blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 54

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 54
38 IFÓLK LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö % >v ■> AUÐMEWM ÍS- LANDS, GEFIÐ OKKUR GRIÐ! Vinnugildiskenning Karl Marx er röng eins og flestir vita og sagan kennir okkur að alþýðan rís ekki gegn kap- ítalistunum vegna kúgunar og mis- skiptingar auðsins. En það þýðir ekki að óhugsandi sé að smárborgaranir rísi upp gegn kapítalistunum. En þeir munu ekki gera það vegna misskipting- ar heldur vegna þess hve einstaklega leiðinlegirþeireru. Nú ætlar Smáborgarinn ekki að taka efnislega afstöðu til hins svokallaða Baugsmáls. En hann ætlar hins vegar að lýsa vanþóknun á þreytandi og stöð- ugum fréttum og vangaveltum um hver eða hver hafi ekki verið á einhverri snekkju í Flórída-ríki. Smáborgaranum er líka hjartanlega sama hvort að hafi verið fjör við fóninn og gott á grillinu á umræddri snekkju. Slíkar upplýsing- ar eru álíka áhugaverðar og heimilda- mynd um áhrif gulrótarinnar á matar- menningu Belga. Langar greinar um fjölskyldutengsl lögfræðinga eru ekki heldur skemmti- legar. Þeim sem eru svo einkennilega innrættir að hafa áhuga á slíku er bent á skemmtiritið Lögfræðingatal. Það er algjör óþarfi að eyðileggja heilu dag- blöðin með slíkum langlokum. Einnig er ákaflega hjákátlegt að fylla fréttatíma af íslenskum auðmönn- um í gulum samfestingum í kappakst- urleik úti í hinum stóra heimi. Frétta- gildið eykst alls ekki þegar það kemur fram að þeir hafi allir ekið á löglegum hraða og ekki þegið boð bandaríska heimspekingsins Hugh Hefner um að koma í partí. Mikilvægasti fslendingur samtím- ans, herra ólafur Ragnar Grímsson, bað þjóðina eitt sinn um „tilfinninga- legt svigrúm". Nú er komið að þv( að þjóðin fari að dæmi forsetans og biðji auðmenn íslands um „tilfinningalegt svigrúm" til þess að fá að lifa lífinu í friði fyrir einkaiífi þeirra. Það er svo sem ekkert að því að auð- mennirnir deili því með okkur í fjölmiðl- um hvað þeir ætla að grilla í sumar og svoleiðis en æskilegt væri að þeir héldu öðru sem snertir einkalíf þeirra út af fyrirsig. Annars er hætt við því að smáborgar- ar Islands rísi upp gegn leiðindunum. HVAÐ FINNST ÞÉR? Runólfur Ólafsson, framkvœmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hvaö finnst þér um uppsetningu hraðamyndavéla í borginni? „Ég tel það alveg forsvaranlegt til þess að hindra ofsaakstur sem er ekki einkamál viðkomandi heldur skapar hættu fyrir almenna vegfarendur. Borgarráð samþykkti á dögunum tillögu Steinunnar V. Óskarsdóttur, borgarstjóra, þess efnis að leita samstarfs við lögregl- una og ríkisvaldið um að koma upp föstum hraðamyndavélum á helstu hraðakstursstöðum í borginni. Nancy Sinatra hefur fengið sína eigin stjörnu á „Walk of Fame" í Hollywood og eins og sjá má voru margir komnir saman til að fagna þessum áfanga. Stjarnan er dóttir Frank Sinatra og hefur sent frá sér ótrúlegan fjölda smella í gegnum tíðina. Bruce Willis er viðkvæmt blóm Harðjaxlinn Bruce Willis er mannleg- ur eftir allt saman ef marka má nýj- ustu fréttir af kappanum. Willis neit- aði nýlega að leika í ástaratriði með hinni fögru Halle Berry vegna þess að honum finnst hún of glæsileg. Willis og Berry eru um þessar mundir að leika í kvikmyndinni Per- fect Stranger. Berry þurfti að leika ástaratriðið ein á meðan upptaka með rödd Willis var spiluð. Nýjasta tölvutækni var svo notuð til að koma honum fyrir en þetta er í fyrsta skipti sem jafn flókin tækni er notuð við að búa til ástaratriði. „Hún er svo ofboðslega falleg,“ sagði Willis í nýlegu viðtali. „Ég verð bara vandræðalegur í kringum hana. Að horfa á hana er eins og að horfa á sólmyrkva.“ Varst þú að auglýsa herbergi til leigu? eftir Jim Unger 7-23 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 HEYRST HEFUR. Gunnarsson, Framsókn- Kristinn H. þingmaður arflokksins, helduráfram að þjarma að Bimi Inga Hrafnssyni, o d d v i t a flokksins, í höfuðborg- inni vegna flugvallarmálsins. 1 nýjasta vefpistli sínum segir Kristinn að í könnun Gallup frá í fyrra hafi •jkfr. 78% framsókn- armanna lýst sig andvíga því *** að flugvöllur- inn verði fluttur. „Síðan er fa- búlerað út og suður eins og það sé járnslegin staðreynd að flug- völlurinn fari,“ segir Kristinn. Enn er því sótt að Birni Inga Hrafnssyni og „þjóðarsáttinni" sem hann boðar um Löngusker. Björn Ingi hefur nú þegar orð- ið fyrir „tundurskeytaárás" að sögn Moggans sem líkt hefur stöðu hans við ósigur Frakka í Víetnam. Nú hefur Kristinn H. hleypt af enn einni hrinu úr Stóru-Bertu og sprengikúlum Sleggjunnar rignir yfir leiðtog- ann unga í höfuðborginni. Annarsteljastjórnmálaspek- ingar Blaðsins teikn á lofti um aðlitlu framboðin í höfuð- borginjii séu í sókn. Málflutn- ingur þeirra Ólafs F. Magnús- sonar, Björns Inga Hrafns- sonarogSvan- dísar Svav- arsdóttur sé einfaldlega . mun skýrari en boðskap- ur þeirra Dags B. Eggertssonar og Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. I herbúðum sjálfstæðismanna v i r ð a s t áhyggjurheld- ur fara vax- andi og marg- ir dyggir flokksmenn telja ólíklegt að hreinn meirihluti náist. Þá hafa marg- ir áhyggjur af því að þátttaka í kosningun- umverðilítil. Kosningabar- áttan þykir hafa verið leiðinleg. Er það svo? Síð- an hvenær hefur hún verið tómt grín? \o « fe Spekúlantar Blaðsins telja að Ólafur F. Magnússon muni skora á þeirri áherslu sem hann leggur á flugvallar- málið. Ólafur eigi góða mögu- leika að ná kjöri þótt því fari fjarri að sæti sé öruggt. Björn Ingi Hrafnsson er enn talinn eiga mjög góða möguleika þótt hann hafi orðið fyrir þungum stórskota- og tundurskeyta- árásum á síðustu dögum. Björn Ingi hafi einfaldlega sýnt það að hann sé gríðar- lega öflugur í kosninga- baráttu og reki öfluga maskínu. SvandísSvav- arsdóttir er talin ná kjöri enda nægi fastafylgi vinstri grænna til þess auk þess sem frum- kvæði hennar í máli risaspítal- ans sem á að dúndra niður við Hringbrautarhryllinginn án nokkurrar umræðu mælist vel fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.