blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 32
32 i MfiTim s.V. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaðiö Meðlœti er mikilvœgur hluti heildarinnar Rétt steikt kjöt eða fiskur getur verið svo mikið lostæti að vart er þörf á að borða neitt með því. Það eru þó einungis bragðlaukarnir sem skera úr um slíkt. Næring- arþörf líkamans gerir þó ávallt ríkari kröfur til máltíðarinnar, jafnvel þó um meistara-eldun aðalréttar ræði. Meðlæti á ís- lenskum matarborðum var lengi bundið við baunir úr dós, sam- bærilegt rauðkál, kartöflur og hrásalat ef heitt var í veðri. Dagar þessa einhæfis eru sem betur fer liðnir og íslendingar hafa fagnað mataruppskriftum annarra menn- ingarheima og auðgað mataræði sitt til muna. Gæfumunurinn Gott meðlæti getur gert gæfumun- inn í velheppnaðri máltíð og magnað upplifun bragðlaukanna. Margir fara af stað og kaupa bara það sem þeim þykir gott og hafa svo nægt úr- val á borðum. Meðlæti ætti þó alltaf að veljast með hliðsjón af því hvernig það vinnur sem hluti af heildarupp- lifun bragðlaukanna, hvernig það tónar við aðra rétti máltíðarinnar. Nýlega kom út bókin Meðlæti, 200 uppskriftir og hugmyndir þar sem er að finna góðan grunn af þessum nauðsynlegu réttum. Tilgangurinn með bókinni er að benda á mögu- leika og koma með uppástungur að meðlæti eftir því sem segir í for- mála Charlotte Gronlykke, sem er þekktur danskur matgæðingur og höfundur bókarinnar. Það er Vaka- Helgafell sem gefur bókina út, Erna G. Árnadóttir þýddi. Aðgengilegar uppskriftir Bókinni er skipt upp í nokkra flokka þar sem gefin eru góð ráð og uppskriftir um kartöflur, hrísgrjón, kjúklingabaunir, búlgúr, kúskús, baunir og polentu. Grænmeti fær sérstakan kafla og niðursoðið með- læti eins og chutney, pikles, taita og salsa. Þá fer Charlotte vel í gegnum kryddblöndur og marineringar, kaldar og heitar sósur, ídýfur, krydd- olíur, pestó og soð auk þess sem sem hún gefur alls kyns ráð sem gott er að kunna í eldhúsinu. Með hverjum rétti eru gefnar leiðbeiningar um með hverju hann hentar sem með- læti en margir réttirnir standa alveg undir sér sem heil máltíð. Uppskrift- irnar eru sérlega þægilegar og ein- faldar í notkun, með leiðbeiningum sem auðvelda allan undirbúning. Grænar linsubaunir í kókosmjólk Fyrir fjóra Réttinn má hafa sem meðlæti með grænmeti, kjúklingi og lambi. En það er líka hægt að hafa hann sem aðalrétt. Ef bætt er i hann vatni er hægt að bera hann fram meira fljót- andi, rjúkandi heitan í djúpri skál með brauði. Rétturinn passar afar vel sem náttverður í kulda og trekki að haustlagi. Undirbúningur og mat- reiðsla tekur klukkustund og korter. Sellerí franskar kartöflur. 1 stór laukur 3 hvítlauksrif 4 cmfersk engiferrrót 300 ggrænar linsubaunir 2 tsk karrí 1 tsk kóríanderduft 1 rauður chili-pipar 1 dós kókosmjólk 2 dl vatn Salt Olía til steikingar Aðferð: Saxið lauk og hvítlauk smátt. Hitið olíu í þykkbotna potti. Mýkið lauk- inn í olíunni. Hellið linsubaununum í sigti og skolið. Afhýðið chili-pipar- inn, fræhreinsið og saxið smátt. Af- hýðið engiferrótina og rífið smátt. Bætið hvoru tveggja saman við lauk- inn og steikið í nokkrar mínútur. Setjið linsurnar í pottinn, blandið lauknum saman við og steikið í 5 mínútur ásamt karríi og kóríander. Hellið kókosmjólkinni og 2 dl af vatni yfir, bætið salti út i og sjóðið linsurnar þar til þær eru orðnar mjúkar. Babaganouch Fyrirfjóra Eggaldinmauk ættað frá Miðaustur- löndum sem borða má sem meðlæti, forrétt eða fyllingu á samloku með grænmeti. Undirbúningur og mat- reiðsla tekur hálftíma. 2 eggaldin 1 sítróna 2 hvítlauksrif 2 litlar skeiðar tahini Söxuð steinselja eða kjarnar úr granateplum Aðferð: Hitið ofninn í 225°C. Steikið eggaldin yfir opnum eldi, notið gasloga á elda- vél ef annað býðst ekki. Þetta er gert til þess að reykbragð komi af mauk- Babaganouch. inu. Setjið eggaldinin í heitan ofninn og snúið eftir 10 mín. Þegar þau eru orðin alveg mjúk eftir ca 10-15 niín og samanskroppin og hýðið er orðið næstum því svart - eins og þau hafi misheppnast gersamlega - eru þau tekin úr ofninum og kæld. Kjötið er skafið innan úr og sett í matvinnsluvél ásamt öðrum efnum. Bragðbætt með salti og pipar. Rétturinn Babaganouch er grár eins og drungalegur haustdagur. Það má hressa upp á hann með stein- selju eða kjörnum úr granateplum sem skína eins og litlir eðalsteinar. Borið fram kalt. Ofnsteiktar „franskar kartöflur" úr selleríi Fyrir fjóra Góð tilbreyting frá frönskum kart- öflum. Passar vel með nauta-, lamba- ogkjúklingakjöti.Undirbúningurog matreiðsla tekur eina klukkustund. 1 stór sellerírót 2 dl ólífuolía 4 hvítlauksrif ‘á búnt steinselja Saltogpipar Aðferð: Hitið ofninn í 175°C. Flysjið rótina og skerið hana í 2 cm þykkar sneiðar. Skiptið sneiðunum í tvennt og búið til fingurbreiðastöngla. Veltið stöngl- unum upp úr olíu þannig að allir bit- arnir þekist vel. Klæðið plötu með bökunarpappír og setjið stönglana þar á. Setjið í heitan ofninn og bakið í hálftíma eða þar til þeir eru stökkir og gullnir. Þegar steikingartíminn er hálfn- aður er mörðum hvítlauk dreift yfir bitana. Þegar þeir eru tilbúnir eru þeir teknir af plötunni með gata- skeið og stráð yfir þá salti. Berið fram með steinselju. Vangað við léttstígt kjöt Um daginn bárust inn á skrifstofu Blaðsins tvö bréf af kjötáleggi en þetta voru nýjar tegundir af spægi- pylsu og pepperoni frá Sláturfélagi Suðurlands. Strax var haft sam- band við áleggssérfræðing Blaðs- ins sem á aldrinum 6-13 ára lifði eingöngu á malakoffi. Nýja álegginu er ætlað að svara kröfum nútímans um holdarfar og því hefur fitan verið skorin niður um 55% í pepperoníinu og heil 65% í spægipylsunni. Þetta verða að telj- ast all mikil tíðindi á íslenskum matvælamarkaði og er skemmst að minnast vinsælda létt-kokteilsós- unnar. Fólk á Vesturlöndum nennir upp til hópa ekki að hreyfa sig og því eru svona lausnir kærkomnar. Einhver sagði að það ætti ekki að dæma bókina eftir kápunni en það er fátt yfirborðskenndara en að segja það. Hvað varðar umbúðir hins nýja áleggs verður að geta þess að það eru afar smekklegar myndir af Kirkjufelli og Eyjafjallajökli. Bein tenging er á milli náttúru og afurða hennar, sambýli manns og náttúru (sem oftast er tengt við íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu). Umbúðirnar eru látlausar og smekklegar í alla staði. Sterkt en Ijúffengt Áleggssérfræðingurinn lét til skarar skríða og setti hið nýja álegg á ýmsar tegundir brauðs auk þess að nota það í ýmiss konar elda- mennsku. Sérstaklega fór vel á því að nota spægipylsuna með rjóma- löguðu pasta þar sem mildur basi rjómans leikur um styrkleika kjöts- ins. Spægipylsan bregst einnig sérlega vel við smjöri en það getur verið vafasamt að blanda saman kjötáleggi og smjöri. Það verður að finna þessa harmoniu milli bragð- nautna. Þá fyrst er hægt að skynja lystisemdir lífsins til fulls. Full bragðdauft Flatbökuunnendur hafa afar skiptar skoðanir á pepperoni. Pep- peroni á að hita sál og likama, það er sprengikraftur bragðsins sem V ' skiptir máli, pepperoni er ekki bara pepperoni. Það verður að viðurkennast að það er full mikil deyfð yfir þessu nýja pepperoni í meðförum bragðlaukanna. Það er styrkleiki í því en það skortir eitt- hvað upp á bragðið. Áleggssérfræð- ingur Blaðsins er á þeirri skoðun að fituskerðingin dragi fullmikið úr bragðinu. Spægipylsan er einstaklega vel heppnuð en betur mætti fara með pepperoniið þó ágætt sé. jon@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.