blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 30
30 I MATUR LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö ÖNDVEGISELDHÚS RAGGA ÓMARS, MATREIÐSLUMEISTARA Frábœr salsasósa með grillmat Ég hef áður komið með hugmyndir um hvernig er hægt að nota tortillur á mismunandi hátt í matargerð. Ástæðan er sú að ég nota tortillur með nánast öllum mat þessa dagana þegar ég er að elda heima. Þar af leið- andi er ég farinn að finna alls kyns aðferðir til að láta þær passa inn í réttina, þannig að þær hafi einhvern tilgang. Eitt dæmi um hvernig ég náði að troða tortillum inn er þegar ég var með grillveislu um daginn. Ég lagaði matinn þannig að ég grillaði kálfakjöt, lambakjöt og risarækjur, síðan skar ég kjötið í grófa strimla og setti á fat, rækjurnar á disk. Svo var ég líka búinn að saxa helling af grænmeti eins og tómata, gúrkur, papriku, rauðlauk og salat. Síðan var ég með heimalagaða salsasósu, rifinn ost, ostasósu og sýrðan rjóma tilbúinn í skálum. Ég hitaði fullt af tortillum, síðan var allt sett á mitt borðið og fólkið bjó til sínar eigin rúllur með kjötinu og hvaða græn- meti og sósum sem hvern og einn langaði í. Þetta féll svona agalega vel í liðið að það verður að endur- taka þetta sem allra fyrst að kröfu viðstaddra. Uppskriftin sem fylgir með í dag er af heimalagaðri salsasósu sem er frábær með öllum grillmat eða bara hvaða mat sem er. Salsasósa (dugar fyrir u.þ.b. 4 með mat) 3 stk tómatar (vel rauðir) 1 stk rauðlaukur í hvítlauksgeiri (fínt saxaður) ‘á mangó (velþroskað) ‘á tsk chilliflögur 1/3 búntferskt kóríander 1 msk rauðvínsedik safi úr ‘á lime salt og nýmalaður pipar Allt saxað frekar smátt og blandað vel saman, látið standa í lágmark 1 klst. Kveðja, Raggi BlaÖiÖ/SteinarHugi Ní SOL tíS^Mallorca - Krít Portúgal - Tyrkland Benidorm/Albir Mallorca - Marina Plaza í 7 nætur -16. maí ♦ I & i Verðdæmi: kl\ á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherb. 44.900 kr. ef 2 ferðast saman. Krít - Elisso í 7 nætur - 22. maí Verðdæmi: 'j kr. á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherb. 49.900 kr. ef 2 ferðast saman. Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð og kynntu þér tilboðin á öðrum brottförum og öðrum áfangstöðum á www.urvalutsyn.is • Innifallð: Flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. www.urvalutsyn.is Bókadu á netinu, þad borgar sig. Ljúfíengur ávöxt- ur fyrir almúgann Avocado er einn af þeim ávöxtum sem sáust fyrst í verslunum á ís- landi fyrir nokkrum árum. Upphaflega fannst avocado í Suður-Mexíkó, um 7000-5000 árum fyrir Krist. En það var mörg þúsund árum áður en þessi villta tegund var ræktuð. Mannfræðingar i Perú fundu avocado fræ sem voru grafin með múmíum í kringum 500 fyrir Krist. Eitt sinn var avocado-ávöxtur- inn einungis borðaður af aðalsfólki en í dag má sjá hann á borðum al- múgans enda er avocado ljúffengur ávöxtur sem er hægt að nota í alls kyns matreiðslu. Kjötið í avocado er grænt, blautkennt og í miðjunni er stór steinn. Þegar kaupa á avocado skal velja avocado með flekklaust skinn og ávöxturinn má ekki vera mjúkur. Borða má avocado þegar skinnið gefur örlítið eftir þegar ýtt er á það. Mexíkanskt guacamole er sennilega þekktasti rétturinn sem inniheldur avocado. Hér er ljúffeng uppskrift af guacamole sem er til- valin í hvers kyns veislur. Guacamole fyrir 30 Innihald: 1 rauðlaukur, smátt skorinn 1 tsk kóríander 1 tsk kúmín 8 þroskaðir avocado-ávextir 3 rauðirchili, smáttskornir safi úr 3 sítrónum dolla af sýrðum rjóma 2 tsk ferskur, niðurskorinn graslaukur 2 stórirpokar aftortilla salt ogpipar Aðferð: Blandið saman rauðlauk, kóríander og kúmín í stóra skál. Bætið avocado í skálina og stappið vel með gaffli. Bætið við chili, sítrónu og kryddið vel. Hrærið vel í blöndunni. Setjið gu- acamole í miðjuna á 4 skálum, ausið sýrðum rjóma yfir og skreytið með graslauk. Hlaðið heitu tortilla við hlið guacamole og berið fram þegar í stað. Verði ykkur að góðu! svanhvit@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.