blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 36
36 I VIKAN LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö Vikan í máli og myndum f mörgum ríkjum Evrópu minntust menn þess í vikunni að 61 ár er liðið frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk í álfunni með uþpgjöf Þjóðverja. Af því tilefni komu gamlir hermenn víða saman og minntustfallinna félaga. í Póllandi streymdu læknarog hjúkrunarfræðingar út á götur og mótmæltu hástöfum bágum kjörum sínum og í norðausturhluta Indlands gengu menn til héraðsstjórnakosninga. Að venju voru Ijósmyndarar Reuters þar sem eitt- hvað fréttnæmt var á seyði og festu atburði vikunnar á filmu. Læknar í launadeilu Pólskir hjúkrunarfræðingar og læknar krefjast hærri launa í miðborg Varsjár á miðvikudag. Um 8000 manns söfnuðust saman í borginni og fóru fram á að stjórnvöld tvöfölduðu laun heilbrigðisstarfsmanna innan árs eða ættu ella á hættu að missa fjölda sérfræðinga úr landi. Gyðjan Kumari Kona í gervi gyðjunnar Kumari tekur þátt í hátíðarhöldum í Kathmandu í Nepal. Á meðan á hátíðinni stendur biðja Nepalbú- ar fyrir góðri uppskeru og hamingju. Fallinna félaga minnst Víða í Evrópu minntust menn þess að 61 ár er liðið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal voru þessir úkraínsku hermenn sem komu saman til að fagna sigri og minn- ast fallinna félaga í Kíev. Kosningar á Indlandi Ibúar í borginni Siliguri í norðausturhluta Indlands bíða þess að greiða atkvæði í héraðsstjórnarkosningum á mánudag. Upplýsta brúðurin Það væri ekki amalegt að ganga í það heilaga í þessum glæsilega brúðarkjól fatahönn- uðarinsThitipong Nilahut sem sýndur var í Bangkok í vikunni. Kjóllinn heitir.hin upplýsta brúður' og tók heilan mánuð að sauma hann og kostaði 60.000 baht (um 105.000 kr.). Hnefaleikamær Alba Cordero, sextán ára hnefaleikamær, kastar mæðinni á milli bardaga í íþróttahúsi Cappiello-bræðra í Brockton í Massachusetts. Þrátt fyrir ungan aldur er Cordero búin að stunda hnefaleika í hálft annað ár og hefur ekki tapað i fimm bardögum í röð. Kínverskur körfubolti Kinverski körfuboltakappinn Wang Zhizhi (2. röð til vinstri) ásamt félögum sínum í körfu- boltalandsliðinu við athöfn áTorgi hins himneska friðar i Peking. Zhizhi, sem varfyrsti Kin- verjinn sem lék í bandarísku NBA-deildinni, hefur endurheimt sæti sitt i landsliðinu én hann var settur út i kuldann eftir að hann neitaði að leika með liðinu á Asíuleikunum árið 2002. Opið virkadaga 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 12-16 MONTDNn Grandagaröi 2, sími 580 8500 Þrautreyndur við íslenskar aðstæður Einn af mörgum góðum kostum við að eignast Montana-tjaldvagn er að þú getur ferðast nær hvert sem er með þá og notið íslenskrar náttúru til hins ítrasta. Hugvitsamleg hönnun, tvennskonar útfærsla. ELLINGSEN evró
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.