blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 4

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 4
4IFRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 bla6iö Lítið svigrúm til að auka sauðfjárframleiðslu Yfirvofandi skortur á lambakjöti í sumar ýtir undir aukna framleiðslu. Landrými til að auka sauðfjárfram- leiðslu er mun minna en ætla má í fljótu bragði að mati Andrésar Arn- alds, fagmálastjóra hjá Landgræðslu ríkisins. Hann segir nauðsynlegt að fara varlega í allar ákvarðanir er lúta að fjölgun sauðfé hér á landi. Sala á lambakjöti hefur aukist statt og stöð- ugt á síðastliðnum tveimur árum. Mikil aukning á sölu Mikil aukning hefur verið á sölu lambakjöts á mörkuðum hér innan- lands á undanförnum árum. Sauð- fjárbændur óttast að þetta gæti leitt til þess að ekki verði nægt framboð á lambakjöti í sumar. Fram hefur komið í máli Özurar Lárussonar, framkvæmdastjóra Landssamtaka sauðfjárbænda, að nauðsynlegt gæti verið að auka sauðfjárframleiðslu með þá stækkun búa. Sala á lambakjöti hefur aukist verulega á síðastliðnum tveimur árum og frá árinu 2003 hefur salan aukist um 18% að meðaltali. Á landinu eru nú um 450 þúsund kindur en fyrir rúmlega tuttugu árum voru þær um 830 þúsund. Mikið af illa förnu landi Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, segir nauð- synlegt að fara varlega í allar ákvarð- anir er lúta að fjölgun sauðfé. Hann segir landrými af skornum skammti og alls ekki gefið að það sé nægt til að auka saufjárframleiðslu verulega. „Landrými til að auka sauðfjárfram- leiðslu er mun minna en ætla má í fljótu bragði. Eins og staðan er núna er mikið af illa förnu landi sem ekki væri gott að auka beit á.“ Andrés bendir á að nú þegar séu fyrir hendi samstarfsverkefni milli Landgræðslunnar og sauðfjárbænda sem lúta að betri nýtingu lands. Hann segir þó almennt land vera við- kvæmt og niðurstöður rannsókna á jarðvegsrofi á Islandi séu dapurlegar. „Mikið land er reyndar unnt að bæta í verkefnum eins og Bændur græða landið og í gegnum landbótasjóð Landgræðslunnar. Þjóðfélagsleg sátt yrði þó ekki um beit á landi sem erfitt er að bæta eða á hinu illa farna landi miðhálendis og víðar.“ Fjöldi fólks í Helvíti í dag íbúar smáþorpsins Hell í Michigan búast við straumi ferðamanna í dag, þann 6.6.06. Framleiddir hafa verið bolir og aðrir minjagripir sem á er ritað að eigandi hlutarins hafi verið staddur í Hell, eða „Helvíti," þennan dag. „Ég er búinn að panta heilmikið af „666“ bolum og glösum. Það er eins gott að þeir seljist vel þennan dag því ég býst ekki við að geta selt þau neinn annan dag,“ sagði John Colone, búðareigandi í Hell. Ekki eru allir eins hrifnir af þessu uppátæki og annar íbúi bæjarins, Ja- son LeTeff, sagði að halda mætti að fólk hefði misst vitið. „Hér bý ég í Hell og fer með fjölskylduna í kirkju hvern einasta sunnudag og reyni að kenna börnunum mínum kristileg gildi, en bærinn er að standa fyrir „666“ hátíðarhöldum. Þetta er út í hött,“ sagði LeTeff. COJfrÐ’IVOtRe ies €lephants! Gagnez ia coupe öu monde avec le foot élegant Come OA*' '|^)hants!UJtnih«Cupínstyts. Velkomnir á HM strákar Flugvallarstarfsmaður í Köln heldur á veggspjaldi sem á eru rituð skilaboð til samlanda hans í knattspyrnulandsliði Fílabeinsstrandarinnar. Síðustu landsliðin eru að mæta til þýskalands í dag vegna HM. Fílabeinsströndin er í geysisterkum riðli og á því erfitt verkefni framundan. A skiltinu stendur:„Sælir strákar og velkomnir til Þýskalands. Þið munið að Kamerún sigraði Argentínu með Maradona innanborðs. Nú er komið að ykkur. Nám fyrir nemendur úr 10. bekk Sumarskólinn í FB er með nám fyrir nemendur sem ekki gekk sem skyldi á samræmdu prófunum í vor. Kennslugreinar eru stæröfræði, enska, íslenska og danska. Kennslan hefst miðvikudaginn 7. júní og lýkur föstudaginn 23. júní. Upplýsingar og skráning á www.fb.is Haraldur Ólafsson veðurfræðingur BlaöMteinarHugi Fagnar stuðningi Bandaríkjamanna Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir það fagnaðarefni að áhrifa- menn séu farnir að veita umhverf- ismálum meiri eftirtekt. Tímarit Morgunblaðsins birti viðtal við A1 Gore þar sem hann varaði Islend- inga við áhrifum gróðurhúsaáhrifa á sjávarstrauma en vísindamenn telja að bráðnun Grænlandsjökuls geti haft alvarleg áhrif á straum- kerfið hér í norðurhöfum og dregið úr seltunni sem keyrir sjávarstraum- ana um heimshöfin. „Það er full ástæða til þess að taka tillit til þessara spáa,“ segir Haraldur en ef seltustreymi Golfstraumsins minnkar mikið getur það haft gríð- KOKOS-SISAL TEPPI Falleg - sterk - náttúruleg Verð frá kr. 2.840,- pr. m2 Suóurlandsbraut 10 3^ 533 5800 XSTRÖND www.simnel.is/slrand f ehp. arlega hættulegar breytingar í för með sér á veðurfarið og jafnvel leitt til ísaldar. Haraldur segir að þessi spá sé ein möguleg afleiðing hlýn- andi veðurfars en bendir jafnframt á að í fullkomnum reiknilíkönum sé ekki hægt að sjá slíka þróun á skýran hátt.“ Þessi reiknilíkön gefa okkur frekar að það verði lítil hlýnun á okkar slóðum frekar en mikil,“ segir hann. Haraldur segir að brey tilegt veður- far sem ríkti í maí ekki tengjast þess- ari hlýnun og þróun með beinum hætti. Sjórinn sé hvað kaldastur að vori og því ekki óeðlilegt að svona lagað gerist á þeim árstíma. Haraldur segir að ógnin blasi ekki við heldur sé þetta hugsanlega þróun sem getur tekið áratugi og bætir við að það sé full ástæða til þess að bregðast við þessu aðkallandi vanda- máli, „Ég fagna því að áhrifamenn séu farnir að beita sér fyrir þessum málaflokki," segir Haraldur og á þar við þekkta menn eins og A1 Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkj- ana sem ekki hefur beinlínis gengið á undan með góðu fordæmi þegar kemur að umhverfismálum. Til að mynda reyndist ógerningur að fá Bandaríkjamenn til að undirrita Ky- oto samkomulagið.Haraldur segir að lengi hafi sum hagsmunafélög barist mjög hart gegn umræðu um umhverfismál vegna hagsmuna þeirra innan orkugeirans en svo virðist sem það sé að breytast en þó hægt og rólega. HEREFORD S T E I K H U S Laugavegur 53b • 101 Reykjavík 5 11 3350 • www.hereford.is Mánudagar og þriðjudagar Tveir fyrir einn af matseðli frá kl 17:00 - 19:30 Miðvikudagar Rifjadagar frá kl 17:00 til 19:30, rif og kaldur á aðeins 1.990.- Alla daga 17:00-19:30 - tveir fyrir einn af fordrykkjum Mynd/Mowca

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.