blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 06.06.2006, Blaðsíða 22
ÞRIÐJUDAGUR 06. JÚNÍ 2006 blaðiö 30 i Hugþrautin Hugþrautin er vikulegur liður á íþróttasíðu Blaðsins. Tveir menn úr íþróttaheiminum mœtast í spurningaeinvígi og tengjast allar spurningarnar íþróttum á einn eða annan hátt. Reglurnar eru einfaldar: keppendurnir fá sömu 16 spurningarnar og sá sem hefur fleiri rétt svör heldur áfram en sá sem tapar fcer að velja nœsta andstœðing sigurvegarans. Takist einhverjum að sigrafimm keppnir í röð verður hann krýndur Hugþrautarmeistari og fœr að launum veglegan verðlaunagrip. Gunnar Jarl Jónsson Knattspyrnumaður úr Leikni 1. Hver stjórnaði enska landslið- inu á HM í Frakklandi 1998? G: Glenn Hoddle. S: Kevin Keegan. 2. Með hvaða félagsliði leikur Shaka Hislop, markvörður landsliðsTrínidad ogTóbagó? G: West Ham. S: West Ham. 3. Hver er markahæsti leik- maður HM frá upphafi, með 14mörk? G: Gerd Miiller. S: Ronaldo. 4. Hvaða Afríkuþjóð er í riðli með Spáni, Úkraínu og Sádí- Arabíu á HM í sumar? G: Tógó. S: Túnis. Sigurbjörn Hreiðarsson Knattspyrnumaður úr Val 5. Hvaða þjóð sigraði HM árin 1934 og 1938? G: ítalía. S: Það voru mínir menn ítalir. 6. Hvaða maður hefur unnið það einstæða afrek að þjáifa fimm mismunandi landslið á HM, áárunuml 986 - 2002? G: Boro Milutinovic. S: Pass. 7. Fyrir hvaða þjóð leikur Em- manuel Adebayor, leikmaður Arsenal, á HM í sumar? G: Fílabeinsströndina. S: Tógó. 8. Hvaða Þjóðverji hefur leikið fleiri leiki á HM en nokkur annar leikmaður, alls 25 talsins? G: Það er góðvinur minn Lot- har Matthaus. S: Thomas Hássler. 32" (81 cm) 16:9 LCD sjónvarp Gler framhlið (hlrfir skjá, betri mynd) 1366x768 punlctar Birta: 550 cd/m2, skerpa: 1000:1 PIP (mynd í mynd) Innbyggðir 2x7W stereo hátalarar Stærð 825mm (B) x 525mm (H) x 115mm (D) Þyngd: 18,5 kg 2ja ára neytendaábyrgð Verð 21 9.900f“ Hantarex 42" XP2 Plasma TV 42" (106 cm) 16:9 Plasma sjónvarp 852x480 punktar Birta: 1500 cd/m2 Skerpa: 1000:1 PIP (mynd í mynd) Innbyggðir 2x7W stereo hátalarar Stærð 1046mm (B) x 683mm (H) x 85mm (D) Þyngd: 32 kg 2ja ára neytendaábyrgð Verð 209.900,- 9. Hvaða ár komst England síð- ast í undanúrslit HM? G: Það er væntanlega 1990. S: 1990. 10. Hvaða Evrópubúi er landsliðs- þjálfari Suður-Kóreu? G: Dick Advocaat. S: Dick Advocaat. 11. Hvaða þjóð sigraði Tyrkland, bronsverðlaunahafa mótsins 2002, í umspili um sæti á HM í sumar? G: Sviss. S: Það voru Svissararnir. 12. Hvaða tvær þjóðir frá Suður- Ameríku, auk Brasilíu og Arg- entínu, leika á HM í sumar? G: Paragvæ og Ekvador. S: Paragvæ og Ekvador. 13. Ronaldo varð markahæstur á HM 2002 með átta mörk en tveir leikmenn höfnuðu íöðru sæti með fimm mörk. Nefnið annan þeirra? G: Miroslav Klose. S: Klose. 14. Hvaða þjóð hafnaði í þriðja sæti á HM í Bandaríkjunum 1994? G: Svíar. S: Sviþjóð. 15. Hvaða þrír leikmenn Liverpool eru í spænska lands- liðshópnum fyrir HM í sumar? G: Reina, Garcia og Alonso. S: Alonso, Garcia og Reina. 16. Hvaða félagslið leikur á Gottlieb-Daimler leikvang- inum, hvar leikurinn um þriðja sætið á HM í sumar fer fram? G: Stuttgart. S: Ég ætla að skjóta á Dortmund. Rétt svör: 1. Glenn Hoddle. 2. West Ham. 3. Gerd Miiller. 4. Túnis. 5. Italía. 6. Bora Milutinovic. 7. Tógó. 8. Lothar Mattháus. 9. 1990. 10. Dick Advocaat. 11. Sviss. 12. Paragvæ og Ekvador. 13. Rivaldo og Miroslav Klose. 14. Svfþjóð. 15. JoseReina,LuisGarciaogXabiAlonso. 16. Stuttgart. Gunnar er óstöðvandi Hugþrautarljónið sigrar Sigurbjörn 14-11. HANTAREX fynr betri stofuna Það er til lausn á öllu www.ejs.ts // Grensásvegi 10, Reykjavík / 563 3000 // Tryggvabraut 10, Akureyri / 463 3000 EJSI „Það er mjög gaman að ná að leggja Bjössa að velli. Hann er sterkur og góður andstæðingur/ sagði Gunnar eftir að úrslit lágu fyrir. „Ég fór í sjúkraþjálfun í gær til sameiginlegs sjúkraþjálfara Vals og Leiknis, en hann er góður vinur Sigurbjörns. Hann sagði mér að Sigurbjörn hefði legið yfir HM-bókum undanfarna viku, þannig að ég get ekki verið annað en sáttur með að hafa náð að vinna hann.“ Gunnar hefur nú sigrað þrjár hug- þrautir og virðist fátt geta komið í veg fyrir að hann fari alla leið og verði fyrsti Hugþrautarmeistari Blaðsins. Aðspurður hvaðan þekkingin komi svarar Gunnar í léttum tón: „Ætli ég hafi ekki bara haft lítið að gera í æsku,“ en bætir við að hann hafi alla tíð fylgst vel með íþróttum og þá sérstaldega fótbolta. „En ég hef líka verið heppinn með spurningar.“ Klikkaði á Hoddle og Mattháus Sigurbjörn Hreiðarsson, fyrirliði Vals- manna, átti ágætan leik en frammi- staða hans dugði þó ekki til að steypa hinu geysiefnilega hugþrautarljóni af stóli. Sigurbjörn kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu sína. „Ég klikkaði á ákveðnum atriðum sem ég hefði átt að taka. Það var til dæmis aulaskapur að taka ekki spurning- arnar um Hoddle og Mattháus. En þetta var ágætt. Ef við hefðum farið meira út í söguna hefði ég eflaust náð að gera betur,“ sagði Sigurbjörn. „En það er bara gaman að þessu. Hann er greinilega alveg með þetta,“ bætti hann við og átti við andstæðing sinn. Sigurbjörn skoraði á Hjörvar Haf- liðason, markvörð Breiðabliks, að mæta Gunnari í næstu viku og tók Hjörvar áskoruninni að sjálfsögðu. Hjörvar þykir fróður mjög um íþróttir og verður fróðlegt að sjá hvort hann nær að skáka Gunnari sem virðist nær ósigrandi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.