blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 40
40 I MENNING LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaðiö Umbreyting og Fagnaður Harmónikkutónar munu líða um Ráðhús Reykjavíkur þar sem dagur harmónik- kunnar verður haldinn hátíðlegur. Dagur harmó- nikkunnar Dagur harmónikkunnar verður hald- inn hátíðlegur í Ráðhúsi Reykjavíkur með veglegum tónleikum á morgun, sunnudag. Harmónikkufélagið býður alla velkomna til fagnaðarins sem hefst kl. 15. Dagur harmónikk- urnar er orðinn árlegur viðburður og margir leggja sitt af mörkum til þess að hann verði sem veglegastur. í tilkynningu frá Harmónikku- félagi Reykjavíkur segir að harm- ónikkan sé nú hafin til vegs og virð- ingar og að fólk á öllum aldri láti drauminn rætast og hefji nám í harm- ónikkuleik. Þeir sem fram koma eru Stormurinn og Léttsveitin úr Harm- ónikkufélagi Reykjavíkur, fimm manna hópur frá Akranesi, Harm- ónikkufélag Selfoss, Harmónikkufé- lag Rangæinga og rússneski snilling- urinn juri Fjodorof. Þess má geta að Juri er bróðir Vadims Fjodorof sem stjórnað hefur léttsveitinni í vetur. hér á landi í allmörg ár. Hann er menntaður á sviði sígildrar tónlistar og tréskurðarlistar og hefur fengist við myndskreytingar barnabóka og hreyfilist. Frá árinu 1986 hefur Bernd verið einn af fremstu brúðu- gerðarmönnum heims. Hann hefur ferðast um alla Evrópu, Bandaríkin, Kanada og Asíu og sýnt listir sínar á sviði brúðuleikhúss og haldið fyrir- lestra um sérgrein sína á alþjóðlegum leiklistarhátíðum, á ráðstefnum og í háskólum. Frumsýning og málþing Sama dag verður leikritið Fagnaður eftir Nóbelsskáldið Harold Pinter frumsýnt á Stóra sviðinu. Þjóðleik- húsið og Listahátíð í Reykjavík standa fyrir málþingi um Harold Pinter kl. 14 í tengslum við frum- sýninguna. Michael Billington, sem er einn þekktasti leiklistargagn- rýnandi Breta og höfundur ævi- sögu Pinters frá árinu 1997, flytur framsöguerindi sem hann nefnir: „Hvaðan fær Pinter innblástur? Úr hverju spretta leikrit hans?“ Billing- ton ræðir einnig við bresku leikkon- una Penelope Wilton sem verður sérstakur gestur þingsins. Hún hefur meðal annars leikið í Svikum, Einskonar Alaska og Fagnaði eftir Harold Pinter. Spjall þeirra ber yfir- skriftina „Að leika Pinter'. Að því loknu verða pallborðsumræður með þátttöku sérfróðra aðila um Harold Pinter og leikrit hans. Aðgangur er ókeypis Harold Pinter er eitt frumlegasta og merkasta leikskáld Breta á síðari hluta tuttugustu aldar. Hann hefur skrifað um þrjá tugi leikrita, en hefur jafnframt haft mikil áhrif á leiklist í Bretlandi sem leikstjóri og höfundur fjölda útvarps- og sjónvarpsleikrita, sem og kvikmyndahandrita. Á síðari árum hefur Pinter látið til sín taka á opinberum vettvangi í mannréttinda- baráttu og hörð gagnrýni hans á rikis- stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna vegna stefnu þeirra í alþjóðastjórn- málum hefur vakið mikía athygli. Pinter hlaut nóbelsverðlaunin í bók- menntum árið 2005. Leikritið Fagnaður, sem var frum- flutt í London árið 2000, er marg- slungið og meistaralega vel skrifað leikrit, þar sem einstakur stíll og óvæntur húmor Pinters njóta sín afar vel. Leikstjóri sýningarinnar er Stefán Jónsson. Af* ISLENSK BLOM Brúðustjórnandinn Bernd Ogrodnik frumsýnir brúðuleiksýningu fyrir fuliorðna f Kassan- um, nýju sviði Þjóðleikhússins á morgun. Það verður mikið um dýrðir í Þjóð- leikhúsinu á morgun. Tvö leikverk verða frumsýnd og efnt til málþings að auki. Brúðustjórnandinn Bernd Ogrodnik frumsýnir brúðuleiksýn- ingu fyrir fullorðna f Kassanum kl. 14. Verkið nefnist Umbreyting - Ljóð á hreyfingu og er sýningin sett upp í samvinnu við Listahátíð í Reykjavfk. Brúður lifna við Umbreyting er safn smásagna og hug- leiðinga sem aðeins brúður geta tjáð á sinn einfalda og áleitna hátt. í sýn- ingunni er notast við margbrotnar strengjabrúður, stafabrúður og jap- anskar bunraku-brúður. Brúðurnar verða að ógleymanlegum persónum í höndum stjórnandans, sem notast aðeins við hendur, fætur, trékúlur og silkislæður. Sögurnar, sem sagðar eru án orða, lýsa léttvægum og gaman- sömum aðstæðum hvunndagsins en kafa um leið í djúp mannsálarinnar. Umbreyting er töfrandi óður til lífs- ins, eins konar ljóð á hreyfingu. Leik- stjóri er Ágústa Skúladóttir. Bernd Ogrodnik brúðugerðar- maður og brúðustjórnandi er fæddur í Þýskalandi en hefur verið búsettur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.