blaðið - 13.05.2006, Side 54

blaðið - 13.05.2006, Side 54
38 IFÓLK LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö % >v ■> AUÐMEWM ÍS- LANDS, GEFIÐ OKKUR GRIÐ! Vinnugildiskenning Karl Marx er röng eins og flestir vita og sagan kennir okkur að alþýðan rís ekki gegn kap- ítalistunum vegna kúgunar og mis- skiptingar auðsins. En það þýðir ekki að óhugsandi sé að smárborgaranir rísi upp gegn kapítalistunum. En þeir munu ekki gera það vegna misskipting- ar heldur vegna þess hve einstaklega leiðinlegirþeireru. Nú ætlar Smáborgarinn ekki að taka efnislega afstöðu til hins svokallaða Baugsmáls. En hann ætlar hins vegar að lýsa vanþóknun á þreytandi og stöð- ugum fréttum og vangaveltum um hver eða hver hafi ekki verið á einhverri snekkju í Flórída-ríki. Smáborgaranum er líka hjartanlega sama hvort að hafi verið fjör við fóninn og gott á grillinu á umræddri snekkju. Slíkar upplýsing- ar eru álíka áhugaverðar og heimilda- mynd um áhrif gulrótarinnar á matar- menningu Belga. Langar greinar um fjölskyldutengsl lögfræðinga eru ekki heldur skemmti- legar. Þeim sem eru svo einkennilega innrættir að hafa áhuga á slíku er bent á skemmtiritið Lögfræðingatal. Það er algjör óþarfi að eyðileggja heilu dag- blöðin með slíkum langlokum. Einnig er ákaflega hjákátlegt að fylla fréttatíma af íslenskum auðmönn- um í gulum samfestingum í kappakst- urleik úti í hinum stóra heimi. Frétta- gildið eykst alls ekki þegar það kemur fram að þeir hafi allir ekið á löglegum hraða og ekki þegið boð bandaríska heimspekingsins Hugh Hefner um að koma í partí. Mikilvægasti fslendingur samtím- ans, herra ólafur Ragnar Grímsson, bað þjóðina eitt sinn um „tilfinninga- legt svigrúm". Nú er komið að þv( að þjóðin fari að dæmi forsetans og biðji auðmenn íslands um „tilfinningalegt svigrúm" til þess að fá að lifa lífinu í friði fyrir einkaiífi þeirra. Það er svo sem ekkert að því að auð- mennirnir deili því með okkur í fjölmiðl- um hvað þeir ætla að grilla í sumar og svoleiðis en æskilegt væri að þeir héldu öðru sem snertir einkalíf þeirra út af fyrirsig. Annars er hætt við því að smáborgar- ar Islands rísi upp gegn leiðindunum. HVAÐ FINNST ÞÉR? Runólfur Ólafsson, framkvœmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hvaö finnst þér um uppsetningu hraðamyndavéla í borginni? „Ég tel það alveg forsvaranlegt til þess að hindra ofsaakstur sem er ekki einkamál viðkomandi heldur skapar hættu fyrir almenna vegfarendur. Borgarráð samþykkti á dögunum tillögu Steinunnar V. Óskarsdóttur, borgarstjóra, þess efnis að leita samstarfs við lögregl- una og ríkisvaldið um að koma upp föstum hraðamyndavélum á helstu hraðakstursstöðum í borginni. Nancy Sinatra hefur fengið sína eigin stjörnu á „Walk of Fame" í Hollywood og eins og sjá má voru margir komnir saman til að fagna þessum áfanga. Stjarnan er dóttir Frank Sinatra og hefur sent frá sér ótrúlegan fjölda smella í gegnum tíðina. Bruce Willis er viðkvæmt blóm Harðjaxlinn Bruce Willis er mannleg- ur eftir allt saman ef marka má nýj- ustu fréttir af kappanum. Willis neit- aði nýlega að leika í ástaratriði með hinni fögru Halle Berry vegna þess að honum finnst hún of glæsileg. Willis og Berry eru um þessar mundir að leika í kvikmyndinni Per- fect Stranger. Berry þurfti að leika ástaratriðið ein á meðan upptaka með rödd Willis var spiluð. Nýjasta tölvutækni var svo notuð til að koma honum fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem jafn flókin tækni er notuð við að búa til ástaratriði. „Hún er svo ofboðslega falleg,“ sagði Willis í nýlegu viðtali. „Ég verð bara vandræðalegur í kringum hana. Að horfa á hana er eins og að horfa á sólmyrkva.“ Varst þú að auglýsa herbergi til leigu? eftir Jim Unger 7-23 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR. Gunnarsson, Framsókn- Kristinn H. þingmaður arflokksins, helduráfram að þjarma að Bimi Inga Hrafnssyni, o d d v i t a flokksins, í höfuðborg- inni vegna flugvallarmálsins. 1 nýjasta vefpistli sínum segir Kristinn að í könnun Gallup frá í fyrra hafi •jkfr. 78% framsókn- armanna lýst sig andvíga því *** að flugvöllur- inn verði fluttur. „Síðan er fa- búlerað út og suður eins og það sé járnslegin staðreynd að flug- völlurinn fari,“ segir Kristinn. Enn er því sótt að Birni Inga Hrafnssyni og „þjóðarsáttinni" sem hann boðar um Löngusker. Björn Ingi hefur nú þegar orð- ið fyrir „tundurskeytaárás" að sögn Moggans sem líkt hefur stöðu hans við ósigur Frakka í Víetnam. Nú hefur Kristinn H. hleypt af enn einni hrinu úr Stóru-Bertu og sprengikúlum Sleggjunnar rignir yfir leiðtog- ann unga í höfuðborginni. Annarsteljastjórnmálaspek- ingar Blaðsins teikn á lofti um aðlitlu framboðin í höfuð- borginjii séu í sókn. Málflutn- ingur þeirra Ólafs F. Magnús- sonar, Björns Inga Hrafns- sonarogSvan- dísar Svav- arsdóttur sé einfaldlega . mun skýrari en boðskap- ur þeirra Dags B. Eggertssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. I herbúðum sjálfstæðismanna v i r ð a s t áhyggjurheld- ur fara vax- andi og marg- ir dyggir flokksmenn telja ólíklegt að hreinn meirihluti náist. Þá hafa marg- ir áhyggjur af því að þátttaka í kosningun- umverðilítil. Kosningabar- áttan þykir hafa verið leiðinleg. Er það svo? Síð- an hvenær hefur hún verið tómt grín? \o « fe Spekúlantar Blaðsins telja að Ólafur F. Magnússon muni skora á þeirri áherslu sem hann leggur á flugvallar- málið. Ólafur eigi góða mögu- leika að ná kjöri þótt því fari fjarri að sæti sé öruggt. Björn Ingi Hrafnsson er enn talinn eiga mjög góða möguleika þótt hann hafi orðið fyrir þungum stórskota- og tundurskeyta- árásum á síðustu dögum. Björn Ingi hafi einfaldlega sýnt það að hann sé gríðar- lega öflugur í kosninga- baráttu og reki öfluga maskínu. SvandísSvav- arsdóttir er talin ná kjöri enda nægi fastafylgi vinstri grænna til þess auk þess sem frum- kvæði hennar í máli risaspítal- ans sem á að dúndra niður við Hringbrautarhryllinginn án nokkurrar umræðu mælist vel fyrir.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.