blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 18
18 I VERÖLDIN LAUGAFÍDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö Vinafundur í FERÐASAGA BRYNDÍSAR X.KAFLI Það var notalegt að vakna við sólar- upprás seinasta daginn í Tékkó og að setjast að vel útilátnum morgun- verði með Þóri ræðismanni og Iu á sveitasetri þeirra rétt utan við Prag. Þótt við værum enn með stírurnar í augunum voru dýr merkurinnar og fuglar himinsins þegar komnir á kreik. Og okkur var ekki til setunnar boðið. Framundan biðu hraðbrautir Evrópusambandsins sem láta „átó- bana“ Hitlers Þýskalands líta út eins og sveitavegi. Ferðinni var heitið til Ljubljana í Slóveníu. Kortarann- sóknir og reynsla ræðismannsins gáfu til kynna að aksturinn tæki átta tíma, þótt við færum um fjögur þjóð- ríki: Tékkland, Slóvakíu, Austurríki og Slóveníu. Ég þori varla að segja frá því, en ég ók þessa leið á gamla volvó á sex tímum. Við náðum Hellulögð stræti Bratislava. í „lunch“ í Ljubljana og þáðum þó morgunkaffi hjá gömlum vinum í Bratislava. Það er varla maður þori að segja frá þessu. Annað hvort eru hraðbrautirnar svona greiðfærar, volvó svona hraðskreiður eða hin nýju þjóðríki Evrópu svona lítil um sig. Eða eitthvað af öllu þessu. Öld smáríkjanna Sumir eru á móti smáríkjum. Finnst þau vera til trafala og flækja málin að óþörfu. Samt var tuttugasta öldin öld smáríkjanna. Nýlenduveldi og stórveldi leystust upp og upp spruttu ótal smáríki. Voru ekki Sameinuðu þjóðirnar færri en fimmtíu í stríðs- lok en næstum tvö hundruð nú? Og hverjar eru ríkustu þjóðir heims? Eru það ekki smáríki? Luxemburg og Sviss, nokkur olíufurstadæmi að Noregi meðtöldum - og Island. Og hverjum vegnar best meðal hinna nýfrjálsu ríkja? Smáríkjum eins og Eystrasaltsþjóðunum og Slóveníu. Stóra undantekningin er Kína. En það er heldur ekki allt sem sýnist með smáríkin. Þau hafa ekki fyrr endurheimt sjálfstæði sitt um alla Mið- og Austur Evrópu en þau vilja óð og uppvæg ganga í klúbb, sem gefur þeim vigt og þunga í heim- inum. Evrópubandalagið - þessi stórfjölskylda evrópskra lýðræðis- ríkja - er orðið að bandalagi smá- og miðlungsþjóða. Þannig njóta þessar þjóðir hvors tveggja í senn: yfirburða smæðarinnar (aðlögunar- hæfni og ákvarðanavirkni) og þess styrks, sem einungis höfðatalan eða bolmagnið geta veitt. En án Evrópu- sambandsins y rðu smáþjóðir Evrópu eins og hverjar aðrar útkjálkasveitir á hinni rísandi öld Asíu, sem nú er gengin í garð. Evrópusambandið er tilraun til að bjarga þjóðum Evrópu frá þeim örlögum. Dmitri og Marjeta Það er eðlilegt að talið berist að hlutskipti smáþjóða í Evrópu, þar sem við þeysum áfram eftir hrað- brautum, sem tengja þær saman - enda kostaðar af byggðasjóðum Evr- ópusambandsins. Þar að auki erum við að fara til fundar við mann í Lju- bljana, sem gjarnan fyllist innblæstri Ljubljana Það er fallegt um að litast í Ljubljana. og ástríðuhita, þegar talið berst að hlutverki smáþjóða i Evrópu. Dmitri Rupel, og kona hans Marj- eta, eru gamlir vinir okkar Jóns Bald- vins. Dmitri var fyrsti utanríkisráð- herra hinnar nýfrjálsu Slóveníu árið 1991 og hefur verið utanríkisráðherra alla tið síðan, fyrir utan nokkur ár, sem hann gegndi embætti borgar- stjóra í Ljubljana og svo sendiherra Slóveníu í Washington D.C., þar sem við vorum samtímis. Dmitri verður því að teljast óvenju lífseigur stjórn- málaleiðtogi á miklum umbrota- tímum í sögu Slóvena. (sland og Slóvenía. Dmitri og Jón Baldvin hittust fyrst um það leyti sem Slóvenar höfðu sagt sig úr lögum við Sambandsríki Gerirþú miklar kröfur? Útvegum fýrsta ftokks húsbíla og hjólhýsi %/■ I 9 fn af öllum stœrdum og árgerdum ^:ntIra.Evropu' l. endurnýja húsbílinn? AUt eftir þinum oskum ' Bn ■í'iip., * p. Verð frá 5.990.000,- Verðfrá 1.550.000.- Verð frá 4.4500.000,- GoH'v«rð - pottþéttþjónusta Opnunartfmi: Mán - fös. kl. 10-18 | Lau. & sun. kl. 12-16 Tom Tychsen Sími 517 93501 Gsm 821 9350 Skútuhraun 2 Fax517 9351 220 Hafnarfirði tom@husbllagalleri.is iighíia gallerí www.husbilagalleri.is Júgóslavíu og lýst yfir sjálfstæði, fyrstir þjóða hinnar gömlu Júgó- slavíu. Milosevitch brást við með þvi að senda alríkisherinn, sem var að mestu skipaður Serbum, inn í Slóveníu. En Slóvenar voru við öllu búnir og tókst að verja landamærin, enda hafði Serbaherinn brátt öðrum hnöppum að hneppa, þegar hver þjóðin á fætur annarri, Króatar, Bo- sníumenn, Makedóníumenn o.fl. fylgdu í fótspor Slóvena. Leiðtogar Slóvena - og síðar Kró- ata - knúðu örvæntingarfullir dyra hjá vestrænum ríkjum og leituðu eftir viðurkenningu á nýfengnu sjálfstæði. Þeir komu víðast hvar að luktum dyrum. Yfirlýst stefna Evr- ópusambandsins, Bandaríkjanna og Sóvétríkjanna (sem voru að vísu að liðast í sundur) var sú að halda Júgó- slavíu saman, hvað sem það kostaði. Af sögulegum ástæðum vildu Aust- urríki og Þýskaland styðja Slóveníu og Króatíu, sem áður höfðu tilheyrt Austurríska-ungverska keisaradæm- inu. En hvorki Alois Mock né Gen- scher, utanríkisráðherrar Austur- ríkis og Þýskalands, þorðu að ríða á vaðið. Né gátu þeir fengið Evrópu- sambandið til að taka ákvörðun. Spurningin var: var hægt að halda Júgóslavíu saman án valdbeit- ingar, eða ef það var ekki hægt, vildi alþjóðasamfélagið sætta sig við, að það yrði gert með valdi? M.ö.o. ef Júgóslavíu varð ekki haldið saman nema með valdbeitingu, var þá ekki betra að viðurkenna þá staðreynd strax í upphafi og viðurkenna sjálf- stæði aðildarþjóðanna sem orðinn hlut og að semja um það strax, án valdbeitingar? Dmitri hafði áreiðanlega mikil áhrif á Jón Baldvin um, að seinni kosturinn væri skárri - og jafnvel eini raunhæfi kosturinn í stöðunni. Það leiddi til þess, að ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna sjálf- stæði Slóveníu og Króatíu og skap- aði þannig fordæmi, sem Austur- ríki, Þýskaland og þjóðir, sem þeim fylgdu að málum, nýttu sér. Þessi atburðir urðu grundvöllur vináttu, sem seint fyrnist. Stríð og friður Dmitri er maður stórvaxinn og stór í sniðum. Hann var prófessor í félags- fræði við háskólann í Lubljana og hafði verið gestafyrirlesari við New York University á Manhattan. Þótt hann tilheyrði frjálslyndum hægri- flokki varð hann fyrsti utanríkis- ráðherra sjálfstæðrar Slóveníu í rík- isstjórn vinstri afla. Fyrir seinustu kosningar skipti hann um flokk. Fyrri félagar hans töpuðu, en hann hélt velli og þar með utanríkisráð- herrastólnum. Þetta hefurvakið upp persónulegar illdeilur og árásir, sem jaðra við mannorðsmeiðingar. Marj- eta tekur illmælgina og róginn um mann sinn nærri sér og saknar þess, þegar þau sátu á friðarstóli í sendi- ráðinu í Washington. Hún hefur á laun verið að byggja upp gamalt bóndabýli við strönd Adríahafsins, þar sem hana dreymir um friðarreit, að loknu löngu stríði. Svona svipar sálum kvennanna saman í Slóveníu og Grímsnesinu. Bryndís Schram disschram@yahoo.com Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gfró- og kreditkortþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.