttir er flestum
landsmönnum löngu kunn. Um
árabil starfaði hún sem frétta-
kona á Stöð tvö en undanfarin
fimm ár hefur hún starfað sem
framkvæmdastjóri Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna. Nú er
svo komið að Rósa ætlar sér að
söðla um og skipta um starfsvett-
vang því hún er „komin í stjórn-
málin“ eins og það er stundum
kallað. Margrét Hugrún Gústavs-
dóttir hitti þennan rótgróna Hafn-
firðing í miðbæ Reykjavíkur.
í nóvember s.l vann Rósa mikinn
sigur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Hafnarfirði. Hún fékk flest heildar-
atkvæðin og náði á endanum mark-
miði sínu með glæsibrag, en það var
annað sæti á flokkslista. Þetta tókst
henni eftir aðeins þriggja vikna
undirbúning, en ákvörðun hennar
um að fara í stjórnmálin hafði ekki
átt sér langan aðdraganda þó að
ástríðan og áhuginn hafi alltaf verið
fyrir hendi.
Ég hitti Rósu Guðbjartsdóttur
á Jómfrúnni við Lækjargötu. Við
fengum okkur sæti inni í litlu hljóð-
látu horni, pöntuðum smorrebrod
og kaffi og hófum spjallið.
Hvernigkom það tilRósa aðþú fékkst
áhuga á stjórnmálum?
„Það byrjaði nú bara mjög snemma
en ég held að upphaf þess megi rekja
til afa míns, Jóns Guðmannssonar
fyrrum yfirkennara í Miðbæjarskól-
anum. Eg dvaldi mikið heima hjá
ömmu minni og afa þegar ég var lltil.
Ég man sértaklega vel eftir því þegar
afi horfði á hina og þessa umræðu-
þætti í sjónvarpinu og kom með sínar
athugasemdir við það sem um var
rætt. Skot hans á vinstri menn þóttu
mér mjög athyglisverð, enda var
hann gallharður sjálfstæðismaður,
og skoðanir hans byrjuðu að höfða
til mín. Ég fór líka að velta því fyrir
mér af hverju þessir menn væru að
rífast svona og um hvað. Amma var
jafnaðarmanneskja og hennar sjón-
armiðum fékk ég líka að kynnast en
skoðanir afa og umræðan um ein-
staklingsfrelsið náði eyrum mínum.
Það er líka gaman að bæta því við að
afi minn, sem fæddist árið 1906 og
hefði því orðið hundrað ára í ár, var
einn fyrsti jafnréttissinninn sem ég
kynntist. Hann kom því inn hjá mér
að konur og karlar stæðu alveg jafn-
fætis, gætu gert sömu hlutina jafn
vel og hefðu sömu möguleikana.
Hann og foreldrar mínir hvöttu mig
áfram í námi og voru óspör á hrós
þegar það átti við. Það var dýrmætt
veganesti.
Sautján ára í stjórnmálaskóla
Sjálfstæðisflokksins
Á menntaskólaárunum í Flensborg-
arskóla í Hafnarfirði kviknaði áhugi
Rósu á stjórnmálum fyrir alvöru.
Hún fór í stjórnmálaskóla Sjálfsstæð-
isflokksins og tók síðar virkan þátt í
starfi Heimdalls og SUS.
„Ég sótti alltaf í að mæta á mál-
fundi og aðrar uppákomur sem voru
stjórnmálalegs eðlis innan veggja
skólans. Sautján ára skellti ég mér
svo í stjórnmálaskóla Sjálfstæðis-
flokksins af því mig langaði til að
öðlast skarpari sýn á ákveðin mál.
Þar var alveg topp fólk sem tók það
að sér að fræða mann og þar kynnt-
ist ég mörgu góðu fólki. Eftir stjórn-
málaskólann kynntist ég fleirum
í Valhöll, m.a. Þóri og Árna Sigfús-
sonum sem fengu mig til að koma á
fundi hjá Heimdalli. Fljótlega var ég
komin þar í stjórn, og síðar í stjórn
SUS, en mikið af því fólki sem ég
kynntist á þessum tíma er bæði á
þingi og í sveitarstjórnum í dag. Það
sem er hvað eftirminnilegast af pól-
itísku vafstri mínu á þessum árum,
er án efa þátttaka mín í Frjálsu út-
varpi sem stjórnað var úr Valhöll
í verkfalli ríkisstarfsmanna. Starf-
semi þess átti eftir að ryðja brautina
í átt að raunverulegu frelsi á öldum
ljósvakans. Eftir stúdentspróf fór ég
í stjórnmálafræði í Háskólanum og
útskrifaðist þaðan með BA próf en
tók á þeim tíma áfram þátt í nefndar-
störfum og öðru starfi innan flokks-
ins. En hugurinn hafði lengi staðið
til blaða- og fréttamennsku og þegar
ég var farin að vinna við þau störf
dróg ég mig út úr öllu pólitísku
starfi.“
Ekki sama manneskjan
1 starfi sínu sem fréttamaður öðlað-
ist Rósa víðtæka reynslu af hinum
ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Hún
var í fullu starfi við fréttamennsku,
þar til hún hélt, árið 1999, utan til
Bandaríkjanna ásamt eiginmanni
sínum og tveimur sonum þar sem
þau fóru bæði í nám. Hún í almanna-
tengslum og hann í viðskiptafræði.
Fljótlega skipuðust þó veður í lofti
þegar yngri sonur þeirra, Bjartmar,
greindist með krabbamein, þá að-
eins tæpra tveggja ára gamall. Fjöl-
skyldan sneri aftur til íslands og við
tók mikil barátta við sjúkdóminn.
Eftir tæpt ár virtist Bjartmar vera
búinn að ná heilsu að nýju og í fram-
haldi af því tók Rósa til starfa sem
framkvæmdastjóri Styrktarfélags
krabbameinssjúkra barna. Eftir
eigin reynslu taldi hún sig hafa
margt fram að færa og þessu starfi
hefur hún gengt undanfarin fimm
ár, en í kjölfar árangursins í prófkjör-
inu í haust ákvað hún að segja starfi
sínu lausu og hættir nú í vor.
Myndirðu telja að starf þitt hjá SKB
eigi eftir að nýtast þér á einhvern
hátt á nýjum vettvangi?
„Eflaust á það eftir að gera það. í
þessu starfi hittir maður fólk sem
kemur allsstaðar að úr þjóðfélaginu
en á það sameiginlegt að vera að
glíma við eitthvað það erfiðasta sem
hægt er að takast á við í lífinu. Ég
gekk sjálf í gegnum þessa reynslu
þegar sonur minn veiktist af sjúk-
dómi sem dró hann að lokum til
dauða. Eftir lífsreynslu sem þessa
ADniA
Ein þau vinsælustu
á Norðurlöndum
Sérútbúin fyrir Norðurlönd, strangar kröfur um
gæði og umhverfissjónarmið.
ALDE m iðstöðva rke rf i.
Tryggðu þér hjólhýsi
á gamla genginu
til 9. maí
Opið
virka daga 10-18
laugardaga 10-16
sunnudaga 12-16