blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 21
blaöið LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 VIÐTALI 21 „Mér finnst þeir nokkuð hlægi- legir af því þeir virka valdalausir. Maður veit ekki alveg til hvers þeir eru. Forsetinn varð smám saman að óþarfa hégóma hér í samfélag- inu. Bæði Vigdís og Ólafur Ragnar stirðnuðu upp eins og postulíns- dúkkur í því starfi. Það er eins og stjórnmálamenn séu að leita í sama far. Þeir gera sér stórar hugmyndir um sjálfa sig en manni finnst eins og þeir hafi ekkert að gera nema vera þarna og standa vörð um lýð- ræðið. Þeir eiga að setja lög. Hvað þurfum við eiginlega mikið af lögum? Er ekki búið að setja þau lög sem setja þarf? Þeir rífast um vatnalög sem engu máli skipta. Svo er skrúfað fyrir umræðuna og þingið fer í langt sumarfrí og öllum er sama. Ráðherrar ríkisstjórnar- innar hverfa með reglulegu milli- bili. Enginn hefur til dæmis séð Geir H. Haarde í nokkra mánuði." Hverja er auðveldast að teikna? „Davíð, Halldór Ásgríms, Geir H. Haarde, forsetann og biskupinn. Eftir því sem menn komast í hærri valdastöður líkjast þeir meira skop- mynd af sjálfum sér. Það þarf til dæmis bara að setja sljó augu á Halldór Ásgrímsson og þá er hann fullskapaður." Leikmunir í lifandi umhverfi Nú eru borgarstjórnarkosningar yf- irvofandi. Hverju myndirðu helst vilja breyta í Reykjavík? „Ég á hund og við félagarnir förum reglulega út að ganga. Þar sem er náttúra: í Laugardalsgarðinum, í Öskjuhlíðinni eða Elliðadalnum rekst maður á skiltið: Bannað að vera með hunda. Við hundafólkið erum alltaf í gönguferðum. Við erum eins og leikmunir í lifandi umhverfi. Við erum hluti af þvi fólki sem skapar lifandi borg því við erum ekki keyr- andi um allt. I bíómyndum fær fólk borgað fyrir að vera í bakgrunni. Við hundafólkið gerum þetta sama alveg ókeypis. Þakklætið er ekki meira en það að sagt er við okkur: Nei, þið megið ekki koma hingað af því einhver kvartaði undan kúk sem hann sá á jörðinni og einhverjir eru hræddir við hunda. Eg kýs snar- lega þann flokk sem ákveður að taka niður „bannað að vera með hunda“ skiltin.“ Finnst þér Reykjavík falleg borg? „Já, já, á sumrin. En nú er ég strax orðinn ósammála þessu já já-i mínu. Reykjavík er ekkert ákaflega falleg borg. Menn eru samt of mikið að týna sér í því hvað hún sé ljót. Það þurfa ekki alls staðar að vera krútt- legar miðaldabyggingar. Mislæg gatnamót eru það sem mér finnst einna ljótast í Reykiavík. Fólk getur vel beðið á Ijósum. I kosningabarátt- unni snýst umræðan um skipulags- mál og kannski allt of mikið. Allir eru meira og minna sammála um að setja göng hér og þar og koma flugvellinum einhvern tíma í burtu. Mér finnst leiðinlegt að keyra í gegnum göng. Finnst einhverjum það gaman?“ Að tuða yfir myndlist Snúum okkur aftur að listinni. Þú hefur myndskreytt fjölda barna- bóka. Hvaða máli skipta myndir í barnabókum? „Ef við höfum trú á því að mynd- list og bækur skipti máli og eigi að vera hluti af menningu okkar þá skiptir máli að krakkar sjái góðar myndir í bókunum sem þeir lesa en ekki lélegar. Stundum sjá krakkar ekki mun á góðri og lélegri mynd en það er á okkar ábyrgð að þeir fái í hendur vel skrifaðar og vel myndskreyttar bækur. Þá ölum við krakka upp í því að vera meiri fagurkerar og smekkmanneskjur en annars væri og bætum heilabú þeirra í leiðinni." Hefurðu mikinn áhuga á myndlist? „Já, ég hef mikinn áhuga á mynd- list og hef gaman af framsækinni myndlist. Flestir vinir mínir eru myndlistarmenn og konan mín, Sigríður Ólafsdóttir, er myndlistar- maður. Það er líka frábært að tuða yfir myndlist. Hver hefur ekki farið á myndlistarsýningu nýlega og orðið furðu lostinn. Það er gaman að tala um nútímamyndlist og hneykslast og dást að henni ef svo ber undir. Ef fólki finnst það sem það sér vera drasl þá á það að segja það. Myndlistin er orðin of skinhelg. Það er lítið mark tekið á fólkinu á götunni sem kemur inn á söfnin og hefur skoðun á listaverkunum. Hagsmunahópar byggja alltaf litlar kreðsur í kringum sig og reyna að forðast utanaðkomandi gagnrýni. Myndlistin er mikið þannig, kýs að taka ekki mark á neinum nema innvígðum." Þú valdir þér starf sem einhverjir myndu segja að væri engin trygg- ing fyrir fjárhagslegu öryggi. Er ' það eitthvað sem þú hefur stundum áhyggjur af? „Stundum er sagt við myndlist- armenn að þeir hafi ekki valið sér praktískt starf. Myndskreytinga- markaðurinn er lítill en þar er nóg að gera. Mín skoðun er sú að ef fólk gerir eitthvað vel þá uppsker það.“ kolbrun@bladid.net Full búð af nýjum vöru, Canett sEikarlina KORFU 2+H+2 196x196cm kr.99.000 2+H+3 196x246cm kr. 109.000 3+1 + 1 áklaBðíVr.l]5’9:00Ö' ^1VlJjeöúr'kr7T70-000 K w K r u ' 80x200 verð frá kr. 75.800,- Q S Q o 02 O £ * frábært verð fyrir fólk á öllum aldri. Electa - 90cm kr. 39.000,- 120cm kr. 49.600,- 160om- kr. Mikið úrval af stökum dýnum 71 HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KÓP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁST EINNIGIHÚSGAGNAVAL, HÖFN 8:478 2535 :d
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.