blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaöiö 38 I ENDURNÝTAN- LEGIR STJÓRN- MÁLAMENN HVAÐ FINNST ÞÉR? Grímur Atlason, tónleikahaldari. Er tónleikagóðærinu lokið? „Nei, það held ég ekki. Ef það eru fínir tónleikar þá mætir fólk. Ég held að það séu einfaldari skýringar á því af hverju fólk hefur verið að mæta illa. Það verður líka að skoða þetta í víðara samhengi, við erum líka búin að fá stórkostleg bönd undanfarin ár. Þó að það séu nokkrar vikur af bömmer þýðir það ekki að öllu sé lokið." Smáborgarinn fylgist með miklum áhuga með þeim sviptingum sem eiga sér stað í íslenskri pólitík um þessar mundir. Þegar þetta er skrifað er allt útlit fyrir að Halldór Ásgrímsson vilji ekki lengur gegna embætti forsætisráðherra né vera formaður Framsóknarflokksins. Hins vegar vill hann alls ekki eftirláta kjörnum varaformanni sínum formannsembættið og virðist frekar horfa útfyrir pólitíkina í leita að eftirmanni. Sá maður sem helst hefur verið nefndur í þvi samhengi er þó ekki einhver byrjandi heldur enginn annar en Finnur Ingólfsson, fyrrverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra. Finnur snýraftur Smáborgarinn man vel eftir þegar Finnur hætti afskiptum af stjórnmálum og settist - eins og svo margir uppgjafar stjórnmálamenn á undan honum- í stól seðlabankastjóra. Þar staldraði hann reyndar ekki lengi við og var fljótlega orðinn aðalmaðurinn í hinum svokallaða S-hópi sem náði að klófesta Búnaðarbankann áður en hann varð of dýr fyrir hina gömlu Sambandsmenn. Reyndar voru Finnur og félagar ekki lengi eigendur þess banka og áður einhver gat sagt "hurðu!" voru þeir búnir að selja allt draslið fyrir ofsagróða. Nú rúmum sex árum eftir að Finnur lét af ráðherraembætti er hann kominn aftur inn í myndina og þá sem mögulegur arftaki Halldórs og leiðtogi Framsóknarflokksins. Vatnaskil Reynist það vera rétt að Finnur snúi aftur eftir þessa löngu fjarveru eru það vissulega vatnaskil í íslenskri stjórnmálasögu. Lengi vel var talið að Seðlabankinn væri einhvers konar eftirlaunamiðstöð þar sem gamlir stjórnmálamenn fengju að hvíla í friði áður en þeir færu á þau almennileg eftirlaun. Með mögulegri endurkomu sinni er Finnur þó að endurskilgreina hlutverk Seðlabankans í íslensku stjórnmálasamfélagi. Skyndilega hættir bankinn að vera þessi endastöð og verður í staðinn aðeins enn einn hlekkurinn í keðju íslensks bitlingakerfis. I stað þess að vera móttöku- og urðunarstaður verður bankinn að endurvinnslustöð þar stjórnmálamenn fá tækifæri til að hlaða batterfin, safna kröftum - og peningum - áður en þeir snúa aftur. Kjósendum að sjálfsögðu til mikillar gleði. Tónleikahöldurum reynist sífellt erfiðara að fylla tónleikastaði borgarinnar þrátt fyrir að fornfrægir erlendir listamenn og stjörnur dagsins í dag troði þar upp. Nú síðast var tónlistarhátíðin Reykjavík Rokkar blásin af vegna dræmrar miðasölu. Reykjavík Trópík-hátíðin fór fram um helgina. Fjölmargar hljómsveitir tróðu upp á hátíðinni en áhorfendur voru ekkert sérstaklega duglegir við að mæta tímanlega. Sagan segir að hljómsveitin Skátar hafi spilað fyrir tvo áhorfendur, sem sögðu tónleikana reyndar hafa verið frábæra. Magnús Öder, bassaleikari Benny Crespo's Gang, spilaði með Úlpu á laugardag. Hljómsveitin Leaves vann hug og hjörtu áhorfenda Reykjavík Trópík með frábærri spilamennsku. Hjálmar komu fram skegglausir og snyrtilegir og fluttu blöndu af nýjum og gömlum lögum. eftir Jim Unger Nú þú 8-13 O Jim Unger/dist by Uniled Medla, 2( HEYRST HEFUR... Innan Samfylkingarinnar er nokkur ólga vegna slakrar frammistöðu í nýloknum kosn- ingum og ekki síður í eftirleik þeirra, þar sem flokkurinn fór af- ar illa út úr meiri- hlutaviðræðum víðast hvar um landið. Þótti forystan leika af sér með því að neita að viður- kenna í fyrstu að úrslitin væru vonbrigði, en grasrótin mun ekki hafa orðið glaðari þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður, skellti skuldinni á innviði flokksins og hinn al- menna flokksmann í viðtali við Morgunblaðið á Hvítasunnu- dag. Spyrja menn hvort formað- urinn hefði þá ekki átt að nýta tímann betur, en hún átti ein- mitt ársafmæli í formannsstóli vikuna fyrir kosningar... Miklum sögum fer af ræðu Jóns Baldvins Hannibals- sonar í fertugsafmæli Árna Páls Árnasonar, lögmanns, á dög- unum. Gamli leiðtoginn hélt þar ræðu og fór fögrum orðum um Árna, sem var aðstoðarmaður hans í ut- anríkisráðuneytinu um skeið. Sagði Jón Baldvin að þörf væri á leiðtoga nýrrar kynslóðar inn- an Samfylkingarinnar og lýsti yfir að Árni Páll væri kjörinn til þess. Afmælið var haldið degi fyrir kosningar. Jón Baldvin virtist ekki ganga gruflandi að afleiðingum kosninganna fyrir helsta vonarpening núverandi formanns, því hann klykkti út með að Dagur B. Eggertsson væri að visu leiðtogaefnið enn- þá, en ekki nema fram á morg- undaginn... En sé ólgu að finna innan Samfylkingar má sjálfsagt tala um boðaföll meðal sjálf- stæðismanna í Reykjavík vegna fregna af meirihlutaviðræðum við framsóknarmenn. Hermt er að þar séu á borðinu helminga- skipti embætta og ráða, sem mörgum sjálfstæðismönnum finnst galið í ljósi þess mikla munar, sem er á styrk flokk- anna í borgarstjórn. Benda þeir á að þorri kjósenda hafi hafnað Framsókn, en nú ætli Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson að gefa þeim hálft borgríkið sisona. Þótti mörgum sem vinstribeygjan í kosningabaráttunni hefði ver- ið nóg samt. Ekki síður finnst þeim þetta óskynsamlegt í ljósi þeirra væringa, sem séu innan Framsóknarflokksins á lands- vísu, sem viðbúið sé að muni veikja hann enn frekar og ekki verða Sjálfstæðisflokknum til framdráttar... Aðrir hafa bent á aðra veilu og ekki minni í þessum ráðagerðum, sumsé að fram- sóknarmenn muni eiga í mestu erfiðleikum með að manna embætt- in. Þeirhafiaðeins þeim Bimi Inga Hrafnssyni og Ósk- ari Bergssyni á að skipa og flestum veitist fullt starf að vera í borg- arstjórn og veita einum mála- flokki forstöðu. Augljóst sé að þeir kumpánar muni ekki geta sinnt störfum sínum af þeim krafti, sem þörf verði á. En svo er hitt, að sumum fullgildum borgarstjórnarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins mun vafalaust svíða verkefna- og áhrifaleysið meðan varamaður Framsóknar verður með fangið yfirfullt...

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.