blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 11

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 11
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 ÁLIT I 11 Sóðaleg Fráfarandi formaður Framsókn- arflokksins, Halldór Ásgrímsson, sagði á kosninganótt að hann myndi axla ábyrgðina af miklu tapi flokksins. Innan flokksins er greinilega krafa um forystuskipti. Slíkt er einfaldlega lögmál innan stjórnmálahreyfinga sem gjalda afhroð í kosningum og standa illa. Framsókn hefur ekki borið sitt barr eftir að flokkurinn studdi innrásina í Irak. Framsókn ætti hins vegar að muna líka, að það var að verulegu leyti Halldóri Ás- grímssyni að þakka að hún hélt lífi í síðustu þingkosningum. Það boðar hins vegar ekki gott fyrir flokkinn að maðurinn semþröng flokksklíka hefur valið sem arftaka hins hrunda veldis Framsóknar, Finnur Ingólfsson, þorir greinilega ekki í kosningu innan flokksins. Hann þarf bæði ráðherraembætti og formennsku á silfurfati - einsog Seðlabankann og ýmislegt fleira á sínum tíma. Af fregnum er morgunljóst að Finnur hefur gert það að skilyrði fyrir endurkomu sinni í stjórnmálin að Guðni Ágústsson - vinsælasti stjórnmálamaður Framsóknar - verði hrakinn einsog hundur úr emb- ætti. Hvílíkar aðfarir! Svo vel þekki ég Guðna og stolt Brúnaðastaðakyns- ins eftir margar orrustur að slíka nið- urlægingu lætur hann ekki yfir sig ganga nema undir hörðum hótunum. Muni ég rétt var Finnur Ingólfs- son misserum saman óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. f því ljósi er skiljanlegt að Finnur leggi ekki í að koma aftur sem ráðherra, og eiga yfir höfði sér að skíttapa fyrir Guðna. Heldur Framsókn að það sé aðför að Guðna gæfuleg byrjun fyrir nýjan formann að byrja með því að sýna slíkt kjarkleysi? Framsókn- arflokkurinn hefur verið að tapa öllu vinstra fylgi Össur Skarpéðinsson sínu . sérstak- lega á landsbyggð - inni. Finn Ingólfsson er líklega hægt að staðsetja yst á hægri kanti flokks- ins. Heldur Framsókn að það sé lík- legt til að ná vinstra fylginu aftur að færa hægri sinnaðasta manninum sem völ er á formennsku á silfurfati? Vinir mínir í VG hljóta að halda að þetta sé einsog á Kúbu þar sem félagi Kastró gat hringlað með jólin fram og til baka - og þetta íslenska vor sé að breytast í eilífa jólaveislu. Það er engu líkara en arkitektarnir að þessari sérkennilegu fléttu hafi haft það að markmiði að festa flótta- fylgið frá Framsókn sem tryggileg- ast í vörslu VG. Sá er grunur minn að þetta muni vekja upp marga óskemmtilega drauga fyrir Framsóknarflokkinn - og Finn. Höfundur er alþingismaður ossur@hexia.net 99.................... Affregnum ermorgun- Ijóst að Finnur hefur gert það að skilyrði fyrir endurkomu sinni í stjórnmálin að Guðni Ágústsson - vinsælasti stjórnmála- maður Framsóknar - verði hrakinn einsog hundur úr embætti. VILTU AÐ AUGLÝSINGIN ÞÍN SJÁIST blaöið Auglýsingasími: 510-3744 Hágæða 11 sláttutæki /’TIGK Garden Combi sláttutraktór 12,5 hestafla, sjálfskiptur B&S mótor 1 70 Itr. grashiröikassi Estate Pro 22 sláttutraktór 22 hestafla, sjálfskiptur B&S mótor 300 Itr. grashirðikassi Vetrarsól ehf. - Asknlind4 Kópavogi Simi 5641864

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.