blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 29.04.2006, Blaðsíða 18
18 I DEIGLAN LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2006 blaöiö Margt í boði á 1. maí Blaíiö/Frikki Blásið verður til hátíðarhalda víða um land í tilefni af baráttudegi verkalýðsins þann l.maí. Stefna, félag vinstri manna, heldur árlegan morgunfund á baráttu- degi verkalýðsins í áttunda skipti á Mongo sportbar í Kaupangi kl. 10:30. Ræðumaður dagsins er Atli Gíslason, hæstaréttarlögmaður. Steinunn Rögnvaldsdóttir mennta- skólanemi syngur og meira verður sungið oglesið upp sem snertir mál- stað dagsins. Allir eru velkomnir. Hin árlega kaffisala Kristniboðs- félags kvenna verður í Kristniboðs- salnum að Háaleitisbraut 58-60, mánudaginn 1. maí, kl. 14-17. Þar verða að vanda ljúfar kræsingar á boðstólnum sem gott er að renna niður með kaffisopanum. Kristniboðsfélag kvenna er elsta kristniboðsfélag á landinu stofnað 1904. Félagið hefur stutt starfið í Asíu og Afríkulöndunum Eþíópíu og Kenýju dyggilega. Ein af fjár- öflunarleiðum þess er hin árlega kaffisala. Starf kristniboðsins er í stöðugum vexti og verkefnin óþrjótandi hvort sem það er við boðun Guðs orðs, neyðarhjálp eða ýmis þróunarverkefni. Opið hús hjá MÍR Menningartengsl Islands og Rúss- lands (MÍR) verða að venju með „opið hús“í nýju félagsheimili MlR á Hverfisgötu 105 á baráttudegi verkalýðsins kl. 14 -17. Þar verður kaffisala og boðið upp á hið rómaða MÍR-hlaðborð, efnt til lítillar hlutaveltu og gestir koma í heimsókn, taka lagið og leika á hljóðfæri. Myndverk eftir Sigrid Österby verða til sýnis og viðstaddir geta fengið upplýsingar um fyrirhugaða hópferð sem MÍR stendur fyrir í samvinnu við Ferða- skrifstofuna Bjarmaland til Rúss- lands í septembermánuði. Átta listamenn sem eru með vinnustofur á Korpúlfsstöðum opna vinnurými sitt almenningi þann 1. maí milli kl. 15 og 17. Lista- mennirnir hafa orðið varir við mikinn áhuga almennings á starfi þeirra og til að koma til móts við hann verður opið í tvo daga þennan eina dag. Kaffi verður á boðstólum og gestum og gangandi gefst kostur á að berja augum verk listamann- anna sem eru ólík og unnin í mis- munandi miðla. Listamennirnir eru Björg Þorsteinsdóttir, Guðbjörg Hákonardóttir, Gunnar Þ. Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Marisa Arason, Sari Maarit Cedergren og Þuríður Sigurðardóttir. Ungbarnafötin eru komin www.66north.is REYKJAVÍK: Kringlan - Bankastræti 5 - Faxafen 12 GARÐABÆR: Miðhraun 11 - Akureyri: Glerárgata 32 NORÐUR Trans-Atlantic og MasterCard efna til ferðar til Mexíkó. 10.500 kr. afsláttur á hvern fjölskyldu meðlim MasterCard korthafa 12 ára og eldri. Brottfarir: 24. maí, 4 sæti íaus. og 7. júní. 13 nætur. (ath Ukmarkað saeumagn) Heillandi Maya menning. óviðjafnaleg endalaus hvít strönd og kristal- tær sjórinn. kóralrif, næturlíf. verslanir, ævintýraferðir og frumskógur. 4 og 5 stjömu lúxus hótel með allt innifalið: ótakmarkaður matur og drykkir, óáfengir og áfengir, öll afþreying. skipulögð skemmtidagskrá og stórsýningar (show) á hverju kvöldi. Nánari upplýsingar www.transatlantic.is Verð frá 85.0001 A Trans-Atlantic Sfmi 588 8900 • www.transatlantic.is Aðalfundur Landverndar Aðalfundur Landverndar 2006 verður haldinn á Garðaholti í Garðabæ í dag og hefst kl. 11. Fundarins bíður það verk- efni að marka samtökunum stefnu um vegagerð á hálendi Island og framtiðarsýn fyrir Reykjanesskaga. Umhverfisráðherra mun ávarpa fundinn við setningu hans en einnig hefur sveitar- stjórnarmönnum á svæðinu verið sérstaklega boðið til fundarins. Fundurinn er öllum opinn. Atkvæðisrétt hafa fulltrúar aðildarfélaga Landverndar og einstaklingar sem eru félagar í Landvernd. Auk venjulegra aðalfundar- starfa og umfjöllunar um stefnu- markandi mál mun Jónatan Garðarsson fjalla um náttúru höfuðborgarsvæðisins og ná- grennis þess. Þá kynnir Ólöf Guðný Valdi- marsdóttir arkitekt skýrslu sem Landvernd hefur látið vinna um hálendisvegi. I lok fundar verður boðið í skoðunarferð um Álftanesið þar sem Freysteinn Sigurðsson greinir frá jarðsögu og Ólafur Torfason fuglalífi. Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga ^^artaHeill sítni 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Blaðiö/Frikki Sigurður Guðmundsson formaður Trjáræktarklúbbsins er sannfærður um að mun fleiri trjátegundir geti þrifist hér á landi en gera nú. Klúbburinn stendur fyrir málþingi um fjölgun trjátegunda í Odda i dag. 300 ára verkefni Hœgt er að rœkta miklu fleiri tegundir aftrjáplöntum hér á landi en gert er svo framarlega sem rétt er að staðið aö mati Sigurðar Guðmundssonar formanns Trjárœktarklúbbsins. Klúbbfélagar hafa meðal annars uppi háleitar hugmyndir um uppbyggingu trjásafns að Mógilsá. í dag kl. 11 stendur Trjáræktarklúbburinn að málþingi um fjölgun trjáplantna í rœktun á íslandi. Sigurður Guðmundsson segir að málþingið sé fyrst og fremst haldið til að vekja athygli á þvi að hægt sé að gera miklu meira í trjárækt en gert sé núna. „Við viljum draga það fram að það er hægt að rækta miklu fleiri tegundir af trjáplöntum en gert er svo framarlega sem rétt er að staðið,“ segir Sigurður. Klúbb- félagar hafa í gegnum tíðina flutt inn fræ hvaðanæva að en það getur reynst þrautin þyngri að finna út hvaða tegund hentar við íslensk skil- yrði. „Tegund sem þrífst á Bretlandi getur drepist á íslandi en ef þú færð afbrigði af henni frá stað þar sem er harðari veðrátta getur hún lifað. Ég er til dæmis búinn að drepa mörg eintök af aski sem ég fengið frá Dan- mörku og Bretlandi en sama tegund frá Skotlandi lifir alveg ljómandi vel og askur frá Norður Noregi lifir ágætlega,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar þrifast margar þær trjátegundir sem fluttar hafa verið inn betur á íslandi en gömlu ís- lensku plönturnar. „Það eru margar tegundir sem eru miklu harðgerðari en gamla íslenska birkið,“ segir Sig- urður og bætir við að hann sé sann- færður um að til séu miklu fleiri tegundir sem geti skotið hér rótum í bókstaflegri merkingu'. Trjásafn við Mógilsá Sigurður segir að Trjáræktarklúbb- urinn hafi einmitt verið stofnaður i því skyni að sameina fólk sem hefði áhuga á slíkum tilraunum þannig að fólk gæti notið góðs af reynslu og þekkingu félaga. Jafnframt hafa kíúbbfélagar uppi hugmyndir um að koma upp trjásafni við rann- sóknarstofnunina að Mógilsá þar sem hægt verði að gera frekari til- raunir með nýjar trjátegundir. „Við viljum gjarnan hafa þarna svæði til að planta eintökum af því sem við erum að prófa enda eru skilyrði þarna mjög góð. Þarna er reyndar fyrir vísir að trjásýnisafni sem við viljum gjarnan sjá stærri,“ segir Sig- urður og bætir við að klúbburinn sé að fara af stað með 300 ára verkefni. „Við munum ekki lifa það að sjá þetta trjásafn fullplantað. Við teljum að við séum að fara af stað með stórt verkefni og erum mjög spenntir yfir þessu,“ segir hann. Málþingið hefst kl. 13 í dag og er haldið í Odda, húsi Háskóla Islands, stofu 101. Öllum er heimill aðgangur og er hann ókeypis. Á málþiginu mun Axel Kristins- son tala um hlutverk trjáklúbbs og trjásafns í fjölgun tegunda, Aðal- steinn Sigurgeirsson ræðir mögu- leika trjásafns að Mógilsá, Þröstur Eysteinsson fjallar um þróun og að- lögun tegunda og erindi Þorbergs Hjalta Jónssonar nefnist „Salt og trjárækt." Sérstakur gestur málþingsins verður Jukka Reinikainen, forstöðu- maður Mustila trjásafnsins í Finn- landi (www.mustila.com) en það hefur verið mikilvirkt í að finna og þróa tegundir til ræktunar í Finnlandi. Fundarstjóri verður Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs- . og endurmenntunardeildar Land- búnaðarháskóla Islands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.