blaðið - 13.05.2006, Side 14

blaðið - 13.05.2006, Side 14
blaðiö Útgáfufélag: Árogdagurehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: ÁsgeirSverrisson. Fréttastjóran Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. NEFND OG NÖFN Mannanafnanefnd er um margt skemmtilega galið fyrirbrigði. í raun nægir að sjá orðið Mannanafnanefnd á prenti til að greina að þar er eitthvað sérstakt á ferðinni. Orskurðir nefndarinnar vekja jafnan athygli og stundum deilur. Nöfn þau sem borin eru undir nefndina eru iðulega til marks um að íslendingar eru fjarri því að glata andagiftinni. Það er fínt. En Mannanafnanefnd er fyrst og síðast ein skýrasta kraftbirtingarmynd íslenskrar forræðishyggju. Hvernig í dauðanum má það vera að ríkið geti tekið sér það vald að ákveða hvaða nöfn menn mega bera? Hvaðan kemur vald þess til að ákveða að foreldrar megi ekki gefa barni sínu tiltekið nafn? Eru engin takmörk fyrir því hversu langt ríkisvaldið getur gengið til að ráðskast með líf fólks? Hugsunin að baki Mannanafnanefnd er i eðli sínu afar ógeðfelld. Hún er sú að fólki sé almennt og yfirleitt ekki treystandi. Ef ekki er unnt að treysta foreldrum til að ákveða hvaða nafn barn þeirra skuli bera er þá yfirhöfuð hægt að treysta viðkomandi til að eignast barn? Ógeðfelld þjóðremba býr einnig að baki. Hugsunin hefur lengst af verið sú að Mannanafnanefnd sinni ákveðnum menningarlegum ræstingum. Að vísu er það svo að nefndin hefur á seinni árum neyðst til að hverfa nokkuð af þessari braut. Ef horft er til hins þjóðlega hreinsunarstarfs nefndarinnar eru sumir úrskurðir hennar þrátt fyrir það með öllu óskiljanlegir. Lengi stóð t.a.m. í nefndinni að samþykkja nafnið Hnikarr. Hnikarr! Þetta er eitt nafna Óðins! Þjóðlegra getur þetta fallega nafn ekki verið. Nefndin lagði raunar að lokum blessun sína yfir Hnikarr en hvers vegna má lítil stúlka ekki bera nafnið Jovina? Og meðal annarra orða; hvaðan kemur ríkinu vald til að ákveða að að- eins sumir megi bera ættarnöfn á íslandi? Hvernig má það vera að fólkið í landinu láti bjóða sér upp á þetta? Mannanafnanefnd á að leggja niður. Fyrst fólki á í slandi er (ennþá) treyst nægilega til að geta af sér börn á að treysta þeim hinum sömu til að ákveða hvaða nöfn afkvæmin skuli bera. Forræðishyggja á Islandi er yfirþyrmandi og vaxandi. Verulegur sigur væri fólginn í því að fá þetta fyrirtæki lagt af. Ríkisvæðingu andans lýkur vísast seint en einhverjar grunnhugmyndir um frelsi einstaklingsins hljóta Islendingar að geta sameinast um. Að vísu er það svo að starfsemi Mannanafnanefndar er heldur fallin til að auka kátínu í samfélaginu. En þau rök nægja ekki og þjóðin er ágætlega fær um að finna sér önnur umræðuefni. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavik. Aóalsími: 510 3700. Simbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettingrvbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: Islandspóstur. Vinsælt námskeið á sérlega hagstæðu verði ætlað byrjendum í tölvunotkun á öllum aldri. Allar greinar eru kenndar frá grunni og farið rólega í námsefnið með miklum endurtekningum. Á þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að komast vel af stað og öðlast sjálfsöryggi við tölvuna. • Windowstölvugrunnur • Word ritvinnsla • Internetið og tölvupóstur Hægt að velja um morgun- og kvöldnámskeið. Lengd: 42 std. Kennsla hefst 15. maí og lýkur 1. júní. Verð kr. 32.900,- (Allt kennsluefni innifalið) --------------------- Faxafen 10 • 108 Reykjavík « Sími: 544 2210 » www.tsk.is « skoli@tsk.is Auglýsingar UlU u/4H blaðið— LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaðið vi AeiSLEGA ERkErrS FRfKAó! Vú FRum ViP BÚNÍR Aí> SKóFlfl 18 MiLLJÖlfrm AF SíMÍKtiNKi í ÞfTTA HÁTÆKNiSjlíKltAHtíS 0G Mf> FR EkK' IVÆSTUM bVí RcMi Frambjóðendur í felum Stjórnmálamenn sækja í sviðsljósið á sama hátt og börn sækja í sæl- gæti. Það færist dásamlegur ham- ingjusvipur yfir andlit barna þegar maður gefur þeim súkkulaði. Það er ekki ólíkur svipur á andlitum flestra stjórnmálamanna þegar þeir eru fyrir framan sjónvarpsvélar. Frá þessu eru vitanlega undantekn- ingar. Halldór Ásgrímsson breytist í vaxmyndastyttu fyrir framan hljóð- nema og þegar Geir Haarde mætir fréttamönnum er allaf eins og hann vilji helst vera í útlöndum. Venjulega færist athyglisþörf stjórnmálamanna í aukana þegar líður að kosningum. Þetta er hins vegar ekki að gerast hér í Reykja- vík. Þar er engu líkara en að fram- bjóðendur séu á harðahlaupum frá sviðsljósinu. Ég veit ekki hvar þeir eru. Kannski á barnaheimilum og elliheimilum að kjassa börn og gam- almenni. Allavega eru það þessir tveir þjóðfélagshópar sem eiga hug og hjörtu frambjóðenda þetta árið. Stjórnmálamenn eru alltaf að upp- götva eitthvað nýtt. Kratísk element Eini frambjóðandinn sem ég sé reglulega er Björn Ingi í sjónvarps- auglýsingum. Ég sé hann svo oft að ég er farin að kunna hættulega vel við hann. Hann horfir beint í augun á mér í gegnum sjónvarpsskjáinn og segir að nú sé kominn tími til að framkvæma. Ósjálfrátt kinka ég kolli. Það eru kratísk element í Birni Inga. Þess vegna studdi ég hann í prófkjöri Framsóknarflokksins á dögunum. Stundum finnst mér eins og Björn Ingi sé eini frambjóðand- inn með verulegu lífsmarki. Verst að hann veit ekki af því að hann er krati. Frjálslyndi flokkurinn lofar sól- skini á Laugaveginum og 19. aldar stemmningu. Ég er draumlynd og dramatísk og skil ekki enn hvers vegna ég dó ekki úr tæringu 33 ára gömul eins og allar almennilegar konur gera í 19. aldar skáldsögum. Þrátt fyrir þetta geri ég kröfur um Kolbrún Bergþórsdóttir ískalda raunverulega pólitík. Hún snýst ekki um sól og stemmningu. Hún snýr að framtíðarsýn. Ekki tekur betra við þegar vinstri- grænir eiga í hlut en aðalframbjóð- andi þeirra segir manni að framtíð samgöngumála felist ekki í einka- bílismanum. Meira að segja ég veit betur og er ég þó ekki með bílpróf. Skortur á framtíðarsýn ,Einu sinni var Reykjavík smábær - í dag er hún frábær," gólar Samfylk- ingin. Slagorð sem gæti verið samið af sjö ára bráðgefnu barni og á ekkert annað erindi en að gleðja fjölskyldu barnsins sem kann svo veí að ríma. Hvaða framtíðarsýn felst í þessum orðum? Ekki nein. Þetta er bara kjánaleg sjálfumgleði fólks sem vill ekki vita af því að þjóðin fékk alveg nóg af R-listanum og verkum hans. Samfylkingin verður að muna að kjósendur eiga rétt á því að talað sé við þá eins og vitsmunaverur. Stundum sé ég Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson í sjónvarpi. Hann minnir á ábyrgan traustan eldri frænda sem gerir svo að segja aldrei mistök. En einhvern veginn finnst mér eins og Vilhjálmur hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að verða ekki alltof sýnilegur. Þá gæti fólk nefnilega rankað við sér og áttað sig á því að þarna er miðaldra karlmaður á ferð. Miðaldra karlmenn eiga erfitt upp- dráttar í þjóðfélaginu, þótt fæstir þori að viðurkenna það. Þeir þykja ekki nógu nýstárlegir. Dagur B. Egg- ertsson virðist sömuleiðis vera í með- vituðum feluleik. Kannski óttast hann að ef hann verði of sýnilegur þá muni þjóðin afgreiða hann eins og hann sé einungis snotur drengur. Stundum geta manneskjur orðið eins og hvert annað stofustáss. Góðu fréttirnar eru að flestir frambjóðendurnir eru verulega snot- urt fólk. Vondu fréttirnar eru þær að þetta fólk hefur afskaplega fátt mikil- vægt að segja í pólitískri umræðu. Höfundur er blaðamaður Klippt & skoríð Pjóðin hefur fyllst reiði vegna yfir- gengilegrar framkomu ísraelskrar landamæralögreglu við Dorrit Mo- ussaieff, forsetafrú. Frú Dorrit varð fyrir meiðandi dónaskap þegar hún var kyrr- sett á mánudag á flugvelli í ísrael er hún hugðist yfirgefa landið eftir þriggja daga dvöl. Fram hefur komið að lögreglukona í landamæraeft- irlitinu virtist ekkert vita um fsland en síðan fullyrti hún að frú Dorrit gæti ekki verið gift forseta (slands því þar væri enginn forseti starfandi. Landkynningu í Mið-Austurlöndum virðist ábótavant. > agnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálsynda flokksins, I heldur úti öflugri heimasíðu sem hann nýtir óspart til að kynna stefnumál sín og hugðarefni. Er Magnús í hópi duglegri stjórnmála- manna hvað þetta varðar. Athygli vekur að á síöunni framkvæmir Magnús reglulega skoðanakann- anir. Nú er spurt: Er fjölgun útlendinga á (slandi ógnun við atvinnuhagsmuni fslenskra launþega? Þegar klippari átt ferð um síðu Magnúsar Þórs í gær höfðu 57,1% þátttakenda lýst sig sammála þessari fullyrðingu. Rúmlega 38% höfðu þá lýst sig andvíg henni. Er hinn þögli meirihluti á ferð um vefsíðu Magnúsar Þórs eða einbeittur jaðarhópur? klipptogskorid@vbl.is Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, ver hagsmuni landhelgisgæslunnar í pistli á vefsíðu sinni og veitist harka- lega að Ólafi F. Magnússyni, oddvita Frjálslynda flokksins í Reykjavík: „Ég skil ekki, hvernig sú stefna Ólafs F. Magnússonar að hafa flug- völlinn í Vatnsmýrinni þykir trúverðug, þegar litið ertil þess, að hannvill Há- skólanníReykjavíkviðausturendaflugvallarins og (raun ofan í flugvallarsvæðið, sé til dæmis litið til athafnasvæðis flugdeildar Landshelgis- gæslu (slands. Mér heyrist ein af röksemdum Ólafs F. vera, að hann vilji flugvöllinn áfram á sínum stað vegna öryggismála og sjúkraflugs. Hvernig fer sú skoðun saman við það, að Há- skólinn í Reykjavík ryðjist inn á athafnasvæði þyrlusveitar landhelgisgæslunnar?"

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.