blaðið - 13.05.2006, Side 36

blaðið - 13.05.2006, Side 36
36 I VIKAN LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2006 blaöiö Vikan í máli og myndum f mörgum ríkjum Evrópu minntust menn þess í vikunni að 61 ár er liðið frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk í álfunni með uþpgjöf Þjóðverja. Af því tilefni komu gamlir hermenn víða saman og minntustfallinna félaga. í Póllandi streymdu læknarog hjúkrunarfræðingar út á götur og mótmæltu hástöfum bágum kjörum sínum og í norðausturhluta Indlands gengu menn til héraðsstjórnakosninga. Að venju voru Ijósmyndarar Reuters þar sem eitt- hvað fréttnæmt var á seyði og festu atburði vikunnar á filmu. Læknar í launadeilu Pólskir hjúkrunarfræðingar og læknar krefjast hærri launa í miðborg Varsjár á miðvikudag. Um 8000 manns söfnuðust saman í borginni og fóru fram á að stjórnvöld tvöfölduðu laun heilbrigðisstarfsmanna innan árs eða ættu ella á hættu að missa fjölda sérfræðinga úr landi. Gyðjan Kumari Kona í gervi gyðjunnar Kumari tekur þátt í hátíðarhöldum í Kathmandu í Nepal. Á meðan á hátíðinni stendur biðja Nepalbú- ar fyrir góðri uppskeru og hamingju. Fallinna félaga minnst Víða í Evrópu minntust menn þess að 61 ár er liðið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal voru þessir úkraínsku hermenn sem komu saman til að fagna sigri og minn- ast fallinna félaga í Kíev. Kosningar á Indlandi Ibúar í borginni Siliguri í norðausturhluta Indlands bíða þess að greiða atkvæði í héraðsstjórnarkosningum á mánudag. Upplýsta brúðurin Það væri ekki amalegt að ganga í það heilaga í þessum glæsilega brúðarkjól fatahönn- uðarinsThitipong Nilahut sem sýndur var í Bangkok í vikunni. Kjóllinn heitir.hin upplýsta brúður' og tók heilan mánuð að sauma hann og kostaði 60.000 baht (um 105.000 kr.). Hnefaleikamær Alba Cordero, sextán ára hnefaleikamær, kastar mæðinni á milli bardaga í íþróttahúsi Cappiello-bræðra í Brockton í Massachusetts. Þrátt fyrir ungan aldur er Cordero búin að stunda hnefaleika í hálft annað ár og hefur ekki tapað i fimm bardögum í röð. Kínverskur körfubolti Kinverski körfuboltakappinn Wang Zhizhi (2. röð til vinstri) ásamt félögum sínum í körfu- boltalandsliðinu við athöfn áTorgi hins himneska friðar i Peking. Zhizhi, sem varfyrsti Kin- verjinn sem lék í bandarísku NBA-deildinni, hefur endurheimt sæti sitt i landsliðinu én hann var settur út i kuldann eftir að hann neitaði að leika með liðinu á Asíuleikunum árið 2002. Opið virkadaga 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 12-16 MONTDNn Grandagaröi 2, sími 580 8500 Þrautreyndur við íslenskar aðstæður Einn af mörgum góðum kostum við að eignast Montana-tjaldvagn er að þú getur ferðast nær hvert sem er með þá og notið íslenskrar náttúru til hins ítrasta. Hugvitsamleg hönnun, tvennskonar útfærsla. ELLINGSEN evró

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.