blaðið - 13.05.2006, Side 8

blaðið - 13.05.2006, Side 8
8 I FRÉíTífc LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö John Murtha Hernámsliðið heim 2007 John Murtha, þingmaður demó- krata í bandarísku fulltrúadeild- inni, spáir því að bandaríska her- námsliðið verði kallað heim frá írak á næsta ári. Murtha segir að annaðhvort muni George Bush, forseti, láta undan þrýstingi al- menningsálitsins fyrir næstu kosningar og kalla hermennina heim eða demókratar muni vinna svo stóran kosningasigur í þingkosningunum í nóvember að forsetinn neyðist til þess að fallast á kröfur þingsins. Murtha, sem var ofursti í Víetnamstríðinu, var fyrst kos- inn á þing árið 1974 en í þeim kosningum unnu demókratar stórsigur vegna Watergate- hneykslisins. Hann segir að kosningarnar í nóvember verði vendipunktur í bandarískum stjórnmálum líkt og kosning- arnar 1974 og 1994, en í þeim siðarnefndu unnu repúblikanar stórsigur. John Murtha hefur verið talinn til þeirra demókrata sem eru „haukar“ í utanríkis- málum. Hann studdi innrásina í Irak en vakti mikla athygli síð- asta nóvember þegar hann varð einn fyrsti þungavigtarmaður- inn í bandarískum stjórnmálum til að lýsa því yfir að Bandaríkja- menn gætu ekki unnið stríðið í írak og tími væri til kominn að kalla herinn heim. Angela Merkel vill „lífga við" stjórnarskrá ESB Kanslari Þýskalands telur nauðsynlegt að skera niður skrifstofubákn og reglugerðarveldi. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur heitið því að „endurlífga" stjórnarskrá Evrópusambandsins (ESB) sem tekin var af dagskrá þess eftir ósigra í þjóðaratkvæða- greiðslum í Frakklandi og Hollandi. Kanslarinn telur og nauðsynlegt að skrifstofuveldi sambandsins verði markvisst skorið niður og að tryggt verði að aðildarríkin geti sameinast „um aðgerðir“. Merkel lét þessi orð falla í ræðu er hún flutti á þingi. Fréttaskýrendur segja þetta fyrstu meiriháttar ræðu hennar um Evrópumálin frá því hún komst til valda í Þýskalandi. „Enginn vafi er á því, að við þurfum á stjórnarskrá að halda til að tryggja skilvirkni Evrópu- sambandsins," sagði kanslarinn í ræðu sinni. Þjóðverjar táka við af Finnum sem forsætisþjóð Evrópu- sambandsins um áramót. Merkel vék að því skrifstofu- og reglugerðarveldi sem Evrópusam- bandið hefði getið af sér. Lýsti hún þeirri skoðun sinni að fækka bæri reglum og reglugerðum á vettvangi þess um fjórðung; þær ætti einfald- lega að nema úr gildi. „Við verðum fyrst og fremst að hugsa um almenn- ing,“ sagði kanslarinn er hún ávarp- aði neðri deild þýska þingsins. Kvað hún fyrirliggjandi verkefni stjórn- málaleiðtoga vera að sannfæra al- menning, sem væri fullur efasemda, um að Evrópusambandið kæmi að miklu gagni á sviðum sem stæðu al- þýðu manna nærri. Nefndi hún sér- staklega atvinnu- og húsnæðismál. Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hefur lagt til að aðildar- ríkin undirriti yfirlýsingu á næsta ári þar sem upp verði talin þau gildi sem þau eigi sameiginleg og skilgreint verði hvert stefna skuli á vettvangi þessa samstarfs. Slik yf- irlýsing gæti, að mati framkvæmda- stjórnarinnar, lagt grunn að breyt- ingum á vettvangi stofnana ESB í líkingu við þær sem lagðar voru til í stjórnarskránni og Frakkar og Hol- lendingar höfnuðu í fyrra. Eftir ósigurinn í þeim kosningum var stjórnarskráin í raun lögð á ís þó svo að nokkur aðildarríki hafi raunar lagt blessun sína yfir hana. Merkel sagði í þingræðu sinni að mál þetta yrði að leysa. Boðaði hún að Þjóðverjarhyggðust taka ákveðið frumkvæði í þessu efni. Hins vegar væri ráðlegt að fara varlega. „Við þurfum að hugleiða hvernig við getum staðið að málum þannig að stjórnarskráin skili tilætluðum ár- angri. Ég vil að Evrópusambandið eignist stjórnarskrá, þýska ríkis- stjórnin vill að Evrópusambandið eignist stjórnarskrá.“ Skoðanir um ágæti stjórnarskrár eru mjög svo skiptar á vettvangi Evr- ópusambandsins. Mörg aðildarríkj- anna telja texta þann sem lagður var fram i þjóðaratkvæðagreiðslu í Frakklandi og Hollandi þann besta sem möguleiki sé á að ná sam- komulagi um. Önnur ríki vilja að þvi verði lýst yfir að stjórnarskráin heyri sögunni til. Fyrr í vikunni lagðiþing Eistlands blessun sína yfir stjórnarskrána og hafa því 15 af 25 aðildarríkjum stað- fest hana. Búist er við Finnar bætist í þann hóp á næstu vikum. Annan vill að Bandaríkjamenn komi að vióræðum við Irani Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti Banda- ríkjamenn í gær til að taka upp form- legar viðræður við írani varðandi deiluna um kjarnorkuáform klerka- stjórnarinnar í Teheran. Annan, sem ávarpaði fund leið- toga ríkja Evrópusambandsins og Suður-Ameríku í Vín í Austurríki, sagði að Bandaríkin þyrftu að setjast að samningaborðinu með ríkjum Evrópu og Irönum. Annan sagði að viðræður við Irani án að- ildar Bandaríkjanna væru þyngri i vöfum en ella og taldi að ástandið gerði að verkum að klerkastjórnin sýndi ekki jafn mikinn vilja til þess að koma til móts við alþjóðasamfé- lagið en ella. Yfirlýsing framkvæmdastjórans kemur í kjölfar þess að Mahmoud Ahmadinejad, forseti Irans, sendi George Bush, forseta Bandaríkj- anna, sögulegt bréf fyrr í vikunni. Var litið á bréf íransforseta sem til- raun til þess að koma á formlegum samskiptum við Bandaríkin. Stjórn- völd í Washington gerðu ljóst að þau væru ekki reiðubúin til þess. Þau hafna þó tvíhliða viðræðum við klerkastjórnina á þeirri forsendu að deilan um kjarnorkuáætlunina sé á milli hennar og umheimsins en ekki Irana og Bandaríkjanna. I vikunni lýsti Sean McCormack, talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, því yfir að franir hefðu nauðsynleg úrræði til þess að koma skilaboðum áleiðis til ráða- manna í Bandaríkjunum. Iranir og Bandaríkjamenn hafa ekki átt í stjórnmálasambandi frá árinu 1980 og hefur sendiráð Sviss í Teheran gegnt hlutverki milliliðs í tengslum ríkjanna. Wolfgang Schuessel, kanslari Austurríkis, ræðir málin við Kofi Annan, aðalritara Samein- uðu þjóðanna Yfirburdafellihýsi Rýmið í fellihýsum gerist ekki betra en í Fleetwood, rúmstæðin taka ekki pláss frá gólfplássi og ferðalagið verður hreinn lúxus. Tjalddúkurinn er með öndunareiginleika sem gerir það nær ómögulegt að hann slagi. Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 12-16 EVRÓ Grandagarði 2, sími 580 8500 Reuters

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.