blaðið - 13.05.2006, Side 12
12 I DEXGLAN
MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöiö
BlaðiöÆrikki
Trimmklúbbur Seltjarnarness stendur fyr-
ir hinu árlega Neshlaupi á morgun.
Neshlaupið
í dag stendur Trimmklúbbur SeT
tjarnarness (TKS) fyrir Neshlaup-
inu sem nú er haldið í 18. skipti.
Neshlaupið nýtur mikilla vin-
sælda meðal götuhlaupara og
skemmtiskokkara. Rúmlega 30
félagar í trimmklúbbnum sjá um
framkvæmd hlaupsins en að auki
er sjúkraþjónusta á bakvakt og lög-
regla fylgir hlaupurunum í upphafi.
Tímataka er í höndum starfsmanns
Frjálsíþróttasambands Islands.
Að þessu sinni verður skráning
í Áhaldahúsi Seltjarnarness frá
klukkan 9 á laugardag en hlaupið
hefst þaðan klukkan 11 að lokinni
upphitun sem þjálfarar TKS sjá um.
Þetta er í fyrsta sinn sem ekki er
hlaupið frá Sundlaug Seltjarnarness,
en nú standa yfir gagngerar breyt-
ingar á henni og hún því lokuð.
Hægt er að velja um þrjár vega-
lengdir í hlaupinu og er keppt í
fjórum aldurshópum.
Skráningargjald er 600 krónur
fyrir fullorðna en 300 krónur fyrir
16 ára og yngri (fædda 1990 og síðar).
Hámarksgjald fyrir fjölskyldu er
1.200 krónur.
Ekki nóg að ýta á takkann
Ljósmyndarafélag íslands fagnar
um þessar mundir 80 ára afmæli
sínu. Af því tilefni verður haldin
fagstefna og afmælishátíð á Grand
hóteli helgina 13.-14. maí undir
heitinu „Augnablik til framtíðar“.
Dagskráin verður tvíþætt. I dag
verður fagstefna ætluð fagljós-
myndurum en á morgun verður
afmælishátíðin opin öllu áhuga-
fólki um ljósmyndun.
Heimsfrægir ljósmyndarar munu
halda fyrirlestra og sýningar á ljós-
myndum sínum og má þar helst
nefna fréttaljósmyndarann Christ-
opher Morris, auglýsingaljósmynd-
arann Michéle Clement og portrett-
ljósmyndarann Pia Sönströd.
GunnarLeifurJónasson.formaður
Ljósmyndarafélags íslands, segir að
ágætlega hafi gengið að fá svo fræga
ljósmyndara hingað til lands. „Við
fluttum inn tvo frábæra fyrirlesara
í fyrra og þau kunnu heimsókninni
vel og hjálpuðu okkur að fá þessa
ágætu fyrirlesara núna. Við erum
mjög upp með okkur að hafa náð
þessu frábæra fólki,“ segir Gunnar
Leifur. Christopher Morris er einn
frægasti blaðaljósmyndari heims og
hefur meðal annars tekið myndir
á vettvangi í styrjöldum, m.a. í
innrásinni í írak og í Panama, af
Persaflóastríðinu og styrjöldunum
i Afganistan, Sómalíu og Júgóslavíu.
Michéle Clement hefur átt forsíðu
Blaðlð/Frikki
Gunnar Leifur Jónasson, formaður Ljósmyndarafélags fslands, en félagið stendur fyrir fjölbreyttri fagstefnu og hátíð um
tilefni af 80 ára afmæli sfnu.
Nýir húsvagnar á verði notaðra!
Komdu og tryggöu þér nýjan
húsvagn a ótrúlega lágu veröil
Afar vönduð, létt 03
meðfærileg hjólhýsi sem hægt
er að draga á fólksbíl.
Kynningartilboð
Meöfyrstu12 húsvögnunum fylgir
fortjald með á hálfvirði
\
GABBYDELTFt home-car
WCtWWWWtW»■ tJ 1 > '
velkomin á nýja hoímasíðu okkar
www.vagnasmidjan.is
S^si
ehf.
ildshöfða 21-110 Reykjavik
Sími 587 2200/8984500
Opið virka daga frá 10-18
helgarfrá 10-16
á öllum helstu tímaritum heims og
myndað fyrir stórfyrirtæki eins og
Disney, Honda, Siemens og Polaroid.
Ljósmyndabók gefin út
Jafnframt verður glæsilegri (slands-
sýningu á vegum myndavélafram-
leiðandans Hasselblad varpað
á breiðtjald en 20 íslenskir ljós-
myndarar eiga verk á henni. „Sýn-
ingin er keyrð áfram með þremur
skjávörpum. Myndunum er varpað
á breiðtjald og tónlist leikin undir,“
segir Gunnar Leifur og bætir við að
" etta sé afar áhrifaríkt sjónarspil.
fagstefnunni kynnir Iðnskólinn
í Reykjavík jafnframt nám í ljós-
myndun og sölu- og þjónustuaðilar,
s.s. Apple, Canon og Beco kynna
myndavélar og tengdan búnað.
Síðast en ekki síst kemur út veg-
leg bók með yfirlitsmyndum félaga
í
FEGURÐIN ER
FORSENDA MENNSKUNNAR
IMYTT
Schiller var einn merkasti hugsuður Þjóðverja
á síðari hluta 18. aldar, heimspekingur og
skáld. Hér gagnrýnir hann samtímamenn
sína fyrir skort á næmi fyrir tilfinningum
og fegurð, en einnig fyrir að hafa fjarlægst
náttúruna, bæði ytri náttúru mannsins og þá
innri náttúru sem er forsenda siðferðilegs lífs.
Firring mannsins frá náttúrunni, verlcaskipting
og sérhæfing hafa gert úr mönnum her
nytsamra þræla og samskipti þeirra eru orðin
eins og sigurverk í klukku. Sérhæfingin hefur
leitt til þess að maðurinn er ekki nema brot
af sjálfum sér, afsteypa af starfi sínu eða
sérþeklúngu. Schiller telur að listin og
fagurfræðilegt uppeldi geti aftur gert manninn
heilan — fegurðin er forsenda mennskunnar.
Hið íslenska bókmenntafélag
Skeifunni 3b • Sími 588 9060 • Netfang: hib@islandia.is • Heimasíða: www.hib.is
í Ljósmyndarafélagi Islands og
mun Ólafur Ragnar Grímsson, for-
seti íslands, veita fyrsta eintakinu
viðtöku. Gunnar Leifur segir að
bókinni sé ætlað að vera eins konar
uppflettirit um þá ljósmyndara
sem eru starfandi og verður henni
meðal annars dreift til fyrirtækja og
auglýsingastofa.
„Bókin er eins fjölbreytt og hægt er
að hugsa sér og þar eru myndir frá
um 50 ljósmyndurum sem eru allir
í félaginu. Ljósmyndarafélagið hefur
ekki gefið út svona bók áður og við
vonum að þetta verði fyrsta bókin af
fjölmörgum,“ segir Gunnar Leifur.
Áhugamenn halda að þeir geti allt
Gunnar Leifur segir stöðu faglærðra
ljósmyndara nokkuð góða og að
sjálfur hafi hann aldrei haft jafn-
mikið að gera og núna. „Ég held að
fólk sé að átta sig á nauðsyn þess að
skipta við alvöru ljósmyndara. Það
tekur mikið af myndum sjálft en
áttar sig á því að þó að græjurnar
séu góðar þá er ekki sama hvernig
ýtt er á takkann. Það er líka öryggi í
því að skipta við þriðja aðila. Það er
ómetanlegt að eiga myndir af sér og
sínum hjá þriðja aðila ef það kemur
eitthvað upp á eins og eldsvoði,“
segir hann.
Gunnar Leifur tekur undir að
alltaf sé eitthvað um að ófaglærðir
ljósmyndarar gefi sig út fyrir að vera
atvinnumenn og taki myndir gegn
gjaldi. Ljósmyndarafélaginu berst á
hverju ári margar kvartanir frá fólki
sem telur sig hafa verið hlunnfarið
í viðskiptum við fúskara. „Flestum
stærri fyrirtækjum dettur ekki í
hug að skipta við aðra en alvöruljós-
myndara sem hafa þekkingu á því
sem þeir eru að gera. Áhugamenn
sem hitta á að taka góða mynd eru
gjarnir á að trúa því að þeir geti allt.
Það er þar sem skilur á milli atvinnu-
manna og ófaglærðra Þeir sem eru
lærðir vita hvað þeir vita og vita
ekki en áhugamaðurinn trúir því
að hann geti allt en kann ekki neitt.
Atvinnuljósmyndari veit hvað hann
getur og getur ekki og ef hann telur
annan starfsbróður sinn vera betur
að verkefni kominn þá bendir hann
frekar á hann,“ segir Gunnar Leifur
að lokum.
Draumar og martraðir
Félagsvísinda- og hagfræðideild Við-
skiptaháskólans á Bifröst stendur
í dag kl. 13 fyrir málþingi undir yf-
irskriftinni Draumar og martraðir.
Á málþinginu verður spunnið út
frá bókinni Draumalandið - Sjálfs-
hjálparbók handa hræddri þjóð eftir
Andra Snæ Magnason sem vakið
hefur upp miklar umræður og
deilur að undanförnu.
Frummælendur eru:
Runólfur Ágústsson, rektor: Á
hverju lifum við? - Um hugmyndir,
sköpun og framleiðslu.
Magnús Árni Magnússon, deildar-
forseti: Umræða - orðræða
Kristrún Heimisdóttir, lög-
fræðingur: Lýðræði hrundið í
framkvæmd
Eiríkur Bergmann Einarsson, dó-
sent: Draumalandið Litháen
Gunnar Ólafur Haraldsson, dó-
sent: Sjálfsmyndir á sýningu
Snæfríður Baldvinsdóttir, aðj-
únkt: Draumur eða martröð?
Jón Ólafsson, prófessor: Siðfræði
andstöðunnar - um mat og endur-
mat gilda
Fundarstjóri er Hólmfriður
Sveinsdóttir
. Blaðið/Frikki
Á málþinginu Draumar og martraðir
sem haldifi verður á Bifröst f dag munu
nokkrir fræðimenn spinna út frá Drauma-
landinu, hinni umdeildu bók Andra Snæs
Magnasonar.
Barnagæsla á staðnum á meðan á
málþinginu stendur.
Allir eru velkomnir á málþingið
og er aðgangur ókeypis.