blaðið - 13.05.2006, Blaðsíða 28
28 I VIÐTAL
LAUGARDAGUR 13. MAt 2006 blaöiö
Borgar sig að kýla á hlutina
Með einafartölvu að vopni, enga viðskiptaáœtlun en yfirdrátt upp á hundraðþúsund krónur stofnuðu
Hrefna Sverrisdóttir og vinkonur hennar tímaritið Orðlaus sem var sérstaklega œtlað ungum konum.
Bla6i0/Sleinar Hugi
„Viðskiptaáætlun lítur vanaiega aldrei neitt vel út fyrsta árið, eða fyrstu fimm árin ef út í það er farið. Þetta tekur allt sinn tíma. Maður
byrjar ekkert á einhverju verkefni og er orðin milljarðamæringur eftir hálft ár."
Það er ekki á hverjum degi sem
ungar konur á íslandi taka
höndum saman og stofna fyrir-
tæki. En stundum gerist það og
í tilfelli Hrefnu Sverrisdóttur er
ekki annað hægt að segja en að
tekist hafi vel til. Á fjórum árum
náðu hún og vinkonur hennar að
koma á fót tímariti sem náði um
75% Iestri hjá markhópi sínum, en
markhópurinn var ungar konur,
eins og þær sjálfar.
Margrét Hugrún Gústavsdóttir hitti
hina ungu athafnakonu yfír kaffi-
bolla og fræddist um tildrög þess
að Orðlaus var stofnað og hvernig
þær stöllur fóru að.
,Það var nú eiginlega þannig að við
vinkona mín, Erna Þrastardóttir,
tókum bara ákvörðun um að stofna
blað,“ segir Hrefna þegar hún er
spurð út í tildrög þess að þær fóru út í
blaða „bransann'.
„Á þeim tíma var bara eitt tímarit
á markaðnum sem sinnti áhuga-
sviðum ungs fólks. Blað sem hét
Undirtónar. Okkur fannst það frekar
svona strákalegt og eitthvað vanta
á móti fyrir stelpur og þá ekki endi-
lega blað eins og Cosmopolitan sem
fjallar mestmegnis um snyrtivörur,
kynlíf og sambönd. Við vildum fá að
lesa blað sem innihélt líka almennt
efni sem höfðar til kvenna. Við Erna
töluðum við Steinunni Jakobsdóttur,
vinkonu okkar, sem slóst í hópinn og
þannig kom það til að við þrjár stofn-
uðum kvenkyns tímaritið Orðlaus.“
Hvernigfóruð þið að þessu?
„I okkar tilfelli þá bara létum við
vaða. Gerðum enga viðskiptaáætlun
eða plan. Við stofnuðum hlutafélag,
tókum yfirdrátt til að eiga fyrir þessu
og höfðum svo samband við Morg-
unblaðið upp á prentunina. Svo byrj-
uðum við bara að skrifa.
Ég var sú eina sem átti fartölvu
og við sátum í heilan mánuð heima
í stofu að skrifa greinar og flettum
tímaritum villt og galið. Létum bara
tölvuna ganga á milli okkar. Við töl-
uðum við vin okkar sem við fengum
til að taka myndir og annan til að sjá
um umbrotið, sem við kunnum jú
engin skil á. Ég fór í það að safna aug-
lýsingum og svo bara byrjaði þetta að
rúlla.
Okkur var strax tekið mjög vel og
ég held að hluta af þessari velgengni
megi þakka að á þessum tíma, haustið
2002, var verið að stofna Feministafé-
lagið og um leið var mikil vakning
um þau mál í þjóðfélaginu. Orðlaus
naut góðs af því að þarna voru þrjár
tvítugar stelpur að stofna blað og
fólki fannst það virðingarvert.
Reyndar er ég ekkert svo viss um
að við hefðum farið út í þetta ef við
hefðum vitað hvað þetta er í raun
mikið mál. Kannski hefðum við átt
að vera betur undirbúnar, en samt...
ef við hefðum haft það svart á hvítu
fyrir framan okkur þá hefði það
kannski bara dregið úr okkur kjark-
inn. Stundum borgar sig að kýla bara
á hlutina. Það var ekkert aftur snúið
þegar við fengum prentreikninginn
í hausinn,“ segir Hrefna og hlær að
minningunni.
„Ég man eftir því þegar við fórum
niður í Islandsbanka með reikninga
fyrir auglýsingum og báðum um lán.
Þjónustufulltrúinn horfði á okkur
og útskýrði að við þyrftum að hafa
viðskiptaáætlun til að fá lán fyrir
svona nýtt fyrirtæki, en við vissum
varla hvað viðskiptaáætlun var. Þetta
endaði með því að við tókum hundr-
aðþúsund króna yfirdrátt á eigin
ábyrgð til að borga ljósmyndurum og
öðrum laun. í framhaldi töluðum við
svo við Impru sem hjálpaði okkur að
gera viðskiptaáætlun, en það breytti
nú samt ekki miklu í raun og veru,“
segir Hrefna og kímir.
Strákarnir fara of geyst
Hvað leið svo langur tími þar til þið
voruð komnar með eigin skrifstofu?
„Það voru svona tveir til þrír mán-
uðir. Við Erna leigðum saman íbúð
og svo losnaði herbergi í sama húsi
sem við tókum á leigu undir starfsem-
ina. Leigan var svona tuttugu þúsund
á mánuði. Þetta var á Bræðraborgar-
stíg í sama húsi og JPV forlagið er.
Eftir á að hyggja þá held ég að það
hafi hjálpað okkur að spila þetta
svona eftir eyranu og nota það sem
við áttum. Við hefðum svo sem getað
farið aðra leið; leigt eitthvað svaka
skrifstofuhúsnæði, keypt tölvur og
svo framvegis og farið svo á haus-
inn. Það er svo algengt að fólk byrji
að hugsa allt of stórt þegar það er að
stofna svona fyrirtæki.
Þegar við vorum í því ferli að sækja
um styrki og svona þá heyrðum
við svo oft að algengasta vandamál
stráka sem eru að stofna fyrirtæki
væri einmitt þetta. Þeir byrja á þvi að
setja sjálfa sig á himinhá laun, kaupa
sér flott jakkaföt til að mæta í á fundi,
fína bíla svo þeir líti nú vel út þegar
þeir mæta á fundina, flottar tölvur
o.s.frv. Það er byrjað með of miklum
æsingi. Þetta er náttúrlega bara rugl
af því maður þarf í raun ekki annað
en hausinn á sér og eina tölvu til að
fara af stað, allavega í rekstri eins og
okkar.
Eftir að við höfðum verið í þessu
herbergi í einhvern tíma þá bauðst
okkur að leigja með auglýsingastofu
sem þá hét DB og T en heitir í dag Vat-
íkanið. Þetta kom sér mjög vel fyrir
okkur af því þarna gátum við fengið
afnot af prentaranum þeirra, síma og
nettengingu, kaffistofu, fundarher-
bergi o.s.frv. Þar vorum við alveg þar
til við seldum reksturinn í fyrra.“
Mættu sjálfar afgangi
Gátuð þið borgað sjálfum ykkur ein-
hver laun?
„Nei,“ segir Hrefna og skellir upp
úr. „Við borguðum okkur aldrei nein
laun af neinu viti heldur létum við
okkur sjálfar mæta afgangi. Lögðum
meira upp úr því að borga laun og
reikninga. Þegar blaðinu fór að ganga
betur þá ákváðum við að dreifa því
beint í hús og pökkun, plöstun og
dreifing var mjög dýr. Þegar það var
komið á koppinn, og aðeins meira í
kassann, þá ákváðum við að taka þátt
í Gallup könnunum. Þar af leiðandi
eignuðumst við aldrei neina peninga
þar sem allt sem við fengum inn fór
aftur beint í að byggja fyrirtækið upp.
Við unnum bara önnur störf með.
Það var ekki fyrr en alveg í lokin að
við sáum fram á hærri tekjur. Þetta
er í raun mjög erfiður bransi þar sem
það er mjög mikið framboð af fjöl-
miðlum og svo eru stærri fyrirtæki,
og fyrirtækjasamsteypur, sem hafa
svo miklu meira bolmagn heldur en
eitt lítið fyrirtæki eins og Orðlaus. Ég
held að það verði enginn rikur af fjöl-
miðlastarfi á íslandi. Það er enginn
fjölmiðill hérna rekinn með alvöru
hagnaði. Þetta fer meira eða minna
allt á hausinn. Meira að segja stóru
fjölmiðlarnir eins og Fróði eða Ár-
vakur, 365 og RÚV, ekkert af þessu er
rekið með neinum alvöru gróða. En
á móti kemur samt að þetta er mjög
skemmtilegt og það eru alls konar
fríðindi sem fylgja starfinu. Maður
fær frítt 1 bió, ókeypis geisladiska og
margt, margt fleira og það eru náttúr-
legapeningarþannigséð.Ástæðaþess
að maður verður aldrei neitt ríkur á
þessu hérlendis er sú að þetta er bara
svo lítið samfélag. Það eru ekki nógu
margir neytendur miðað við fram-
boðið. Enda ætti enginn að fara út í
Happy Hour
Friday & Saturday
From 21:00 - 01:00
Fyrstir koma.fyrstir fá, °Pið 011 kvöld frá 21
og þessi er á leiðinni ©
Hafnarstræti 17 / S; 820 2230 www.champagneclub.